Bandaríkjamenn reyna að bjarga herþotu úr sjó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2022 23:55 F-35 herþota frá Lockheed Martin. Getty Images Bandaríkjamenn leita nú ráða til að bjarga F-35C herþotu úr Suður-Kínahafi eftir óhapp við lendingu á flugmóðurskipi. Flugmanninum tókst að skjóta sér út úr vélinni áður en hún hrapaði í hafið. Atvikið átti sér þegar flugmaður hugðist lenda þotunni á flugmóðurskipinu USS Carl Vinson á mánudaginn í liðinni viku. Lendingin heppnaðist ekki sem skyldi og slösuðust sjö starfsmenn við atvikið, þar á meðal flugmaðurinn sjálfur. „Ég get staðfest að þotan hafi rekist á flugbrautina á leið inn til lendingar og fallið í sjóinn í kjölfarið. Sjóherinn vinnur að björgun verðmæta um þessar mundir,“ sagði upplýsingafulltrúi hersins í samtali við Sky News. Upplýsingafulltrúinn segist þó ekki geta tjáð sig um það hvort hann óttist að Kínverjar reyni að komast yfir þotuna á undan hermönnum Bandaríkjahers. Stutt er síðan sambærileg herþota breska hersins hrapaði í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth en myndband af atvikinu rataði á samfélagsmiðla í nóvember síðastliðnum. Sjá má myndband af því mjög sambærilega atviki hér að neðan. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að leka myndbandi sem sýndi herþotu hrapa örskömmu eftir flugtak Brak F-35 herþotu breska flughersins sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum andartökum eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið endurheimt. Sjóliði um borð hefur verið handtekinn fyrir að leka myndefni sem sýndi þotuna hrapa. 9. desember 2021 23:30 Óttast að Rússar reyni að stelast í flak herþotunnar sem hrapaði örskömmu eftir flugtak Breski herinn hefur fundið flak herþotunnar sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum sekúndum eftir flugtak við heræfingar í Miðjarðarhafinu. Þjóðaröryggisráðgjafi Breta telur líklegt að Rússar fylgist grannt með. 2. desember 2021 23:30 Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Atvikið átti sér þegar flugmaður hugðist lenda þotunni á flugmóðurskipinu USS Carl Vinson á mánudaginn í liðinni viku. Lendingin heppnaðist ekki sem skyldi og slösuðust sjö starfsmenn við atvikið, þar á meðal flugmaðurinn sjálfur. „Ég get staðfest að þotan hafi rekist á flugbrautina á leið inn til lendingar og fallið í sjóinn í kjölfarið. Sjóherinn vinnur að björgun verðmæta um þessar mundir,“ sagði upplýsingafulltrúi hersins í samtali við Sky News. Upplýsingafulltrúinn segist þó ekki geta tjáð sig um það hvort hann óttist að Kínverjar reyni að komast yfir þotuna á undan hermönnum Bandaríkjahers. Stutt er síðan sambærileg herþota breska hersins hrapaði í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth en myndband af atvikinu rataði á samfélagsmiðla í nóvember síðastliðnum. Sjá má myndband af því mjög sambærilega atviki hér að neðan. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021
Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að leka myndbandi sem sýndi herþotu hrapa örskömmu eftir flugtak Brak F-35 herþotu breska flughersins sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum andartökum eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið endurheimt. Sjóliði um borð hefur verið handtekinn fyrir að leka myndefni sem sýndi þotuna hrapa. 9. desember 2021 23:30 Óttast að Rússar reyni að stelast í flak herþotunnar sem hrapaði örskömmu eftir flugtak Breski herinn hefur fundið flak herþotunnar sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum sekúndum eftir flugtak við heræfingar í Miðjarðarhafinu. Þjóðaröryggisráðgjafi Breta telur líklegt að Rússar fylgist grannt með. 2. desember 2021 23:30 Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Handtekinn fyrir að leka myndbandi sem sýndi herþotu hrapa örskömmu eftir flugtak Brak F-35 herþotu breska flughersins sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum andartökum eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið endurheimt. Sjóliði um borð hefur verið handtekinn fyrir að leka myndefni sem sýndi þotuna hrapa. 9. desember 2021 23:30
Óttast að Rússar reyni að stelast í flak herþotunnar sem hrapaði örskömmu eftir flugtak Breski herinn hefur fundið flak herþotunnar sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum sekúndum eftir flugtak við heræfingar í Miðjarðarhafinu. Þjóðaröryggisráðgjafi Breta telur líklegt að Rússar fylgist grannt með. 2. desember 2021 23:30
Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. 30. nóvember 2021 09:10