Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 07:58 Dóra hér á 109 ára afmælisdaginn. Hún fylgdist ávallt vel með þjóðmálunum og þótti í lagi að eldast, svo lengi sem hún gæti lesið Moggann. Vísir/Arnar Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918.
Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira