Fótbolti

Albert á leið til Ítalíu og fetar í fótspor langafans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson hefur leikið með AZ Alkmaar undanfarin fjögur tímabil.
Albert Guðmundsson hefur leikið með AZ Alkmaar undanfarin fjögur tímabil. getty/Laurens Lindhout

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, er á leið til Genoa frá AZ Alkmaar.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá þessu. Hann segir að Genoa muni greiða AZ 1,2 milljónir evra fyrir Albert. Samningur hans við AZ rennur út í sumar.

Genoa veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í nítjánda og næstneðsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Þjóðverjinn Alexander Blessin er nýtekinn við Genoa en hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á tímabilinu. Áður höfðu Davide Ballardini og Andriy Shevchenko verið látnir taka pokann sinn.

Þess má geta að alnafni og langafi Alberts lék með AC Milan á árunum 1948-49.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×