Krabbamein – standa allir jafnt að vígi? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein. Því miður er það svo að ójöfnuður í tengslum við krabbamein er til staðar hér á landi, líkt og annars staðar. Hann birtist með margvíslegum hætti og getur orsakast af kostnaði, skorti á upplýsingum, mismunandi heilsulæsi og fleiru. Heilsa ræðst af mörgum þáttum: einstaklingsbundnum, félagslegum, fjárhagslegum, menntun, uppruna og fleiru. Í skýrslu embættis landlæknis frá því í júní síðastliðnum, Ójöfnuður í heilsu á Íslandi, kemur fram að tengsl séu á milli minni menntunar og verri fjárhagsstöðu og lakari heilsu og lifnaðarhátta. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að á milli 28–45% krabbameinstilfella tengjast áhættuþáttum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Tóbak er stærsti áhættuþátturinn en annað í lifnaðarháttum, svo sem áfengisneysla, sólargeislun, hreyfingarleysi, ofþyngd og fleira hefur líka áhrif. Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af ójafnri stöðu fólks í tengslum við krabbamein og hefur í starfi sínu brugðist við með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árunum 2019 og 2020 stóð félagið fyrir tilraunaverkefni um gjaldfrjálsa skimun sem sýndi með ótvíræðum hvernig kostnaður getur verið hindrun fyrir þátttöku í skimun. Félagið hefur jafnt og þétt aukið við þjónustu sína á landsbyggðinni, í samstarfi við aðildarfélög sín og býður nú sjúklingum og aðstandendum reglubundið, ókeypis ráðgjöf fagfólks á fjórum stöðum á landsbyggðinni til viðbótar við Reykjavík. Að auki býðst öllum ráðgjöf í síma og í gegnum tölvu. Fólki sem búsett er á landsbyggðinni og þarf að sækja meðferð eða rannsóknir í Reykjavík býðst dvöl í íbúðum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar félagsins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að komast á milli staða. Rannsóknir félagsins varpa í æ meira mæli ljósi á ójöfnuð í tengslum við krabbamein. Þátttaka í starfi aðildarfélaga um allt land er fólki að kostnaðarlausu og mörg félaganna styðja við félagsmenn sína með endurgreiðslu kostnaðar, til dæmis vegna dvalar fjarri heimili. Ójöfnuður birtist með margvíslegum hætti í tengslum við krabbamein. Sem dæmi má nefna að huga þarf sérstaklega að stöðu fólks af erlendum uppruna, sem getur verið viðkvæm af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna tungumálaörðugleika, minna tengslanets og þekkingar á samfélaginu og kerfinu og tryggja upplýsingar og þjónustu við hæfi. Í nýrri rannsókn Krabbameinsfélagsins eru vísbendingar um minni þátttöku kvenna af erlendum uppruna í skimun en annarra kvenna. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við pólskumælandi fólk að undanförnu með félagsráðgjöf á pólsku, sérstökum reykleysisnámskeiðum og fræðsluefni sem verður brátt aðgengilegt á pólsku á heimasíðu félagsins. Hjá félaginu er starfandi sérstakur stuðningshópur fyrir konur af erlendum uppruna. Búseta hefur margvísleg áhrif. Sumir þurfa til dæmis að ferðast um langan veg til að fá viðeigandi krabbameinsmeðferð og geta oft ekki haft aðstandanda með sér vegna annmarka á endurgreiðslu ferðakostnaðar fylgdarmanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks. Í sambandi við krabbamein standa ekki allir jafnt að vígi. Forsenda þess að draga úr ójöfnuði er að viðurkenna að hann er til staðar. Nauðsynlegt er að að hugsa stórt og vinna að því að allir standi jafnt í tengslum við krabbamein, hvort sem er í forvarnarstarfi, greiningu og meðferð. Íslensk krabbameinsáætlun er þar mikilvægt verkfæri sem nú er lag að taka upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein. Því miður er það svo að ójöfnuður í tengslum við krabbamein er til staðar hér á landi, líkt og annars staðar. Hann birtist með margvíslegum hætti og getur orsakast af kostnaði, skorti á upplýsingum, mismunandi heilsulæsi og fleiru. Heilsa ræðst af mörgum þáttum: einstaklingsbundnum, félagslegum, fjárhagslegum, menntun, uppruna og fleiru. Í skýrslu embættis landlæknis frá því í júní síðastliðnum, Ójöfnuður í heilsu á Íslandi, kemur fram að tengsl séu á milli minni menntunar og verri fjárhagsstöðu og lakari heilsu og lifnaðarhátta. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að á milli 28–45% krabbameinstilfella tengjast áhættuþáttum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Tóbak er stærsti áhættuþátturinn en annað í lifnaðarháttum, svo sem áfengisneysla, sólargeislun, hreyfingarleysi, ofþyngd og fleira hefur líka áhrif. Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af ójafnri stöðu fólks í tengslum við krabbamein og hefur í starfi sínu brugðist við með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árunum 2019 og 2020 stóð félagið fyrir tilraunaverkefni um gjaldfrjálsa skimun sem sýndi með ótvíræðum hvernig kostnaður getur verið hindrun fyrir þátttöku í skimun. Félagið hefur jafnt og þétt aukið við þjónustu sína á landsbyggðinni, í samstarfi við aðildarfélög sín og býður nú sjúklingum og aðstandendum reglubundið, ókeypis ráðgjöf fagfólks á fjórum stöðum á landsbyggðinni til viðbótar við Reykjavík. Að auki býðst öllum ráðgjöf í síma og í gegnum tölvu. Fólki sem búsett er á landsbyggðinni og þarf að sækja meðferð eða rannsóknir í Reykjavík býðst dvöl í íbúðum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar félagsins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að komast á milli staða. Rannsóknir félagsins varpa í æ meira mæli ljósi á ójöfnuð í tengslum við krabbamein. Þátttaka í starfi aðildarfélaga um allt land er fólki að kostnaðarlausu og mörg félaganna styðja við félagsmenn sína með endurgreiðslu kostnaðar, til dæmis vegna dvalar fjarri heimili. Ójöfnuður birtist með margvíslegum hætti í tengslum við krabbamein. Sem dæmi má nefna að huga þarf sérstaklega að stöðu fólks af erlendum uppruna, sem getur verið viðkvæm af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna tungumálaörðugleika, minna tengslanets og þekkingar á samfélaginu og kerfinu og tryggja upplýsingar og þjónustu við hæfi. Í nýrri rannsókn Krabbameinsfélagsins eru vísbendingar um minni þátttöku kvenna af erlendum uppruna í skimun en annarra kvenna. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við pólskumælandi fólk að undanförnu með félagsráðgjöf á pólsku, sérstökum reykleysisnámskeiðum og fræðsluefni sem verður brátt aðgengilegt á pólsku á heimasíðu félagsins. Hjá félaginu er starfandi sérstakur stuðningshópur fyrir konur af erlendum uppruna. Búseta hefur margvísleg áhrif. Sumir þurfa til dæmis að ferðast um langan veg til að fá viðeigandi krabbameinsmeðferð og geta oft ekki haft aðstandanda með sér vegna annmarka á endurgreiðslu ferðakostnaðar fylgdarmanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks. Í sambandi við krabbamein standa ekki allir jafnt að vígi. Forsenda þess að draga úr ójöfnuði er að viðurkenna að hann er til staðar. Nauðsynlegt er að að hugsa stórt og vinna að því að allir standi jafnt í tengslum við krabbamein, hvort sem er í forvarnarstarfi, greiningu og meðferð. Íslensk krabbameinsáætlun er þar mikilvægt verkfæri sem nú er lag að taka upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun