Tugir dæmdir til dauða fyrir morðið á sérfræðingum SÞ í Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 08:44 Zaida Catalan og Michael Sharp voru myrt í Austur-Kongó árið 2017. Getty/Artur Widak Um fimmtíu manns voru dæmdir til dauða í Austur-Kongó í gær í tengslum við morðið á tveimur sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Svíinn Zaida Catalan og Bandaríkjamaðurinn Michael Sharp voru að rannsaka átök stjórnarhers Austur-Kongó og vígahópa í héraðinu Kasai í mars 2017 þegar þau voru stöðvuð af hópi vopnaðra manna, flutt á akur og tekin af lífi. Yfirvöld í Kongó kenndu Kamuina Nsapu vígahópnum um morðin og tóku í fyrstu fyrir að nokkur opinber starfmaður hefði komið að morðunum. Síðar var ofursti í kongóska hernum handtekinn og nokkrir aðrir opinberir starfsmenn, sem sögðust vinna með vígamönnunum, vegna morðanna. Mannréttindahópar hafa lýst því yfir að þau telji yfirvöld hafa hundsað aðkomu háttsettra embættismanna að morðunum og fjölskyldur Catalan og Sharp hafa þá sagt að þau telji að skipuleggjendur morðanna hafi ekki verið í hópi þeirra sem voru dæmdir. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær fimm ár en þeim hefur ítrekað seinkað vegna dauða grunaðra í gæsluvarðhaldi. Herdómstóll dæmdi loks í málinu í gær. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða var Thomas Nkashama, maður sem vann við landamæragæslu á svæðinu og talinn er hafa hitt Catalan og Sharp daginn fyrir morðin. Jean de Dieu Mambweni, ofursti sem hitti þau áður en þau lögðu af stað í verkefnið, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Fjöldi sakborninga, sem dæmdir voru sekir, var ekki viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Margir þeirra höfðu annað hvort ekki verið handteknir eða sloppið úr varðhaldi. Austur-Kongó Sameinuðu þjóðirnar Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira
Svíinn Zaida Catalan og Bandaríkjamaðurinn Michael Sharp voru að rannsaka átök stjórnarhers Austur-Kongó og vígahópa í héraðinu Kasai í mars 2017 þegar þau voru stöðvuð af hópi vopnaðra manna, flutt á akur og tekin af lífi. Yfirvöld í Kongó kenndu Kamuina Nsapu vígahópnum um morðin og tóku í fyrstu fyrir að nokkur opinber starfmaður hefði komið að morðunum. Síðar var ofursti í kongóska hernum handtekinn og nokkrir aðrir opinberir starfsmenn, sem sögðust vinna með vígamönnunum, vegna morðanna. Mannréttindahópar hafa lýst því yfir að þau telji yfirvöld hafa hundsað aðkomu háttsettra embættismanna að morðunum og fjölskyldur Catalan og Sharp hafa þá sagt að þau telji að skipuleggjendur morðanna hafi ekki verið í hópi þeirra sem voru dæmdir. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær fimm ár en þeim hefur ítrekað seinkað vegna dauða grunaðra í gæsluvarðhaldi. Herdómstóll dæmdi loks í málinu í gær. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða var Thomas Nkashama, maður sem vann við landamæragæslu á svæðinu og talinn er hafa hitt Catalan og Sharp daginn fyrir morðin. Jean de Dieu Mambweni, ofursti sem hitti þau áður en þau lögðu af stað í verkefnið, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Fjöldi sakborninga, sem dæmdir voru sekir, var ekki viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Margir þeirra höfðu annað hvort ekki verið handteknir eða sloppið úr varðhaldi.
Austur-Kongó Sameinuðu þjóðirnar Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira