Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin fannst með kafbáti í Þingvallavatni í gærkvöldi. vísir/vilhelm Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. „Það er ljóst að það er tímafrekt og ákaflega flókið verkefni fram undan,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Flugvélin fannst klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi rétt eftir að flestir viðbragðsaðilar höfðu lokið störfum og frestað leitinni til morguns. Séraðgerðasveit ákvað að halda aðeins áfram að leita með kafbátnum og fundu vélina síðan á 50 metra dýpi í sunnanverðum hluta Þingvallavatns. Oddur segir veðurskilyrði afar slæm til aðgerða á svæðinu. „Þau eru alls ekki góð og alveg ljóst að menn byrja ekki á öðru í dag en undirbúningi.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsóknin verði ekki unnin í fjölmiðlum Leit hófst af flugvélinni um hádegisbil á fimmtudag en um borð í henni voru flugmaður auk þriggja ferðamanna í skipulögðu útsýnisflugi. Ekki liggur fyrir hvað fór þar úrskeiðis og vill Oddur ekkert segja um möguleg tildrög slyssins að svo stöddu. „Við gefum ekkert upp annað en að rannsóknin er bara í gangi og hún verður ekki unnin í fjölmiðlum.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur alfarið tekið við málinu af Landhelgisgæslunni eftir að vélin fannst. Allir viðbragðsaðilar sem komið hafa að málinu funda í hádeginu um næstu skref og hvernig hægt verði að sækja vélina. „Lögreglumenn, starfsmenn gæslunnar og þeir sem að þessu koma byrjuðu að fara yfir gögnin í gær og eru að vinna úr þeim og leggja þau fyrir okkur í hádeginu. Þá verða ákvarðanir um næstu skref tekin,“ segir Oddur. Þau verða kynnt eftir fundinn. „Það er full ástæða til að þakka öllum sem að þessu komu; björgunarsveitarmönnum, sjálfboðaliðum á flugvélum og öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var hópur af fólki sem lagði björgunarliðum til húsnæði og það var bara einstakt að verða vitni að svona samheldni í samfélaginu,“ segir Oddur. Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Það er ljóst að það er tímafrekt og ákaflega flókið verkefni fram undan,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Flugvélin fannst klukkan rúmlega tíu í gærkvöldi rétt eftir að flestir viðbragðsaðilar höfðu lokið störfum og frestað leitinni til morguns. Séraðgerðasveit ákvað að halda aðeins áfram að leita með kafbátnum og fundu vélina síðan á 50 metra dýpi í sunnanverðum hluta Þingvallavatns. Oddur segir veðurskilyrði afar slæm til aðgerða á svæðinu. „Þau eru alls ekki góð og alveg ljóst að menn byrja ekki á öðru í dag en undirbúningi.“ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rannsóknin verði ekki unnin í fjölmiðlum Leit hófst af flugvélinni um hádegisbil á fimmtudag en um borð í henni voru flugmaður auk þriggja ferðamanna í skipulögðu útsýnisflugi. Ekki liggur fyrir hvað fór þar úrskeiðis og vill Oddur ekkert segja um möguleg tildrög slyssins að svo stöddu. „Við gefum ekkert upp annað en að rannsóknin er bara í gangi og hún verður ekki unnin í fjölmiðlum.“ Lögreglan á Suðurlandi hefur alfarið tekið við málinu af Landhelgisgæslunni eftir að vélin fannst. Allir viðbragðsaðilar sem komið hafa að málinu funda í hádeginu um næstu skref og hvernig hægt verði að sækja vélina. „Lögreglumenn, starfsmenn gæslunnar og þeir sem að þessu koma byrjuðu að fara yfir gögnin í gær og eru að vinna úr þeim og leggja þau fyrir okkur í hádeginu. Þá verða ákvarðanir um næstu skref tekin,“ segir Oddur. Þau verða kynnt eftir fundinn. „Það er full ástæða til að þakka öllum sem að þessu komu; björgunarsveitarmönnum, sjálfboðaliðum á flugvélum og öllum sem lögðu hönd á plóginn. Það var hópur af fólki sem lagði björgunarliðum til húsnæði og það var bara einstakt að verða vitni að svona samheldni í samfélaginu,“ segir Oddur.
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira