Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Vésteinn Örn Pétursson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 3. febrúar 2022 23:15 Linda segir ekkert til í kenningum Viðars um að niðurstöður vinnustaðagreiningarinnar birtist nú þegar Sólveig Anna er í framboði til formanns Eflingar. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. Í byrjun nóvember ákvað Efling að fá sálfræði- og ráðgjafastofuna Líf og sál til að framkvæma vinnustaðagreiningu eftir það gríðarlega uppþot sem kom upp á skrifstofunni í haust og leiddi til afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur þáverandi formanns og framkvæmdastjórans Viðars Þorsteinssonar. Úttektin var kynnt fyrir starfsfólki skrifstofu Eflingar í morgun og þar var dregin upp vægast sagt dökk mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar Önnu. Hún er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. „Ég er karlmaður og ég er hvítur, gagnkynhneigður af millistétt og ég leitast við það að vera meðvitaður um mína framkomu í garð annarra hópa. Og ég hef alveg fengið endurgjöf um það í gegn um tíðina og ég hef tekið því vel. Og ég tel að við sem tilheyrum þessum forréttindahópum eigum að gera það. En ásakanir um einelti, ásakanir um kvenfyrirlitningu, þetta er eitthvað sem ég vísa á bug,“ segir Viðar og bætir því við að hann hafi sjálfur ekki fengið neinar tilkynningar um slíkt. Í úttektinni segir einnig að svo virðist sem Sólveig Anna hafi brugðist illa og óljóst við kvörtunum starfsmanna um Viðar. Viðar vísar ásökunum um einelti á bug.Vísir/Sigurjón Myndi fagna því ef til stæði að skoða hans mál Viðar telur tímasetninguna á þessum ásökunum ekki tilviljun en Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns Eflingar. „Nei, ég held að það hljóti nú bara kannski hver og einn að geta spurt sig og séð það og mér finnst það afskaplega miður. Vegna þess að ég tel að athugasemdir eða kvartanir út af hlutum af þessu tagi sé bara eitthvað sem eigi að taka alvarlega og eigi að fjalla um á faglegan og vandaðan hátt samkvæmt einhverjum eðlilegum verkferlum. Metnaðarfullir vinnustaðir reyna að vera með slíka ferla til staðar. Ég reyndar veit allt um það hjá Eflingu, vegna þess að ég lét innleiða slíka ferla í minni tíð sem framkvæmdastjóri, og ég harma það að það hafi ekki verið gert. Heldur að þess í stað sé verið að leka þessu í fjölmiðla, þar að auki á tímasetningu sem ég held að hljóti að rýra mjög trúverðugleika alls þessa.“ Viðar bætir því við að ef „stæði til að skoða þessa hluti af einhverri alvöru,“ til að mynda atvik þar sem hann kunni að hafa misstigið sig í starfi, þá myndi hann fagna því að fá tækifæri til þess. „Jafnvel þó ég sé ekki lengur undir vinnuskyldu á þessum vinnustað, en ég væri mjög tilbúinn í það og myndi fagna því.“ Vísar kenningum um tímasetninguna á bug Eftirmaður Viðars segir kenningar Viðars um tímasetningu úttektarinnar vera af og frá. „Þegar við förum af stað þarna í byrjun nóvember þá var það umrætt að við myndum fá niðurstöður í lok janúar úr þessari könnun,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar. Úttektin hafi því ekkert með komandi formannskjör að gera. „Þetta snýr algjörlega að starfsemi skrifstofunnar. Við vissum ekki einu sinni að þau væru að fara af stað, eða hún [Sólveig Anna], aftur þegar stjórnin tók þessa ákvörðun. Þannig að ég held að þetta svari sér eiginlega bara sjálft.“ Linda var ráðin í starf framkvæmdastjóra um miðjan desember, og var við ráðningu látin vita af því að vinnustaðagreiningin væri komin af stað. „Ég vinn samkvæmt því, og okkar fókus er algjörlega á því hvernig við getum nýtt hana hér innanhúss til þess að byggja upp og bæta. Það er svo mikill vilji til þess að vinna vel, og mikil hugsjón meðal starfsfólks til þess að vinna vel fyrir félagsmennina. Þetta er hluti af því.“ Linda segir um faglega og óháða könnun að ræða, þar sem enginn hafi verið sérstaklega tekinn fyrir. „Niðurstöðurnar eru þessar og rauði þráðurinn er sá sem fram hefur komið. Hann er svo kynntur fyrir starfsfólki eins og var búið að tala um að yrði gert. Við höfðum ekkert um það mál að segja, hverjar niðurstöðurnar yrðu.“ Linda segir að grunnurinn að vinnustaðagreiningunni hafi verið lagður áður en ljóst varð að Sólveig Anna ætlaði sér í framboð til formanns Eflingar.Vísir/Sigurjón Vilja vinna áfram með greininguna Linda segist þó ekki geta sagt að niðurstöðurnar komi henni á óvart. Eftir að hún hafi byrjað hafi heildarmyndin fljótt orðið henni ljós. Þrátt fyrir miklar umbætur hafi víða verið pottur brotinn. „Eftirfylgni og innleiðing, samskipti og annað, upplýsingaflæði mjög ábótavant. Það vakti kvíða. Svo verður þessi sprenging þarna í lokin þar sem kemur fram að yfir 90 prósent svarenda fundu fyrir miklum kvíða og vanlíðan í lok október og vegna umfjöllunar í kjölfarið. Þannig að já, myndin er ansi dökk.“ Hún segist þó bjartsýn á að hægt sé að bæta úr því sem miður hafði farið á vinnustaðnum. Samstaða starfsfólks sé mikil, sem og viljinn til þess að takast á við verkefnin. „Það er það sem við viljum gera með þessa greiningu, það er að vinna með hana áfram. Og það er planið.“ Sér ekki hvers vegna Viðar hefði átt að koma að úttektinni Hvað varðar gagnrýni Viðars, sem sneri að því að hann hafi ekki fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, segist Linda aldrei hafa séð vinnustaðagreiningu þar sem tekin eru viðtöl við fólk sem ekki starfi á þeim vinnustað sem greiningin snýr að. „Það er verið að kanna vinnustaðinn og starfsemina hér. [Viðar og Sólveig Anna] voru ekki sérstakt rannsóknarefni þessarar greiningar. Þau aftur á móti koma upp í þessum viðtölum sem ástæða vanlíðanar og þeirra vinnuhættir. Þess vegna verður niðurstaðan þessi. Að þau hafi átt að vera innvinkluð í þessa greiningu […] ég get ekki séð að það hefði verið faglegt á nokkurn hátt.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 „Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér. 28. janúar 2022 08:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Í byrjun nóvember ákvað Efling að fá sálfræði- og ráðgjafastofuna Líf og sál til að framkvæma vinnustaðagreiningu eftir það gríðarlega uppþot sem kom upp á skrifstofunni í haust og leiddi til afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur þáverandi formanns og framkvæmdastjórans Viðars Þorsteinssonar. Úttektin var kynnt fyrir starfsfólki skrifstofu Eflingar í morgun og þar var dregin upp vægast sagt dökk mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar Önnu. Hún er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. „Ég er karlmaður og ég er hvítur, gagnkynhneigður af millistétt og ég leitast við það að vera meðvitaður um mína framkomu í garð annarra hópa. Og ég hef alveg fengið endurgjöf um það í gegn um tíðina og ég hef tekið því vel. Og ég tel að við sem tilheyrum þessum forréttindahópum eigum að gera það. En ásakanir um einelti, ásakanir um kvenfyrirlitningu, þetta er eitthvað sem ég vísa á bug,“ segir Viðar og bætir því við að hann hafi sjálfur ekki fengið neinar tilkynningar um slíkt. Í úttektinni segir einnig að svo virðist sem Sólveig Anna hafi brugðist illa og óljóst við kvörtunum starfsmanna um Viðar. Viðar vísar ásökunum um einelti á bug.Vísir/Sigurjón Myndi fagna því ef til stæði að skoða hans mál Viðar telur tímasetninguna á þessum ásökunum ekki tilviljun en Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns Eflingar. „Nei, ég held að það hljóti nú bara kannski hver og einn að geta spurt sig og séð það og mér finnst það afskaplega miður. Vegna þess að ég tel að athugasemdir eða kvartanir út af hlutum af þessu tagi sé bara eitthvað sem eigi að taka alvarlega og eigi að fjalla um á faglegan og vandaðan hátt samkvæmt einhverjum eðlilegum verkferlum. Metnaðarfullir vinnustaðir reyna að vera með slíka ferla til staðar. Ég reyndar veit allt um það hjá Eflingu, vegna þess að ég lét innleiða slíka ferla í minni tíð sem framkvæmdastjóri, og ég harma það að það hafi ekki verið gert. Heldur að þess í stað sé verið að leka þessu í fjölmiðla, þar að auki á tímasetningu sem ég held að hljóti að rýra mjög trúverðugleika alls þessa.“ Viðar bætir því við að ef „stæði til að skoða þessa hluti af einhverri alvöru,“ til að mynda atvik þar sem hann kunni að hafa misstigið sig í starfi, þá myndi hann fagna því að fá tækifæri til þess. „Jafnvel þó ég sé ekki lengur undir vinnuskyldu á þessum vinnustað, en ég væri mjög tilbúinn í það og myndi fagna því.“ Vísar kenningum um tímasetninguna á bug Eftirmaður Viðars segir kenningar Viðars um tímasetningu úttektarinnar vera af og frá. „Þegar við förum af stað þarna í byrjun nóvember þá var það umrætt að við myndum fá niðurstöður í lok janúar úr þessari könnun,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar. Úttektin hafi því ekkert með komandi formannskjör að gera. „Þetta snýr algjörlega að starfsemi skrifstofunnar. Við vissum ekki einu sinni að þau væru að fara af stað, eða hún [Sólveig Anna], aftur þegar stjórnin tók þessa ákvörðun. Þannig að ég held að þetta svari sér eiginlega bara sjálft.“ Linda var ráðin í starf framkvæmdastjóra um miðjan desember, og var við ráðningu látin vita af því að vinnustaðagreiningin væri komin af stað. „Ég vinn samkvæmt því, og okkar fókus er algjörlega á því hvernig við getum nýtt hana hér innanhúss til þess að byggja upp og bæta. Það er svo mikill vilji til þess að vinna vel, og mikil hugsjón meðal starfsfólks til þess að vinna vel fyrir félagsmennina. Þetta er hluti af því.“ Linda segir um faglega og óháða könnun að ræða, þar sem enginn hafi verið sérstaklega tekinn fyrir. „Niðurstöðurnar eru þessar og rauði þráðurinn er sá sem fram hefur komið. Hann er svo kynntur fyrir starfsfólki eins og var búið að tala um að yrði gert. Við höfðum ekkert um það mál að segja, hverjar niðurstöðurnar yrðu.“ Linda segir að grunnurinn að vinnustaðagreiningunni hafi verið lagður áður en ljóst varð að Sólveig Anna ætlaði sér í framboð til formanns Eflingar.Vísir/Sigurjón Vilja vinna áfram með greininguna Linda segist þó ekki geta sagt að niðurstöðurnar komi henni á óvart. Eftir að hún hafi byrjað hafi heildarmyndin fljótt orðið henni ljós. Þrátt fyrir miklar umbætur hafi víða verið pottur brotinn. „Eftirfylgni og innleiðing, samskipti og annað, upplýsingaflæði mjög ábótavant. Það vakti kvíða. Svo verður þessi sprenging þarna í lokin þar sem kemur fram að yfir 90 prósent svarenda fundu fyrir miklum kvíða og vanlíðan í lok október og vegna umfjöllunar í kjölfarið. Þannig að já, myndin er ansi dökk.“ Hún segist þó bjartsýn á að hægt sé að bæta úr því sem miður hafði farið á vinnustaðnum. Samstaða starfsfólks sé mikil, sem og viljinn til þess að takast á við verkefnin. „Það er það sem við viljum gera með þessa greiningu, það er að vinna með hana áfram. Og það er planið.“ Sér ekki hvers vegna Viðar hefði átt að koma að úttektinni Hvað varðar gagnrýni Viðars, sem sneri að því að hann hafi ekki fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, segist Linda aldrei hafa séð vinnustaðagreiningu þar sem tekin eru viðtöl við fólk sem ekki starfi á þeim vinnustað sem greiningin snýr að. „Það er verið að kanna vinnustaðinn og starfsemina hér. [Viðar og Sólveig Anna] voru ekki sérstakt rannsóknarefni þessarar greiningar. Þau aftur á móti koma upp í þessum viðtölum sem ástæða vanlíðanar og þeirra vinnuhættir. Þess vegna verður niðurstaðan þessi. Að þau hafi átt að vera innvinkluð í þessa greiningu […] ég get ekki séð að það hefði verið faglegt á nokkurn hátt.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 „Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér. 28. janúar 2022 08:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53
Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35
„Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér. 28. janúar 2022 08:52