Innlent

Met­fjöldi greindist með Co­vid í gær

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá sýnatökuaðstöðunni við Suðurlandsbraut.
Frá sýnatökuaðstöðunni við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm

Aldrei hafa fleiri greinst með Covid-19 hér á landi en í gær, eða 1.856.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Fyrra met var 1.569 greindir á einum degi, 26. janúar síðastliðinn.

Fyrr í dag var greint frá því að kona á sjötugsaldri hefði látist úr Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítala í gær. Nú liggja 21 inni á spítalanum með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Annar þeirra er í öndunarvél.

Covid.is, upplýsingavefur Almannavarna og Landlæknis um stöðu faraldursins hér á landi, er ekki uppfærður um helgar. Nýjustu tölfræðiupplýsingar verða því aðgengilega þar á mánudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×