Hverfakórar í Reykjavík – aukum aðgengi barna að tónlistarnámi Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Kórar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Tónlistarnám Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun