15 mínútna hverfið Stein Olav Romslo skrifar 30. janúar 2022 07:01 Eftir að ég flutti frá Þrándheimi til Reykjavíkur hef ég oft verið spurður hvernig það er að búa hér. Einfalda svarið er að það er ekki mikill munur. Þrándheimur og Reykjavík eru að mörgu leyti svipaðar borgir. Til að mynda er íbúafjöldinn í Þrándheimi og hér á höfuðborgarsvæðinu um það bil sá sami. Háskólinn er stór vinnustaður rétt utan við miðbæinn og breiðir þjóðvegir fara beint í gegnum stór íbúahverfi. Hins vegar er raunhæft fyrir íbúa Þrándheims að nota almenningssamgöngur til allra sinna ferða dags daglega. Strætó gengur mjög reglulega í gegnum borgina allan daginn og meira að segja alla nóttina um helgar. Þar er hægt að bregða sér á næstu strætóstoppistöð án þess að athuga hvenær strætó kemur, enda má alltaf treysta því að hann komi innan nokkurra mínútna. Við eigum að stefna ótrauð að því að staða almenningssamgangna verði líka svona um alla Reykjavík strax á næstu árum. Stefna borgarinnar um 15 mínútna hverfið er mikilvæg og ég nýt góðs af henni á hverjum degi - en við verðum að halda áfram. Ég er heppinn að geta gengið í vinnuna, út í búð og niður í bæ, tekið strætó eða rafhlaupahjól nær hvert sem er. En þetta verður að vera hægt sama hvar í borginni við búum – til þess þarf að stórefla almenningssamgöngur í allri Reykjavík og standa vörð um hugmyndafræði Borgarlínu. Tryggjum saman að Borgarlínan verði öflugt almenningssamgöngunet á höfuðborgarsvæðinu og gerum Reykjavík að enn betri borg! Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Eftir að ég flutti frá Þrándheimi til Reykjavíkur hef ég oft verið spurður hvernig það er að búa hér. Einfalda svarið er að það er ekki mikill munur. Þrándheimur og Reykjavík eru að mörgu leyti svipaðar borgir. Til að mynda er íbúafjöldinn í Þrándheimi og hér á höfuðborgarsvæðinu um það bil sá sami. Háskólinn er stór vinnustaður rétt utan við miðbæinn og breiðir þjóðvegir fara beint í gegnum stór íbúahverfi. Hins vegar er raunhæft fyrir íbúa Þrándheims að nota almenningssamgöngur til allra sinna ferða dags daglega. Strætó gengur mjög reglulega í gegnum borgina allan daginn og meira að segja alla nóttina um helgar. Þar er hægt að bregða sér á næstu strætóstoppistöð án þess að athuga hvenær strætó kemur, enda má alltaf treysta því að hann komi innan nokkurra mínútna. Við eigum að stefna ótrauð að því að staða almenningssamgangna verði líka svona um alla Reykjavík strax á næstu árum. Stefna borgarinnar um 15 mínútna hverfið er mikilvæg og ég nýt góðs af henni á hverjum degi - en við verðum að halda áfram. Ég er heppinn að geta gengið í vinnuna, út í búð og niður í bæ, tekið strætó eða rafhlaupahjól nær hvert sem er. En þetta verður að vera hægt sama hvar í borginni við búum – til þess þarf að stórefla almenningssamgöngur í allri Reykjavík og standa vörð um hugmyndafræði Borgarlínu. Tryggjum saman að Borgarlínan verði öflugt almenningssamgöngunet á höfuðborgarsvæðinu og gerum Reykjavík að enn betri borg! Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun