Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 13:45 Frá leitinni við Þingvallavatn í gær. Vísir/Vilhelm Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að vinnu á vettvangi hafi lokið í nótt. Í kjölfarið hafi verið unnið úr gögnum sem lögð voru fyrir á fundi aðgerðastjórnar sem fram fór í hádeginu. „Fram að þessu hefur Landhelgisgæsla Íslands haft stjórnun aðgerða með höndum í samræmi við ákvæði reglugerðar um leit og björgun en nú þegar slysstaður er þekktur færist forræði máls yfir á hendur Lögreglunnar á Suðurlandi. Aðgerðin, og stjórnun hennar, fram til þessa hefur gengið afar vel og samstarf milli eininga og umdæma verið með eindæmum auðvelt. Stór þáttur í því er sá lærdómur sem Íslendingar hafa öðlast á notkun fjarfundabúnaðar á margnefndum Covid tímum og hefur hann auðveldað alla skipulagningu og samskipti á þessari umfangsmiklu aðgerð,“ segir í tilkynningunni. Þá er komið á framfæri einlægum þökkum stjórnenda til björgunarsveita og viðbragðsaðila, sjálfboðaliða og einstaklinga sem buðu fram aðstoð sína í formi leitar úr lofti og vatni, fæði og gistiaðstöðu eða hverju öðru sem boðið var fram. Það séu einstök verðmæti sem felist í samheldninni sem aðgerðin hafi leitt í ljóst. Aðgerðin flókin og hættuleg Nú sé hins vegar fram undan tæknilega flókin aðgerð við að ná flakinu og fólkinu sem var í vélinni upp á yfirborðið. „Sú vinna fer fram samhliða rannsókn slyssins sem er í höndum rannsóknardeildar Lögreglunnar á Suðurlandi og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Tæknileg úrlausn hennar verður í höndum Landhelgisgæslu og sérsveitar ríkislögreglustjóra sem munu kalla til þá aðila sem til þarf. Næstu dagar verða nýttir til undirbúnings þess verkefnis og fyrir liggur að til þess að það gangi vel fyrir sig þarf að vera veðurgluggi sem varir a.m.k. í tvo sólarhringa.“ Þá fylgi aðgerðinni umtalsverðar hættur fyrir björgunarlið og því skipti miklu að hún sé vel undirbúin. Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að vinnu á vettvangi hafi lokið í nótt. Í kjölfarið hafi verið unnið úr gögnum sem lögð voru fyrir á fundi aðgerðastjórnar sem fram fór í hádeginu. „Fram að þessu hefur Landhelgisgæsla Íslands haft stjórnun aðgerða með höndum í samræmi við ákvæði reglugerðar um leit og björgun en nú þegar slysstaður er þekktur færist forræði máls yfir á hendur Lögreglunnar á Suðurlandi. Aðgerðin, og stjórnun hennar, fram til þessa hefur gengið afar vel og samstarf milli eininga og umdæma verið með eindæmum auðvelt. Stór þáttur í því er sá lærdómur sem Íslendingar hafa öðlast á notkun fjarfundabúnaðar á margnefndum Covid tímum og hefur hann auðveldað alla skipulagningu og samskipti á þessari umfangsmiklu aðgerð,“ segir í tilkynningunni. Þá er komið á framfæri einlægum þökkum stjórnenda til björgunarsveita og viðbragðsaðila, sjálfboðaliða og einstaklinga sem buðu fram aðstoð sína í formi leitar úr lofti og vatni, fæði og gistiaðstöðu eða hverju öðru sem boðið var fram. Það séu einstök verðmæti sem felist í samheldninni sem aðgerðin hafi leitt í ljóst. Aðgerðin flókin og hættuleg Nú sé hins vegar fram undan tæknilega flókin aðgerð við að ná flakinu og fólkinu sem var í vélinni upp á yfirborðið. „Sú vinna fer fram samhliða rannsókn slyssins sem er í höndum rannsóknardeildar Lögreglunnar á Suðurlandi og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Tæknileg úrlausn hennar verður í höndum Landhelgisgæslu og sérsveitar ríkislögreglustjóra sem munu kalla til þá aðila sem til þarf. Næstu dagar verða nýttir til undirbúnings þess verkefnis og fyrir liggur að til þess að það gangi vel fyrir sig þarf að vera veðurgluggi sem varir a.m.k. í tvo sólarhringa.“ Þá fylgi aðgerðinni umtalsverðar hættur fyrir björgunarlið og því skipti miklu að hún sé vel undirbúin.
Fréttir af flugi Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41 Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Veðurskilyrði slæm og flugvélin verður ekki sótt í dag Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættulegt fyrir kafara að komast að og veðurskilyrði slæm næstu daga. 5. febrúar 2022 10:41
Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 5. febrúar 2022 01:14
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent