Innlent

Landspítalinn færður af neyðarstigi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Landspítalinn í Fossvogi hefur verið færður af neyðarstigi. 
Landspítalinn í Fossvogi hefur verið færður af neyðarstigi.  Vísir/Vilhelm

Landspítalinn hefur verið færður af neyðarstigi á hættustig. Þetta er til marks um að betri stöðu í baráttunni við kórónuveiruna.

Þetta kemur fram kemur farsóttarfréttum á heimasíðu spítalans og jafnframt það að ekkert breytist þó hvað varðar heimsóknarbann, leyfi, skimanir og fundi á meðan að fjöldi starfsmanna er í einangrun með veiruna.

Í dag liggur þrjátíu og einn sjúklingur á Landspítala með Covid-19. Þar af eru tuttugu og þrír í einangrun með virkt smit. Þrír eru á gjörgæslu. Nú eru 217 starfsmenn í einangrun með veiruna en þrjátíu starfsmenn greindust í gær.


Tengdar fréttir

Af neyðarstigi niður á hættustig

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnalækni ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna Covid-19. Neyðarstigi var lýst yfir 11. janúar síðastliðinn.

Þetta verður snúnara næstu vikur

Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×