Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 13:45 Frá leitinni við Þingvallavatn í gær. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að vinnu á vettvangi hafi lokið í nótt. Í kjölfarið hafi verið unnið úr gögnum sem lögð voru fyrir á fundi aðgerðastjórnar sem fram fór í hádeginu. „Fram að þessu hefur Landhelgisgæsla Íslands haft stjórnun aðgerða með höndum í samræmi við ákvæði reglugerðar um leit og björgun en nú þegar slysstaður er þekktur færist forræði máls yfir á hendur Lögreglunnar á Suðurlandi. Aðgerðin, og stjórnun hennar, fram til þessa hefur gengið afar vel og samstarf milli eininga og umdæma verið með eindæmum auðvelt. Stór þáttur í því er sá lærdómur sem Íslendingar hafa öðlast á notkun fjarfundabúnaðar á margnefndum Covid tímum og hefur hann auðveldað alla skipulagningu og samskipti á þessari umfangsmiklu aðgerð,“ segir í tilkynningunni. Þá er komið á framfæri einlægum þökkum stjórnenda til björgunarsveita og viðbragðsaðila, sjálfboðaliða og einstaklinga sem buðu fram aðstoð sína í formi leitar úr lofti og vatni, fæði og gistiaðstöðu eða hverju öðru sem boðið var fram. Það séu einstök verðmæti sem felist í samheldninni sem aðgerðin hafi leitt í ljóst. Aðgerðin flókin og hættuleg Nú sé hins vegar fram undan tæknilega flókin aðgerð við að ná flakinu og fólkinu sem var í vélinni upp á yfirborðið. „Sú vinna fer fram samhliða rannsókn slyssins sem er í höndum rannsóknardeildar Lögreglunnar á Suðurlandi og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Tæknileg úrlausn hennar verður í höndum Landhelgisgæslu og sérsveitar ríkislögreglustjóra sem munu kalla til þá aðila sem til þarf. Næstu dagar verða nýttir til undirbúnings þess verkefnis og fyrir liggur að til þess að það gangi vel fyrir sig þarf að vera veðurgluggi sem varir a.m.k. í tvo sólarhringa.“ Þá fylgi aðgerðinni umtalsverðar hættur fyrir björgunarlið og því skipti miklu að hún sé vel undirbúin. Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að vinnu á vettvangi hafi lokið í nótt. Í kjölfarið hafi verið unnið úr gögnum sem lögð voru fyrir á fundi aðgerðastjórnar sem fram fór í hádeginu. „Fram að þessu hefur Landhelgisgæsla Íslands haft stjórnun aðgerða með höndum í samræmi við ákvæði reglugerðar um leit og björgun en nú þegar slysstaður er þekktur færist forræði máls yfir á hendur Lögreglunnar á Suðurlandi. Aðgerðin, og stjórnun hennar, fram til þessa hefur gengið afar vel og samstarf milli eininga og umdæma verið með eindæmum auðvelt. Stór þáttur í því er sá lærdómur sem Íslendingar hafa öðlast á notkun fjarfundabúnaðar á margnefndum Covid tímum og hefur hann auðveldað alla skipulagningu og samskipti á þessari umfangsmiklu aðgerð,“ segir í tilkynningunni. Þá er komið á framfæri einlægum þökkum stjórnenda til björgunarsveita og viðbragðsaðila, sjálfboðaliða og einstaklinga sem buðu fram aðstoð sína í formi leitar úr lofti og vatni, fæði og gistiaðstöðu eða hverju öðru sem boðið var fram. Það séu einstök verðmæti sem felist í samheldninni sem aðgerðin hafi leitt í ljóst. Aðgerðin flókin og hættuleg Nú sé hins vegar fram undan tæknilega flókin aðgerð við að ná flakinu og fólkinu sem var í vélinni upp á yfirborðið. „Sú vinna fer fram samhliða rannsókn slyssins sem er í höndum rannsóknardeildar Lögreglunnar á Suðurlandi og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Tæknileg úrlausn hennar verður í höndum Landhelgisgæslu og sérsveitar ríkislögreglustjóra sem munu kalla til þá aðila sem til þarf. Næstu dagar verða nýttir til undirbúnings þess verkefnis og fyrir liggur að til þess að það gangi vel fyrir sig þarf að vera veðurgluggi sem varir a.m.k. í tvo sólarhringa.“ Þá fylgi aðgerðinni umtalsverðar hættur fyrir björgunarlið og því skipti miklu að hún sé vel undirbúin.
Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41
Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14