Borð fyrir báru Halla Hrund Logadóttir skrifar 31. janúar 2022 13:30 Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði. Alveg eins og að sum ár er mikill snjór og þá er skíðavertíðin góð. Þessu þurfa orkufyrirtækin sem selja orkuna að gera ráð fyrir, sérstaklega þegar orkan er seld fram í tímann. Að hafa borð fyrir báru eins og sagt er. Sveigjanleika í anda náttúrunnar sem við nýtum. Umræðan um orkuskort hefur verið áberandi undanfarið. Hún hefur kristallast í því að skerða þurfi raforku til rafkyntra hitaveitna sem hluti íbúa landsins reiða sig á. Þessar mikilvægu veitur nota um 1% af raforku Íslands. Heimilin heilt yfir nota um 5% raforkunnar, en sala til þessa hóps hefur aukist lítið. Að hvetja landsmenn til að spara orku til að koma í veg fyrir orkuskort á Íslandi er því eins og að velja að kreista safa úr rúsínu á vínberjaakri. Ávinningur er minniháttar þó að orkunýtni sé afar mikilvæg og eigi alltaf við. Eins skrítið og það hljómar, þá er „skerðanleg orka“ hins vegar góð leið til að nýta orkuauðlindina vel. Slík samningsákvæði gera okkur kleift að selja meiri orku þegar mikið hefur rignt (eins og að selja fleiri miða í brekkurnar í góðu færi) en draga úr orkusölu þegar minna er í boði. Áskorunin er því fyrst og fremst að tryggja að íbúar sem treysta á rafkyntar veitur sem nota olíu sem varaafl, séu ekki á slíkum samningum, heldur eingöngu kaupendur sem vilja njóta góðs af kjörum þeirra og geta dregið úr orkunotkun þegar við á, eins og nú er gert þegar lítið hefur rignt. Fleira þarf þó að bæta ef vel á að ganga í orkumálum í örri þróun. Skýra þarf ábyrgð aðila á því að hafa borð fyrir báru, útfæra þarf leikreglur markaðarins og gagnaöflun þarf að bæta svo að kerfið virki óháð árferði og fjölda virkjana á hverjum tíma. Það er kjarni málsins. Slík vinna er einnig grunnur þess að vel takist við að ákveða rammaáætlun, orkuskiptin og önnur stór mál sem eru á dagskrá í stjórnarsáttmála. Hér gildir að horfa heildarsamhengið og útfæra hvernig upphafið og endirinn mætast. Vöndum umræðuna og rennum okkur í samlyndi í átt að lausnum í orkumálum fyrir land og þjóð. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði. Alveg eins og að sum ár er mikill snjór og þá er skíðavertíðin góð. Þessu þurfa orkufyrirtækin sem selja orkuna að gera ráð fyrir, sérstaklega þegar orkan er seld fram í tímann. Að hafa borð fyrir báru eins og sagt er. Sveigjanleika í anda náttúrunnar sem við nýtum. Umræðan um orkuskort hefur verið áberandi undanfarið. Hún hefur kristallast í því að skerða þurfi raforku til rafkyntra hitaveitna sem hluti íbúa landsins reiða sig á. Þessar mikilvægu veitur nota um 1% af raforku Íslands. Heimilin heilt yfir nota um 5% raforkunnar, en sala til þessa hóps hefur aukist lítið. Að hvetja landsmenn til að spara orku til að koma í veg fyrir orkuskort á Íslandi er því eins og að velja að kreista safa úr rúsínu á vínberjaakri. Ávinningur er minniháttar þó að orkunýtni sé afar mikilvæg og eigi alltaf við. Eins skrítið og það hljómar, þá er „skerðanleg orka“ hins vegar góð leið til að nýta orkuauðlindina vel. Slík samningsákvæði gera okkur kleift að selja meiri orku þegar mikið hefur rignt (eins og að selja fleiri miða í brekkurnar í góðu færi) en draga úr orkusölu þegar minna er í boði. Áskorunin er því fyrst og fremst að tryggja að íbúar sem treysta á rafkyntar veitur sem nota olíu sem varaafl, séu ekki á slíkum samningum, heldur eingöngu kaupendur sem vilja njóta góðs af kjörum þeirra og geta dregið úr orkunotkun þegar við á, eins og nú er gert þegar lítið hefur rignt. Fleira þarf þó að bæta ef vel á að ganga í orkumálum í örri þróun. Skýra þarf ábyrgð aðila á því að hafa borð fyrir báru, útfæra þarf leikreglur markaðarins og gagnaöflun þarf að bæta svo að kerfið virki óháð árferði og fjölda virkjana á hverjum tíma. Það er kjarni málsins. Slík vinna er einnig grunnur þess að vel takist við að ákveða rammaáætlun, orkuskiptin og önnur stór mál sem eru á dagskrá í stjórnarsáttmála. Hér gildir að horfa heildarsamhengið og útfæra hvernig upphafið og endirinn mætast. Vöndum umræðuna og rennum okkur í samlyndi í átt að lausnum í orkumálum fyrir land og þjóð. Höfundur er orkumálastjóri.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar