Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 101-93 | Grindvíkingar náðu í fyrsta sigur ársins Smári Jökull Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 22:51 Stjarnan Grindavík VÍS bikar karla körfubolti 2021 bikarkeppni Bára Dröfn Kristinsdóttir Grindavík vann góðan 101-93 sigur á Tindastól í Subway-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur heimamanna á árinu. Grindavík byrjuðu betur og komst í 8-2 eftir að bæði lið höfðu farið illa með sínar fyrstu sóknir. Varnirnar voru ekki upp á sitt besta í fyrsta leikhlutanum og Grindvíkingar skoruðu heil 34 stig á Tindastólsvörnina og leiddu 34-24 að leikhlutanum loknum. Heimamenn héldu forystunni í öðrum leikhluta og fór hún mest upp í fjórtán stig. Flautuþristur Tindastóls rétt fyrir hlé gaf þeim þó von fyrir síðari hálfleikinn. Staðan í hálfleik 56-49 heimamönnum í vil. Í þriðja leikhlutanum náði Tindastóll áhlaupi. Þeir minnkuðu muninn í þrjú stig en Grindvíkingar náðu alltaf að svara. Þeir hittu afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna og gátu leitað til Ólafs Ólafssonar, EC Matthews eða Naor Sharabani þegar á þurfti að halda. Í fjórða leikhluta reyndu Tindastólsmenn hvað þeir gátu. Þeir fengu tækifæri til að minnka muninn enn frekar en tóku aldrei skrefið til fulls og jöfnuðu. Þeir höfðu aldrei forystuna í leiknum og þegar þristarnir héldu áfram að detta niður hjá heimamönnum dvínaði von gestanna með hverri mínútunni sem leið. Það fór svo að lokum að Grindavík fagnaði 101-93 sigri og eru, eftir þennan sigur, tveimur stigum á undan Tindastól í töflunni sem á þó leik til góða. Af hverju vann Grindavík? Það voru fleiri að leggja í púkkið hjá þeim og heilt yfir spiluðu þeir góðan sóknarleik. Allir byrjunarliðsmenn Grindvíkinga náðu í tveggja stafa tölu stigalega séð og þeir gátu einhvern veginn alltaf náð í stig þegar á þurfti að halda. Javon Bess og Taiwo Badmus voru allt í öllu sóknarlega hjá Tindastól sem nýtti ekki sénsana í fjórða leikhluta. Þeir settu ekki opin skot og misstu boltann klaufalega frá sér. Þessir stóðu upp úr: Naor Sharabani var mjög góður hjá Grindavík og hitti afar vel. Hann skoraði 27 stig og hitti 50% úr þriggja stiga skotum. EC Matthews er stútfullur af hæfileikum og í kvöld náðu Grindvíkingar mun betra flæði í sóknarleikinn í kringum hann en þeir hafa náð í síðustu leikjum. Ivan Aurrecoechea skilaði sínu og þá er ekki slæmt að eiga Ólaf Ólafsson sem ás í erminni. Eins og áður segir voru þeir Bess og Badmus langatkvæðaestir hjá Stólunum. Sigtryggur Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson áttu sína spretti en hittu illa fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gekk illa? Varnarlega voru Stólarnir að gefa heimamönnum alltof mörg opin þriggja stiga skot, þá sérstaklega Naor Sharabani sem nýtti sér það vel. Bæði lið töpuðu mikið af boltum og leikmenn Tindastóls fóru frekar illa að ráði sínu í fjórða leikhlutanum þegar þeir nýttu ekki þau tækifæri sem buðust í sókninni. Hvað gerist næst? Tindastóll mætir Breiðablik á mánudag og svo Njarðvík þremur dögum seinna. Nóg að gera hjá þeim á næstunni. Grindavík á næst leik gegn Blikum í Kópavoginum eftir rúma viku. Baldur: Þurfum að gera töluvert betur varnarlega Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði liðið þurfa að bæta varnarleik sinn.Vísir/Bára Dröfn Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði að þriggja stiga skot Grindvíkinga hefðu gert sínum mönnum erfitt fyrir í kvöld og sagði þá þurfa að gera betur í næstu leikjum. „Við hefðum þurft að hlaupa þá betur af þriggja stiga línunni. Alltaf þegar við vorum að ná áhlaupi og gæla við að komast yfir þá kom Óli Óla með þrist í andlitið á okkur. Svo fá þeir leik úr takti hjá Naor sem setur fimm þrista sem hann gerir ekki í hverjum leik,“ sagði Baldur í samtali við Vísi eftir leik. „Við þurfum að gera betur gegn þessum gaurum, þeim leið of vel að spila á móti okkur og það þarf að ná fleiri stoppum en þetta.“ Tindastóll fékk á sig 56 stig í fyrri hálfleik sem er ekki vænlægt til árangurs. „Við vorum að vinna leiki því við spiluðum góðan varnarleik, það er ekki staðan núna þegar við fáum á okkur yfir 100 stig. Við þurfum að gera töluvert betur þar.“ Tindastóll hafði ekki spilað síðan 14.janúar en það er þétt dagskrá hjá þeim á næstunni. „Ég er alveg ánægður með áræðnina og menn eru að leggja sig fram. Við héldum áfram og brotnuðum ekki. Þetta var bara gott Grindavíkurlið sem vann okkur í dag. Þeir hittu svakalega vel og við þurfum að vera betri. Betri í vörn og bæta okkur leik frá leik.“ Daníel Guðni: Sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið Daníel Guðna var létt eftir að hans menn í Grindavík náðu í fyrsta sigur ársins.Vísir/Bára Dröfn „Það er gott að verja heimavöllinn og ná loksins í sigur á þessu ári,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn á Tindastól í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. „Þetta er búið að vera erfitt. Mér fannst við spila vel sóknarlega en fjórði leikhlutinn var bara erfiður og bæði lið að skora lítið þá,“ bætti Daníel við en eftir hátt skor allan leikinn gekk báðum liðum frekar illa að finna netmöskvana í lokafjórðungnum. Grindvíkingar höfðu forystu nær allan tímann en náðu aldrei að hrista Stólana af sér. Gestirnir náðu hins vegar aldrei að taka skrefið í síðari hálfleiknum og jafna metin. „Þeir gerðu áhlaup á okkur í þriðja leikhluta og gerðu vel í að koma okkur út úr okkar kerfi. Við gerðum svo mjög vel í að halda forskotinu.“ Grindvíkingar náðu einhvern veginn alltaf að setja stig þegar Stólarnir voru komnir hættulega nálægt og heimamenn hittu mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Javon Bess var frábær hjá þeim í kvöld og Taiwo Badmus gerði mjög vel í að sækja á körfuna okkar. Við náðum einhvern veginn alltaf að svara, Ólafur (Ólafsson) kom með einhverja partýþrista, í raun til að halda okkur inni í leiknum þegar við áttum erfitt með að skora.“ „Við héldum þetta út og það sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið.“ Naor Sharabani, leikstjórnandi Grindvíkinga, var sjóðandi heitur í kvöld, skoraði 27 stig og setti niður fimm þriggja stiga körfur. „Þegar liðin eru að fara undir hindranir á hann þá er búið að gefa honum grænt ljós á að hann verður að taka skotin. Hann gerði það vel í kvöld og skaut 50% fyrir utan línuna. Ef liðin ætla að dekka hann öðruvísi þá finnum við leiðir. Hann er frábær leikstjórnandi, stýrir leiknum vel og það er plús að hann skori svona mikið.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Daníel: Þetta sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið „Það er gott að verja heimavöllinn og ná loksins í sigur á þessu ári,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn á Tindastól í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. 3. febrúar 2022 22:34
Grindavík vann góðan 101-93 sigur á Tindastól í Subway-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur heimamanna á árinu. Grindavík byrjuðu betur og komst í 8-2 eftir að bæði lið höfðu farið illa með sínar fyrstu sóknir. Varnirnar voru ekki upp á sitt besta í fyrsta leikhlutanum og Grindvíkingar skoruðu heil 34 stig á Tindastólsvörnina og leiddu 34-24 að leikhlutanum loknum. Heimamenn héldu forystunni í öðrum leikhluta og fór hún mest upp í fjórtán stig. Flautuþristur Tindastóls rétt fyrir hlé gaf þeim þó von fyrir síðari hálfleikinn. Staðan í hálfleik 56-49 heimamönnum í vil. Í þriðja leikhlutanum náði Tindastóll áhlaupi. Þeir minnkuðu muninn í þrjú stig en Grindvíkingar náðu alltaf að svara. Þeir hittu afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna og gátu leitað til Ólafs Ólafssonar, EC Matthews eða Naor Sharabani þegar á þurfti að halda. Í fjórða leikhluta reyndu Tindastólsmenn hvað þeir gátu. Þeir fengu tækifæri til að minnka muninn enn frekar en tóku aldrei skrefið til fulls og jöfnuðu. Þeir höfðu aldrei forystuna í leiknum og þegar þristarnir héldu áfram að detta niður hjá heimamönnum dvínaði von gestanna með hverri mínútunni sem leið. Það fór svo að lokum að Grindavík fagnaði 101-93 sigri og eru, eftir þennan sigur, tveimur stigum á undan Tindastól í töflunni sem á þó leik til góða. Af hverju vann Grindavík? Það voru fleiri að leggja í púkkið hjá þeim og heilt yfir spiluðu þeir góðan sóknarleik. Allir byrjunarliðsmenn Grindvíkinga náðu í tveggja stafa tölu stigalega séð og þeir gátu einhvern veginn alltaf náð í stig þegar á þurfti að halda. Javon Bess og Taiwo Badmus voru allt í öllu sóknarlega hjá Tindastól sem nýtti ekki sénsana í fjórða leikhluta. Þeir settu ekki opin skot og misstu boltann klaufalega frá sér. Þessir stóðu upp úr: Naor Sharabani var mjög góður hjá Grindavík og hitti afar vel. Hann skoraði 27 stig og hitti 50% úr þriggja stiga skotum. EC Matthews er stútfullur af hæfileikum og í kvöld náðu Grindvíkingar mun betra flæði í sóknarleikinn í kringum hann en þeir hafa náð í síðustu leikjum. Ivan Aurrecoechea skilaði sínu og þá er ekki slæmt að eiga Ólaf Ólafsson sem ás í erminni. Eins og áður segir voru þeir Bess og Badmus langatkvæðaestir hjá Stólunum. Sigtryggur Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson áttu sína spretti en hittu illa fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gekk illa? Varnarlega voru Stólarnir að gefa heimamönnum alltof mörg opin þriggja stiga skot, þá sérstaklega Naor Sharabani sem nýtti sér það vel. Bæði lið töpuðu mikið af boltum og leikmenn Tindastóls fóru frekar illa að ráði sínu í fjórða leikhlutanum þegar þeir nýttu ekki þau tækifæri sem buðust í sókninni. Hvað gerist næst? Tindastóll mætir Breiðablik á mánudag og svo Njarðvík þremur dögum seinna. Nóg að gera hjá þeim á næstunni. Grindavík á næst leik gegn Blikum í Kópavoginum eftir rúma viku. Baldur: Þurfum að gera töluvert betur varnarlega Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði liðið þurfa að bæta varnarleik sinn.Vísir/Bára Dröfn Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sagði að þriggja stiga skot Grindvíkinga hefðu gert sínum mönnum erfitt fyrir í kvöld og sagði þá þurfa að gera betur í næstu leikjum. „Við hefðum þurft að hlaupa þá betur af þriggja stiga línunni. Alltaf þegar við vorum að ná áhlaupi og gæla við að komast yfir þá kom Óli Óla með þrist í andlitið á okkur. Svo fá þeir leik úr takti hjá Naor sem setur fimm þrista sem hann gerir ekki í hverjum leik,“ sagði Baldur í samtali við Vísi eftir leik. „Við þurfum að gera betur gegn þessum gaurum, þeim leið of vel að spila á móti okkur og það þarf að ná fleiri stoppum en þetta.“ Tindastóll fékk á sig 56 stig í fyrri hálfleik sem er ekki vænlægt til árangurs. „Við vorum að vinna leiki því við spiluðum góðan varnarleik, það er ekki staðan núna þegar við fáum á okkur yfir 100 stig. Við þurfum að gera töluvert betur þar.“ Tindastóll hafði ekki spilað síðan 14.janúar en það er þétt dagskrá hjá þeim á næstunni. „Ég er alveg ánægður með áræðnina og menn eru að leggja sig fram. Við héldum áfram og brotnuðum ekki. Þetta var bara gott Grindavíkurlið sem vann okkur í dag. Þeir hittu svakalega vel og við þurfum að vera betri. Betri í vörn og bæta okkur leik frá leik.“ Daníel Guðni: Sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið Daníel Guðna var létt eftir að hans menn í Grindavík náðu í fyrsta sigur ársins.Vísir/Bára Dröfn „Það er gott að verja heimavöllinn og ná loksins í sigur á þessu ári,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn á Tindastól í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. „Þetta er búið að vera erfitt. Mér fannst við spila vel sóknarlega en fjórði leikhlutinn var bara erfiður og bæði lið að skora lítið þá,“ bætti Daníel við en eftir hátt skor allan leikinn gekk báðum liðum frekar illa að finna netmöskvana í lokafjórðungnum. Grindvíkingar höfðu forystu nær allan tímann en náðu aldrei að hrista Stólana af sér. Gestirnir náðu hins vegar aldrei að taka skrefið í síðari hálfleiknum og jafna metin. „Þeir gerðu áhlaup á okkur í þriðja leikhluta og gerðu vel í að koma okkur út úr okkar kerfi. Við gerðum svo mjög vel í að halda forskotinu.“ Grindvíkingar náðu einhvern veginn alltaf að setja stig þegar Stólarnir voru komnir hættulega nálægt og heimamenn hittu mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Javon Bess var frábær hjá þeim í kvöld og Taiwo Badmus gerði mjög vel í að sækja á körfuna okkar. Við náðum einhvern veginn alltaf að svara, Ólafur (Ólafsson) kom með einhverja partýþrista, í raun til að halda okkur inni í leiknum þegar við áttum erfitt með að skora.“ „Við héldum þetta út og það sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið.“ Naor Sharabani, leikstjórnandi Grindvíkinga, var sjóðandi heitur í kvöld, skoraði 27 stig og setti niður fimm þriggja stiga körfur. „Þegar liðin eru að fara undir hindranir á hann þá er búið að gefa honum grænt ljós á að hann verður að taka skotin. Hann gerði það vel í kvöld og skaut 50% fyrir utan línuna. Ef liðin ætla að dekka hann öðruvísi þá finnum við leiðir. Hann er frábær leikstjórnandi, stýrir leiknum vel og það er plús að hann skori svona mikið.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Tengdar fréttir Daníel: Þetta sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið „Það er gott að verja heimavöllinn og ná loksins í sigur á þessu ári,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn á Tindastól í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. 3. febrúar 2022 22:34
Daníel: Þetta sýnir góð karakterseinkenni fyrir framhaldið „Það er gott að verja heimavöllinn og ná loksins í sigur á þessu ári,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn á Tindastól í Subway-deildinni í körfuknattleik í kvöld. 3. febrúar 2022 22:34
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum