Appelsínugul viðvörun fyrir landið allt og líkur á rauðri fyrir borgina Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 15:25 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. vísir/egill Appelsínugul veðurviðvörun hefur nú verið gefin út fyrir landið allt á aðfaranótt mánudags. Óvenjulega slæmt veður er í kortunum, að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir. Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Mótmæla brottvísun Oscars Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir.
Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Mótmæla brottvísun Oscars Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira