Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 10:50 Paxlovid fær markaðsleyfi á Íslandi í febrúar. epa/Yonhap Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. Stjórnvöld vestanhafs hafa samið um kaup á 10 milljón skömmtum en Robin Feldman, prófessor við University of California Hastings College of the Law, segir að svo virðist sem umræddur samningur sé mun hagstæðari en sá sem gerður var við Pfizer um kaup á bóluefni fyrirtækisins. „Ég held að samningurinn endurspegli þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu á þessum tíma,“ sagði hún í samtali við Huffington Post. Þannig hefðu bóluefnin gegn Covid-19 og þær ýmsu meðferðir sem nú væru í boði gegn sjúkdómnum dregið úr hræðslu fólks, sem gerði það að verkum að embættismenn væru í betri aðstöðu við samningaborðið. Í samningum er að finna ákvæði um verðtryggingu, sem almenningur á að kannast við. Líkt og sumar verslanir bjóða upp á að endurgreiða neytandanum mismunin ef hann finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, tryggir Pfizer Bandaríkjunum lægsta verð ef annað stórveldi nær samningum við fyrirtækið um lægra verð. Markaðsleyfi á Íslandi væntanlegt í febrúar Umrædd stórveldi eru sex; Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Listinn er sumsé tæmandi og þannig myndu Bandaríkjamenn ekki hagnast á því ef til dæmis Noregur næði hagstæðari samningum við Pfizer. Í samningum er einnig kveðið á um að ef neyðarheimild Pfizer fyrir notkun Paxlovid gegn Covid-19 verður af einhverjum orsökum felld úr gildi, þá sé fyrirtækið skuldbundið til að kaupa aftur þá skammta sem ekki hafa runnið út. Miklar vonir eru bundnar við Paxlovid í baráttunni gegn Covid-19. Lyfið hefur reynst afar vel í lyfjaprófunum og dregur verulega úr líkunum á því að einstaklingar veikist alvarlega af sjúkdómnum. Þá hefur lyfið þann kost að vera í töfluformi, sem gerir það að verkum að fólk getur tekið það heima hjá sér. Flest önnur lyf sem hafa verið notuð gegn Covid-19 hefur þurft að gefa í æð. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er markaðsleyfi fyrir notkun Paxlovid á Íslandi væntanlegt í febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun lyfsins í aðildarríkjum sambandsins 28. janúar síðastliðinn. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa samið um kaup á 10 milljón skömmtum en Robin Feldman, prófessor við University of California Hastings College of the Law, segir að svo virðist sem umræddur samningur sé mun hagstæðari en sá sem gerður var við Pfizer um kaup á bóluefni fyrirtækisins. „Ég held að samningurinn endurspegli þá viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu á þessum tíma,“ sagði hún í samtali við Huffington Post. Þannig hefðu bóluefnin gegn Covid-19 og þær ýmsu meðferðir sem nú væru í boði gegn sjúkdómnum dregið úr hræðslu fólks, sem gerði það að verkum að embættismenn væru í betri aðstöðu við samningaborðið. Í samningum er að finna ákvæði um verðtryggingu, sem almenningur á að kannast við. Líkt og sumar verslanir bjóða upp á að endurgreiða neytandanum mismunin ef hann finnur sömu vöru á lægra verði annars staðar, tryggir Pfizer Bandaríkjunum lægsta verð ef annað stórveldi nær samningum við fyrirtækið um lægra verð. Markaðsleyfi á Íslandi væntanlegt í febrúar Umrædd stórveldi eru sex; Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Listinn er sumsé tæmandi og þannig myndu Bandaríkjamenn ekki hagnast á því ef til dæmis Noregur næði hagstæðari samningum við Pfizer. Í samningum er einnig kveðið á um að ef neyðarheimild Pfizer fyrir notkun Paxlovid gegn Covid-19 verður af einhverjum orsökum felld úr gildi, þá sé fyrirtækið skuldbundið til að kaupa aftur þá skammta sem ekki hafa runnið út. Miklar vonir eru bundnar við Paxlovid í baráttunni gegn Covid-19. Lyfið hefur reynst afar vel í lyfjaprófunum og dregur verulega úr líkunum á því að einstaklingar veikist alvarlega af sjúkdómnum. Þá hefur lyfið þann kost að vera í töfluformi, sem gerir það að verkum að fólk getur tekið það heima hjá sér. Flest önnur lyf sem hafa verið notuð gegn Covid-19 hefur þurft að gefa í æð. Samkvæmt upplýsingum á vef Lyfjastofnunar er markaðsleyfi fyrir notkun Paxlovid á Íslandi væntanlegt í febrúar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti skilyrt markaðsleyfi fyrir notkun lyfsins í aðildarríkjum sambandsins 28. janúar síðastliðinn.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira