Starfsmannalög gilda um ríkisendurskoðanda, óháð þrískiptingu ríkisvaldsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2022 07:11 Í minnisblaðinu segir að líta beri á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok sem ríkisendurskoðandi. Vísir Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taka til embættis ríkisendurskoðanda og til starfsmanna ríkisins almennt, án tillits til þess geira ríkisvalds sem þeir starfa í þjónustu fyrir. Þetta segir í minnisblaði skristofu Alþingis til forseta Alþingis, þar sem fjallað er um þá gagnrýni sem fram hefur komið á flutningi Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Gagnrýnin byggist meðal annars á því að ákvæði fyrrnefndra starfsmannalaga um flutning embættismanna eigi ekki við um ríkisendurskoðanda, sem sé kosinn af Alþingi, og flutningur hans samræmist ekki sjónarmiðum um þrískiptingu ríkisvaldsins. „Í minnisblaði þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort almennt sé heppilegt að embættismaður sem kjörinn er af Alþingi til þess að gegna trúnaðarstörfum á þess vegum sé fluttur í embætti er heyrir undir ráðherra að skipa í,“ segir í minnisblaðinu. Hins vegar taki starfsmannalög til ríkisendurskoðanda og einstök ákvæði þeirra séu ekki undanskilin þegar hann á í hlut. „Starfsmannalög geyma almenn ákvæði og ganga sérákvæði laga um ríkisendurskoðanda því framar hvað varðar kosningu ríkisendurskoðanda í stað skipunar hans líkt og almennt er kveðið á um með embættismenn sem skipaðir eru af ráðherra,“ segir í minnisblaðinu. Heimild til að flytja Skúla Eggert á milli embætta byggi á 36. grein starfsmannalaga um heimild til að flytja starfsmenn á milli en tilgangur heimildarinnar sé að auka hreyfanleika embættismanna. Heimildin taki jafnt til flutnings í almennt starf eða embætti og byggi á samþykki eða ósk hlutaðeigandi embættismanns. „Loks ber að líta á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok með sambærilegum hætti og þegar embættismaður biðst lausnar frá embætti sínu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þetta segir í minnisblaði skristofu Alþingis til forseta Alþingis, þar sem fjallað er um þá gagnrýni sem fram hefur komið á flutningi Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Gagnrýnin byggist meðal annars á því að ákvæði fyrrnefndra starfsmannalaga um flutning embættismanna eigi ekki við um ríkisendurskoðanda, sem sé kosinn af Alþingi, og flutningur hans samræmist ekki sjónarmiðum um þrískiptingu ríkisvaldsins. „Í minnisblaði þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort almennt sé heppilegt að embættismaður sem kjörinn er af Alþingi til þess að gegna trúnaðarstörfum á þess vegum sé fluttur í embætti er heyrir undir ráðherra að skipa í,“ segir í minnisblaðinu. Hins vegar taki starfsmannalög til ríkisendurskoðanda og einstök ákvæði þeirra séu ekki undanskilin þegar hann á í hlut. „Starfsmannalög geyma almenn ákvæði og ganga sérákvæði laga um ríkisendurskoðanda því framar hvað varðar kosningu ríkisendurskoðanda í stað skipunar hans líkt og almennt er kveðið á um með embættismenn sem skipaðir eru af ráðherra,“ segir í minnisblaðinu. Heimild til að flytja Skúla Eggert á milli embætta byggi á 36. grein starfsmannalaga um heimild til að flytja starfsmenn á milli en tilgangur heimildarinnar sé að auka hreyfanleika embættismanna. Heimildin taki jafnt til flutnings í almennt starf eða embætti og byggi á samþykki eða ósk hlutaðeigandi embættismanns. „Loks ber að líta á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok með sambærilegum hætti og þegar embættismaður biðst lausnar frá embætti sínu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira