Börnin í borginni okkar Guðný Maja Riba skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvernig sköpum við samfélag þar sem öll börn sitja við sama borð? Fátækt hefur varanleg áhrif á börn. Fátækt hefur áhrif á þroska, skerðir lífsgæði, bjagar sjálfsmynd og skaðar framtíðarmöguleika barna. Fátækt birtist í ýmsum myndum. Matur, föt og aðrar grunnþarfir geta verið af skornum skammti, en einnig hrós, hvatning og aðhald. Við getum sem samfélag hlaupið í skarðið og bætt börnum upp þennan skort. Góður kennari, nágranni, vinur og frístundaleiðbeinandi getur haft meiriháttar áhrif á heilt líf. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað vinir, nágrannar og kennarar geta gert. Þess vegna höfum við opinber kerfi, og þess vegna tek ég þátt í stjórnmálum. Samfélagsinnviðir eins og skólar og leikskólar, frístundamiðstöðvar, heilsugæsla og barnavernd eiga að tryggja jafnræði. Að öllum börnum sé sinnt í samræmi við þarfir þeirra en ekki fjárráð, völd eða tengsl foreldranna. Við eigum að gera allt sem við getum til að öll börn fái sömu tækifæri. Við eigum að hækka frístundastyrki, lækka gjald fyrir skólamáltíðir og helst afnema það og hækka barnabætur verulega. Við eigum að vinna markvisst að því að jafna tækifæri allra barna í borginni okkar. Við jafnaðarfólk erum þessa dagana að undirbúa val á þeim okkar sem eiga að vinna fyrir reykvískan almenning í borgarstjórninni. Mér finnst brýnt að næsti framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík sýni endurnýjun, breidd og reynslu. Ég stend fyrir allt þetta þrennt. Ég veit að ég á eftir að vera öflug á vettvangi borgarstjórnmálanna. Ég hef víðtæka reynslu af stjórnarsetu og sit meðal annars í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Ég er úrræðagóð og ófeimin við að taka frumkvæði. Ég er sjálfstæð og sterkur leiðtogi. Ég þekki aðstæður barnafjölskyldna vel, bæði vegna minna starfa en einnig af eigin reynslu og tel mig geta lagt mitt af mörkum í velferðarmálum og mennta- og skólamálum í borginni okkar. Ég er fjölbreytnin í borgarstjórn – reynsla og hugsjón alla leið. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna að þeim málefnum sem varða börn og borgarbúa og til að halda áfram að byggja upp fyrirmyndarborg. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun