Jurtaolíur hækka mest í verði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 11:00 Mjólkurvöruverð hefur hækkað um 2,4 prósent frá því í desember. Vísir/Vilhelm Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. Hækkandi matvælaverð hefur víða verið einn þeirra þátta sem valdið hefur verðbólgu að undanförnu á sama tíma og mörg ríki reyna að koma efnahagsmálum aftur í fyrra horf. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ varar nú við því að hækkandi matvælakostnaður muni bitna sérstaklega á fátækasta hópi samfélagsins í ríkjum sem stóli mikið á innflutt matvæli, sem Ísland til dæmis gerir. Jurtaolíur hafa hækkað mest í verði, eða um 4,2 prósent á einum mánuði, frá því í desember 2021. Rekja má þessa hækkun að miklu leiti til raskana á flutningaleiðum, skorts á vinnuafli og óhentugs veðurfars. Þá hefur mjólkurverð hækkað um 2,4 prósent, en mjólkurverð hefur hækkað undanfarna fimm mánuði, og mest hækkun er á verði á mjólkurdufti og smjöri. Minnst hækkun er í flokki korna, en verð þeirra hækkar um 0,1 prósent, þó sum hækki meiri en önnur. Til að mynda hefur maísverð hækkað um 3,8 prósent frá því í desember. Það má rekja til uppskerubrests vegna þurrka í Suður-Ameríku. Hveiti lækkar þó í verði, um 3,1 prósent, þar sem gríðarleg hveitiuppskera var í Ástralíu og Argentínu. Verð á kjöti hefur sömuleiðis hækkað en sykurverð lækkaði um 3,1 prósent á milli desember og janúar, að stórum hluta vegna góðrar sykuruppskeru í Indlandi og Taílandi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hækkunin væri á milli janúarmánaða 2021 og 2022 en hækkunin er á milli mánaðanna desember 2021 og janúar 2022. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Efnahagsmál Matur Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hækkandi matvælaverð hefur víða verið einn þeirra þátta sem valdið hefur verðbólgu að undanförnu á sama tíma og mörg ríki reyna að koma efnahagsmálum aftur í fyrra horf. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ varar nú við því að hækkandi matvælakostnaður muni bitna sérstaklega á fátækasta hópi samfélagsins í ríkjum sem stóli mikið á innflutt matvæli, sem Ísland til dæmis gerir. Jurtaolíur hafa hækkað mest í verði, eða um 4,2 prósent á einum mánuði, frá því í desember 2021. Rekja má þessa hækkun að miklu leiti til raskana á flutningaleiðum, skorts á vinnuafli og óhentugs veðurfars. Þá hefur mjólkurverð hækkað um 2,4 prósent, en mjólkurverð hefur hækkað undanfarna fimm mánuði, og mest hækkun er á verði á mjólkurdufti og smjöri. Minnst hækkun er í flokki korna, en verð þeirra hækkar um 0,1 prósent, þó sum hækki meiri en önnur. Til að mynda hefur maísverð hækkað um 3,8 prósent frá því í desember. Það má rekja til uppskerubrests vegna þurrka í Suður-Ameríku. Hveiti lækkar þó í verði, um 3,1 prósent, þar sem gríðarleg hveitiuppskera var í Ástralíu og Argentínu. Verð á kjöti hefur sömuleiðis hækkað en sykurverð lækkaði um 3,1 prósent á milli desember og janúar, að stórum hluta vegna góðrar sykuruppskeru í Indlandi og Taílandi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hækkunin væri á milli janúarmánaða 2021 og 2022 en hækkunin er á milli mánaðanna desember 2021 og janúar 2022. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Efnahagsmál Matur Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52
Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50
Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02