Appelsínugul viðvörun fyrir landið allt og líkur á rauðri fyrir borgina Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 15:25 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. vísir/egill Appelsínugul veðurviðvörun hefur nú verið gefin út fyrir landið allt á aðfaranótt mánudags. Óvenjulega slæmt veður er í kortunum, að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Mæðgurnar svöruðu engu Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Trump staðfestir Epstein-lögin Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Mæðgurnar svöruðu engu Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Trump staðfestir Epstein-lögin Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira