Má bjóða þér að þjást? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:31 Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna. Ég get fyllilega tekið undir þessi sjónarmið sem forstjórinn setti þarna fram. Enda höfum við í Viðreisn ítrekað lagt áherslu að þjónustan í heilbrigðiskerfinu sé í fyrirrúmi og hún tryggð. Með öflugu hátæknisjúkrahúsi, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og neti sjálfstæðra heilbrigðisaðila. Það er því miður ekki staðan í dag. Biðlistar og biðlistar til að komast á biðlista er það sem bíður margra. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu ríkisstjórnin tekur núna. Í átt að betri þjónustu – eða frekari ríkisvæðingu. Það er stóra spurningin. En hver er stefnan? Á síðasta kjörtímabili kappkostaði ríkisstjórnin við að ríkisvæða hvern einasta anga heilbrigðiskerfisins. Neitaði að gera samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga. Neitaði að gera samninga við Sjúkratryggingar þannig að hægt væri að tryggja þjónustu við fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda. Ríkisstjórninni fannst einhverra hluta vegna forsvaranlegt að greiða niður aðgerðir á einkaklíník í útlöndum fyrir þrefalt hærra verð en hér heima. Svo ég tali nú ekki um það dómadagsklúður sem flutningur ráðherra á leghálsskimunum frá Krabbameinsfélaginu. „Aðför að heilsu kvenna“ var það kallað. Og það réttilega. Hneykslanleg aðför. Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna. Ákvarðanir um að verða besta land í heimi í biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Og nú reynir á nýjan heilbrigðisráðherra að koma með sína stefnu. Argasta della Í mínum huga er þetta ekkert annað en argasta della. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram frumvarp sem leiðréttir þessa skekkju varðandi liðskiptaðgerðirnar. Tillögur okkar um að veita Sjúkratryggingum Íslands aukna heimild til að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk voru allar felldar. Við mótmæltum einnig ríkisvæðingu ríkisstjórnarinnar harðlega á síðasta kjörtímabili. Við viljum að þjónustan sé sett í forgrunn. Ekki rekstrarformið. Við þurfum sterkan og öflugan Landspítala. En við þurfum einnig að tryggja jafnt aðgengi og gera samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu. Niðurgreiða sálfræðiþjónustu, liðskiptaaðgerðir og tryggja jafnt aðgengi. Lina þjáningar. Auka lífsgæði. Þannig að það fólk sem hér kýs að búa fái heilbrigðisþjónustu við hæfi og þurfi ekki að þjást á biðlistum. Annað kjörtímabil af því sama er því ekki í boði. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna. Ég get fyllilega tekið undir þessi sjónarmið sem forstjórinn setti þarna fram. Enda höfum við í Viðreisn ítrekað lagt áherslu að þjónustan í heilbrigðiskerfinu sé í fyrirrúmi og hún tryggð. Með öflugu hátæknisjúkrahúsi, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og neti sjálfstæðra heilbrigðisaðila. Það er því miður ekki staðan í dag. Biðlistar og biðlistar til að komast á biðlista er það sem bíður margra. Því verður áhugavert að sjá hvaða stefnu ríkisstjórnin tekur núna. Í átt að betri þjónustu – eða frekari ríkisvæðingu. Það er stóra spurningin. En hver er stefnan? Á síðasta kjörtímabili kappkostaði ríkisstjórnin við að ríkisvæða hvern einasta anga heilbrigðiskerfisins. Neitaði að gera samninga við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga. Neitaði að gera samninga við Sjúkratryggingar þannig að hægt væri að tryggja þjónustu við fólk sem þarf á liðskiptaaðgerðum að halda. Ríkisstjórninni fannst einhverra hluta vegna forsvaranlegt að greiða niður aðgerðir á einkaklíník í útlöndum fyrir þrefalt hærra verð en hér heima. Svo ég tali nú ekki um það dómadagsklúður sem flutningur ráðherra á leghálsskimunum frá Krabbameinsfélaginu. „Aðför að heilsu kvenna“ var það kallað. Og það réttilega. Hneykslanleg aðför. Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir ríkisstjórnarflokkanna. Ákvarðanir um að verða besta land í heimi í biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Og nú reynir á nýjan heilbrigðisráðherra að koma með sína stefnu. Argasta della Í mínum huga er þetta ekkert annað en argasta della. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram frumvarp sem leiðréttir þessa skekkju varðandi liðskiptaðgerðirnar. Tillögur okkar um að veita Sjúkratryggingum Íslands aukna heimild til að semja við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk voru allar felldar. Við mótmæltum einnig ríkisvæðingu ríkisstjórnarinnar harðlega á síðasta kjörtímabili. Við viljum að þjónustan sé sett í forgrunn. Ekki rekstrarformið. Við þurfum sterkan og öflugan Landspítala. En við þurfum einnig að tryggja jafnt aðgengi og gera samninga við sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu. Niðurgreiða sálfræðiþjónustu, liðskiptaaðgerðir og tryggja jafnt aðgengi. Lina þjáningar. Auka lífsgæði. Þannig að það fólk sem hér kýs að búa fái heilbrigðisþjónustu við hæfi og þurfi ekki að þjást á biðlistum. Annað kjörtímabil af því sama er því ekki í boði. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar