„Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2022 14:32 Jóhann Páll segir óboðlegt með öllu að láta eins og forseti Alþingis, sem er einmitt Birgir Ármannsson sem sést í bakgrunni þessarar myndar, hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir færslu á ríkisendurskoðanda yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri, stangast á við þrískiptingu ríkisvaldsins og geti ekki talist heimil. Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“ Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jóhanns Páls á þingi nú fyrir skömmu. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að honum hafi hreinlega runnið í skap við að flytja ræðuna. Nýlega hafi þingmönnum verið tilkynnt að forseti Alþingis hefði fallist á beiðni menningarráðherra um að ríkisendurskoðandi yrði fluttur yfir í nýtt ráðuneyti og skipaður ráðuneytisstjóri. En um er að ræða þau Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Skúla Eggert Þórðarson. Þetta mun vera gert á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en samkvæmt ákvæðinu „getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því“. Ríkisendurskoðun ekki hluti af framkvæmdavaldinu Jóhann Páll segir að ef greinargerðin frá því að starfsmannalög voru sett þá komi þar skýrt fram að ákvæðið snúist um heimildir ráðherra, að „heimilt sé að flytja mann úr einu embætti í annað þótt embættin heyri undir tvo ráðherra“. Jóhann Páll segir að það skipti máli, að um tvo ráðherra sé að ræða. „Því við skulum hafa það alveg á hreinu að ríkisendurskoðun er ekki hluti af framkvæmdavaldinu og ríkisendurskoðandi heyrir ekki undir neinn ráðherra – þetta er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis rétt eins og umboðsmaður Alþingis.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en Jóhann Páll sakar hana um að hafa haft þrískiptingu ríkisvaldsins að engu með skipan Skúla Eggerts.Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn fullyrðir að með þessum gjörningi sé verið að misbeita 36. gr. starfsmannalaga. „Það myndi engum detta það í hug að ráðherra gæti til dæmis teygt sig yfir á svið dómsvaldsins og flutt dómara yfir í ráðuneytið sitt, en lögin gera heldur ekki ráð fyrir að ráðherra teygi sig yfir á svið löggjafarvaldsins og eftirlitsstofnana þess og sæki sér þangað embættismann,“ segir Jóhann Páll. Stórhættulegt fordæmi Þingmaðurinn bendir á að skaðlegt að beita lögunum með þeim hætti. „Og óboðlegt að láta eins og forseti Alþingis hafi eitthvert húsbóndavald yfir ríkisendurskoðanda, að forseti „fallist á“ flutning hans yfir til ráðuneytis. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum, hann er trúnaðarmaður Alþingis, kosinn af Alþingi og honum verður ekki vikið úr starfi nema með samþykki Alþingis.“ Jóhann Páll telur einsýnt að hér sé sett hættulegt fordæmi og hann mótmælir því: Þetta stríði gegn þrískiptingu ríkisvalds, þetta sé virðingarleysi gagnvart Alþingi og stjórnskipulegri stöðu þeirra eftirlitsstofnana sem starfa á vegum þess. „Við hér í þessum sal getum ekki setið þegjandi undir þessu.“
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri Skúli Eggert Þórðarson fyrrum ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi. 27. janúar 2022 22:29