Borð fyrir báru Halla Hrund Logadóttir skrifar 31. janúar 2022 13:30 Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði. Alveg eins og að sum ár er mikill snjór og þá er skíðavertíðin góð. Þessu þurfa orkufyrirtækin sem selja orkuna að gera ráð fyrir, sérstaklega þegar orkan er seld fram í tímann. Að hafa borð fyrir báru eins og sagt er. Sveigjanleika í anda náttúrunnar sem við nýtum. Umræðan um orkuskort hefur verið áberandi undanfarið. Hún hefur kristallast í því að skerða þurfi raforku til rafkyntra hitaveitna sem hluti íbúa landsins reiða sig á. Þessar mikilvægu veitur nota um 1% af raforku Íslands. Heimilin heilt yfir nota um 5% raforkunnar, en sala til þessa hóps hefur aukist lítið. Að hvetja landsmenn til að spara orku til að koma í veg fyrir orkuskort á Íslandi er því eins og að velja að kreista safa úr rúsínu á vínberjaakri. Ávinningur er minniháttar þó að orkunýtni sé afar mikilvæg og eigi alltaf við. Eins skrítið og það hljómar, þá er „skerðanleg orka“ hins vegar góð leið til að nýta orkuauðlindina vel. Slík samningsákvæði gera okkur kleift að selja meiri orku þegar mikið hefur rignt (eins og að selja fleiri miða í brekkurnar í góðu færi) en draga úr orkusölu þegar minna er í boði. Áskorunin er því fyrst og fremst að tryggja að íbúar sem treysta á rafkyntar veitur sem nota olíu sem varaafl, séu ekki á slíkum samningum, heldur eingöngu kaupendur sem vilja njóta góðs af kjörum þeirra og geta dregið úr orkunotkun þegar við á, eins og nú er gert þegar lítið hefur rignt. Fleira þarf þó að bæta ef vel á að ganga í orkumálum í örri þróun. Skýra þarf ábyrgð aðila á því að hafa borð fyrir báru, útfæra þarf leikreglur markaðarins og gagnaöflun þarf að bæta svo að kerfið virki óháð árferði og fjölda virkjana á hverjum tíma. Það er kjarni málsins. Slík vinna er einnig grunnur þess að vel takist við að ákveða rammaáætlun, orkuskiptin og önnur stór mál sem eru á dagskrá í stjórnarsáttmála. Hér gildir að horfa heildarsamhengið og útfæra hvernig upphafið og endirinn mætast. Vöndum umræðuna og rennum okkur í samlyndi í átt að lausnum í orkumálum fyrir land og þjóð. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Orkuskipti Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðugasta land í heimi af grænni orku. Við getum hins vegar framleitt mis mikið á milli ára. Við byggjum orkunýtinguna nefnilega á náttúrunni sem hefur sínar sveiflur. Sum ár rignir meira, og þá er meiri vatnsorka í boði. Alveg eins og að sum ár er mikill snjór og þá er skíðavertíðin góð. Þessu þurfa orkufyrirtækin sem selja orkuna að gera ráð fyrir, sérstaklega þegar orkan er seld fram í tímann. Að hafa borð fyrir báru eins og sagt er. Sveigjanleika í anda náttúrunnar sem við nýtum. Umræðan um orkuskort hefur verið áberandi undanfarið. Hún hefur kristallast í því að skerða þurfi raforku til rafkyntra hitaveitna sem hluti íbúa landsins reiða sig á. Þessar mikilvægu veitur nota um 1% af raforku Íslands. Heimilin heilt yfir nota um 5% raforkunnar, en sala til þessa hóps hefur aukist lítið. Að hvetja landsmenn til að spara orku til að koma í veg fyrir orkuskort á Íslandi er því eins og að velja að kreista safa úr rúsínu á vínberjaakri. Ávinningur er minniháttar þó að orkunýtni sé afar mikilvæg og eigi alltaf við. Eins skrítið og það hljómar, þá er „skerðanleg orka“ hins vegar góð leið til að nýta orkuauðlindina vel. Slík samningsákvæði gera okkur kleift að selja meiri orku þegar mikið hefur rignt (eins og að selja fleiri miða í brekkurnar í góðu færi) en draga úr orkusölu þegar minna er í boði. Áskorunin er því fyrst og fremst að tryggja að íbúar sem treysta á rafkyntar veitur sem nota olíu sem varaafl, séu ekki á slíkum samningum, heldur eingöngu kaupendur sem vilja njóta góðs af kjörum þeirra og geta dregið úr orkunotkun þegar við á, eins og nú er gert þegar lítið hefur rignt. Fleira þarf þó að bæta ef vel á að ganga í orkumálum í örri þróun. Skýra þarf ábyrgð aðila á því að hafa borð fyrir báru, útfæra þarf leikreglur markaðarins og gagnaöflun þarf að bæta svo að kerfið virki óháð árferði og fjölda virkjana á hverjum tíma. Það er kjarni málsins. Slík vinna er einnig grunnur þess að vel takist við að ákveða rammaáætlun, orkuskiptin og önnur stór mál sem eru á dagskrá í stjórnarsáttmála. Hér gildir að horfa heildarsamhengið og útfæra hvernig upphafið og endirinn mætast. Vöndum umræðuna og rennum okkur í samlyndi í átt að lausnum í orkumálum fyrir land og þjóð. Höfundur er orkumálastjóri.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun