Stjórnmál eru hópíþrótt Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 12:31 Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leiðandi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnumótunarvinnunni sem unnin var árin 2008-9 og framtíðarsýninni sem kom út úr þeirri vinnu. Ég tók eftir samheldninni í hópnum og þeim jákvæðu straumum sem frá honum stafaði. Mig langaði að vera hluti af þessum hóp því þarna sá ég mig geta blómstrað og vaxið með því að taka þátt í því að gera samfélagið sem ég brenn svo fyrir, enn betra. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í prófkjörinu. Ég náði 5. sætinu og fannst það góð byrjun. Strax eftir prófkjörið var hafist handa við að undirbúa stefnuskrá okkar sjálfstæðisfólks fyrir kosningarnar þá um vorið. Skipaðir voru málefnahópar og opnir málefnafundir auglýstir fyrir alla bæjarbúa þar sem safnað var hugmyndum og ábendingum hvernig við gætum gert góðan bæ enn betri. Í þeirri vinnu fengu allar raddir að njóta sín og öll sjónarmið voru gild undir stjórn oddvitans og leiðtogans. Með afrakstur þessarar vinnu fórum við svo af stað í kosningabaráttuna, full af eldmóði, glöð í fasi og með bjartsýni í hjarta. Þetta gat ekki klikkað og við sigruðum kosningarnar með glæsibrag. Sjálfstæðisflokkurinn var aftur kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ég man hvað ég var glöð yfir þátttöku minni og fannst ég hafa verið þátttakandi í ævintýri og lagt mitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Leiðtoginn skiptir máli Ég hef lært mikið á þessum árum mínum í bæjarmálunum ásamt því að hafa menntað mig í stjórnunar og leiðtogafræðum. Enginn fæðist fullnuma leiðtogi, leiðtogafærni ávinnst með reynslu, menntun og þjálfun. Franklin Covey segir í sínum fræðum frá fjórum hlutverkum leiðtoga sem eru: Byggja upp traust Skapa sýn Framkvæma stefnu Leysa hæfileika úr læðingi Ég vil sjá leiðtoga sem hefur skarpa sýn og hlýtt hjarta, manneskju sem tekur ábyrgar ákvarðanir á grundvelli þekkingar. Sagt hefur verið að algengustu mistök leiðtoga séu fólgin í því að ofmetnast, fyllast drambi, fyllast oftrú á sjálfan sig og eigin visku og getu. Leiðtoginn sem ber sér á brjóst og hrósar sjálfum sér, leiðtoginn sem stendur í stafni og baðar út öngum verður fljótlega bara leiðtogi yfir sjálfum sér, aðrir farnir burt. Mosfellsbær er þekkingarfyrirtæki og þar þarf leiðtoginn að vera leiðbeinandi og hvetjandi. Ég veit að menntun mín og reynsla muni höfða til breiðari hóps Mosfellinga, nýrra Mosfellinga og eldri Mosfellinga, til foreldra sem þurfa öruggt umhverfi fyrir börnin sín í skólum og frístund bæjarins. Ég vil verða næsti leiðtogi sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ og leiða flokkinn til sigurs í kosningunum í vor. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sætið í prófkjörinu 5. febrúar. Munum að stjórnmál eru hópíþrótt, gerum þetta saman og höldum áfram að gera Mosfellsbæ að besta bæ fyrir alla. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hóf afskipti af bæjarmálum hér í Mosfellsbæ í upphafi árs 2010 en þá gaf ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar. Ég hafði áður hrifist af stjórnun bæjarins og þeim breytingum sem urðu á ímynd og rekstri hans eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð leiðandi afl í bæjarstjórn. Ég tók eftir stefnumótunarvinnunni sem unnin var árin 2008-9 og framtíðarsýninni sem kom út úr þeirri vinnu. Ég tók eftir samheldninni í hópnum og þeim jákvæðu straumum sem frá honum stafaði. Mig langaði að vera hluti af þessum hóp því þarna sá ég mig geta blómstrað og vaxið með því að taka þátt í því að gera samfélagið sem ég brenn svo fyrir, enn betra. Þess vegna ákvað ég að taka þátt í prófkjörinu. Ég náði 5. sætinu og fannst það góð byrjun. Strax eftir prófkjörið var hafist handa við að undirbúa stefnuskrá okkar sjálfstæðisfólks fyrir kosningarnar þá um vorið. Skipaðir voru málefnahópar og opnir málefnafundir auglýstir fyrir alla bæjarbúa þar sem safnað var hugmyndum og ábendingum hvernig við gætum gert góðan bæ enn betri. Í þeirri vinnu fengu allar raddir að njóta sín og öll sjónarmið voru gild undir stjórn oddvitans og leiðtogans. Með afrakstur þessarar vinnu fórum við svo af stað í kosningabaráttuna, full af eldmóði, glöð í fasi og með bjartsýni í hjarta. Þetta gat ekki klikkað og við sigruðum kosningarnar með glæsibrag. Sjálfstæðisflokkurinn var aftur kominn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Ég man hvað ég var glöð yfir þátttöku minni og fannst ég hafa verið þátttakandi í ævintýri og lagt mitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Leiðtoginn skiptir máli Ég hef lært mikið á þessum árum mínum í bæjarmálunum ásamt því að hafa menntað mig í stjórnunar og leiðtogafræðum. Enginn fæðist fullnuma leiðtogi, leiðtogafærni ávinnst með reynslu, menntun og þjálfun. Franklin Covey segir í sínum fræðum frá fjórum hlutverkum leiðtoga sem eru: Byggja upp traust Skapa sýn Framkvæma stefnu Leysa hæfileika úr læðingi Ég vil sjá leiðtoga sem hefur skarpa sýn og hlýtt hjarta, manneskju sem tekur ábyrgar ákvarðanir á grundvelli þekkingar. Sagt hefur verið að algengustu mistök leiðtoga séu fólgin í því að ofmetnast, fyllast drambi, fyllast oftrú á sjálfan sig og eigin visku og getu. Leiðtoginn sem ber sér á brjóst og hrósar sjálfum sér, leiðtoginn sem stendur í stafni og baðar út öngum verður fljótlega bara leiðtogi yfir sjálfum sér, aðrir farnir burt. Mosfellsbær er þekkingarfyrirtæki og þar þarf leiðtoginn að vera leiðbeinandi og hvetjandi. Ég veit að menntun mín og reynsla muni höfða til breiðari hóps Mosfellinga, nýrra Mosfellinga og eldri Mosfellinga, til foreldra sem þurfa öruggt umhverfi fyrir börnin sín í skólum og frístund bæjarins. Ég vil verða næsti leiðtogi sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ og leiða flokkinn til sigurs í kosningunum í vor. Þess vegna býð ég mig fram í 1. sætið í prófkjörinu 5. febrúar. Munum að stjórnmál eru hópíþrótt, gerum þetta saman og höldum áfram að gera Mosfellsbæ að besta bæ fyrir alla. Höfundur er bæjarfulltrúi og frambjóðandi í 1. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun