Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 01:55 Reikna má með miklu hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu en rauð viðvörun gildir frá fjögur í nótt til átta um morguninn. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. Upplýsingarnar að neðan miðast við tilkynningar að kvöldi sunnudagsins 6. febrúar. Skólahald liggur víða niðri Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir ekki til staðar, þá mun færð spillast og er mikilvægt að fólk haldi sig heima meðan verið er að ryðja vegi og fólk fylgist vel með upplýsingum, en það er tímafrekt að ryðja húsgötur. Skólar verða opnir fyrir börn þeirra foreldra sem þurfa nauðsynlega að komast til vinnu.Vísir/Vilhelm Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Röskun er á skólastarfi á fleiri stöðum um allt land og má gjarnan finna upplýsingar um það á vefsíðum sveitarfélaga. Einnig kemur það í hlut skólastjórnenda að tilkynna forráðamönnum um stöðu mála. Strætó fellir niður morgunferðir Öllum morgunferðum hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni hefur verið aflýst. Má búast við að Strætó á höfuðborgarsvæðinu geti hafið akstur á ný í fyrsta lagi í kringum 10:00. Allar ákvarðanir um akstur verða háðar veðri og færðar á vegum. Eru viðskiptavinir hvattir til að fylgjast með tilkynningum inn á heimasíðu Strætó eða á Twitter reikningi Strætó. Morgunvagnar Strætó fá að sofa út á meðan versta veðrið stendur yfir.Vísir/Vilhelm Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins bendir á að þegar veðrinu slotar þá er viðbúið að samgöngur verði enn í ólestri vegna ófærðar og töluverðan tíma tekur að ryðja allar húsagötur í umdæminu. Aðgerðarstjórn hvetur fólk sem ætlar að ferðast innan höfuðborgarsvæðisins til þess að nýta sér almenningssamgöngur svo aðstæður í umferðinni verði ekki of þungar og tefji för snjóruðningstækja. Neyðarskýli opin en akstur fatlaðs fólks fellur niður Allur morgunakstur Pant, sem sinnir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldri borgara, fellur niður. Því er ljóst að einstaklingar sem nýta þjónustuna komast ekki til sinna starfa í fyrramálið. Viðbúið er að seinkun verði á matarsendingum frá mötuneyti velferðarsviðs á Vitatorgi. Allir munu þó fá matinn heim og reynt verður eftir bestu getu að takmarka seinkunina. Gistiskýlið Granda verður opið.Vísir/Baldur Hrafnkell Dagdvölin Þorrasel og dagdvölin Vitatorgi verða lokaðar. Þá fellur félagsstarf í félagsmiðstöðvum velferðarsviðs niður fyrir hádegi. Neyðarskýli sem Reykjavíkurborg rekur, Konukot, gistiskýlið á Lindargötu og neyðarskýlið á Granda, verða öll opin. Þetta er í samræmi við neyðaráætlun málaflokks heimilislausra vegna veðurs sem hefur verið virkjuð. Miklar truflanir á starfsemi Landspítala Búist er við miklum truflunum á reglulegri starfsemi Landspítala. Tæplega áttatíu starfsmenn gista á spítalanum í nótt vegna veðursins. Gert er ráð fyrir að það starfsfólk sem ekki þarf nauðsynlega að koma til starfa í fyrramálið sinni störfum sínum heima og/eða bíði eftir að veður lægi. Allir bókaðir tímar á Landspítalanum falla niður.Vísir/Vilhelm Engin dag- og göngudeildarþjónusta verður á Landspítala á morgun og fá sjúklingar úthlutað nýjum tímum. Allir bókaðir tímar verða því felldir niður á morgun, mánudag. Bókaðir tímar á heilsugæslu falla niður Viðbúið er að erfitt verði fyrir starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og skjólstæðinga að komast ferða sinna vegna veðurs. Allar heilsugæslustöðvar opna til að sinna bráðaerindum kl 8:00. Bókaðir tímar falla niður allan daginn. Haft verður samband til að leysa erindi og bjóða nýja tíma ef þarf og mun heilsugæslan leggja sig fram um að leysa það sem best. Ekki er gert ráð fyrir að opið verði í sýnatökur á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Vilhelm Heimahjúkrun sinnir þeim vitjunum sem ekki geta beðið. Viðbúið er að einhver seinkun verði. Engar bólusetningar verða í Laugardalshöll. Ekki er gert ráð fyrir að sýnataka á Suðurlandsbraut 34 verði opin. Aðrar starfsstöðvar verða lokaðar og það starfsfólk sem það getur vinnur heima. Vonast er til að starfsemi verði með venjubundnum hætti á þriðjudag. Gæti orðið rafmagnslaust Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á afhendingu rafmagns, bæði í dreifikerfi RARIK og landskerfinu (flutningskerfi Landsnets). RARIK er í viðbragðsstöðu til að bregðast við hugsanlegum bilunum á dreifikerfinu. Endurnýjun loftlínudreifikerfisins með jarðstrengjum hefur verið langstærsta verkefni RARIK frá árinu 1992 og eru 70% kerfisins nú þegar komin í jörð. Sá hluti kerfisins sem er enn í loftlínum, er um 30% og er hann viðkvæmur fyrir þeim veðuráhrifum sem spáð er næstu daga og verður því vaktaður sérstaklega. Rafmagnsstaurar gætu brotnað í óveðrinu eins og gerst hefur í fyrri fárviðrum.Vísir/Egill Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður enda símarnir orkufrekir. Minnum einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. RARIK sendir út upplýsingar í SMS skilaboðum til þeirra viðskiptavina sem verða rafmagnslausir. Þeir sem eru í netsambandi geta fylgst með stöðu mála í rafdreifikerfinu í kortasjá á forsíðu www.rarik.is. RARIK starfrækir bilanavakt allan sólarhringinn: Bilanavakt Vesturlandi: 528 9390 Bilanavakt Norðurlandi.: 528 9690 Bilanavakt Austurlandi: 528 9790 Bilanavakt Suðurlandi: 528 9890 Vísir tekur fagnandi öllum ábendingum, myndum eða myndböndum á ritstjorn@visir.is. Veður Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Upplýsingarnar að neðan miðast við tilkynningar að kvöldi sunnudagsins 6. febrúar. Skólahald liggur víða niðri Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun mánudag sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Þó svo veður verði skaplegt á morgun og veðurviðvaranir ekki til staðar, þá mun færð spillast og er mikilvægt að fólk haldi sig heima meðan verið er að ryðja vegi og fólk fylgist vel með upplýsingum, en það er tímafrekt að ryðja húsgötur. Skólar verða opnir fyrir börn þeirra foreldra sem þurfa nauðsynlega að komast til vinnu.Vísir/Vilhelm Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður en leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda – það er fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Röskun er á skólastarfi á fleiri stöðum um allt land og má gjarnan finna upplýsingar um það á vefsíðum sveitarfélaga. Einnig kemur það í hlut skólastjórnenda að tilkynna forráðamönnum um stöðu mála. Strætó fellir niður morgunferðir Öllum morgunferðum hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni hefur verið aflýst. Má búast við að Strætó á höfuðborgarsvæðinu geti hafið akstur á ný í fyrsta lagi í kringum 10:00. Allar ákvarðanir um akstur verða háðar veðri og færðar á vegum. Eru viðskiptavinir hvattir til að fylgjast með tilkynningum inn á heimasíðu Strætó eða á Twitter reikningi Strætó. Morgunvagnar Strætó fá að sofa út á meðan versta veðrið stendur yfir.Vísir/Vilhelm Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins bendir á að þegar veðrinu slotar þá er viðbúið að samgöngur verði enn í ólestri vegna ófærðar og töluverðan tíma tekur að ryðja allar húsagötur í umdæminu. Aðgerðarstjórn hvetur fólk sem ætlar að ferðast innan höfuðborgarsvæðisins til þess að nýta sér almenningssamgöngur svo aðstæður í umferðinni verði ekki of þungar og tefji för snjóruðningstækja. Neyðarskýli opin en akstur fatlaðs fólks fellur niður Allur morgunakstur Pant, sem sinnir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og eldri borgara, fellur niður. Því er ljóst að einstaklingar sem nýta þjónustuna komast ekki til sinna starfa í fyrramálið. Viðbúið er að seinkun verði á matarsendingum frá mötuneyti velferðarsviðs á Vitatorgi. Allir munu þó fá matinn heim og reynt verður eftir bestu getu að takmarka seinkunina. Gistiskýlið Granda verður opið.Vísir/Baldur Hrafnkell Dagdvölin Þorrasel og dagdvölin Vitatorgi verða lokaðar. Þá fellur félagsstarf í félagsmiðstöðvum velferðarsviðs niður fyrir hádegi. Neyðarskýli sem Reykjavíkurborg rekur, Konukot, gistiskýlið á Lindargötu og neyðarskýlið á Granda, verða öll opin. Þetta er í samræmi við neyðaráætlun málaflokks heimilislausra vegna veðurs sem hefur verið virkjuð. Miklar truflanir á starfsemi Landspítala Búist er við miklum truflunum á reglulegri starfsemi Landspítala. Tæplega áttatíu starfsmenn gista á spítalanum í nótt vegna veðursins. Gert er ráð fyrir að það starfsfólk sem ekki þarf nauðsynlega að koma til starfa í fyrramálið sinni störfum sínum heima og/eða bíði eftir að veður lægi. Allir bókaðir tímar á Landspítalanum falla niður.Vísir/Vilhelm Engin dag- og göngudeildarþjónusta verður á Landspítala á morgun og fá sjúklingar úthlutað nýjum tímum. Allir bókaðir tímar verða því felldir niður á morgun, mánudag. Bókaðir tímar á heilsugæslu falla niður Viðbúið er að erfitt verði fyrir starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og skjólstæðinga að komast ferða sinna vegna veðurs. Allar heilsugæslustöðvar opna til að sinna bráðaerindum kl 8:00. Bókaðir tímar falla niður allan daginn. Haft verður samband til að leysa erindi og bjóða nýja tíma ef þarf og mun heilsugæslan leggja sig fram um að leysa það sem best. Ekki er gert ráð fyrir að opið verði í sýnatökur á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Vilhelm Heimahjúkrun sinnir þeim vitjunum sem ekki geta beðið. Viðbúið er að einhver seinkun verði. Engar bólusetningar verða í Laugardalshöll. Ekki er gert ráð fyrir að sýnataka á Suðurlandsbraut 34 verði opin. Aðrar starfsstöðvar verða lokaðar og það starfsfólk sem það getur vinnur heima. Vonast er til að starfsemi verði með venjubundnum hætti á þriðjudag. Gæti orðið rafmagnslaust Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á afhendingu rafmagns, bæði í dreifikerfi RARIK og landskerfinu (flutningskerfi Landsnets). RARIK er í viðbragðsstöðu til að bregðast við hugsanlegum bilunum á dreifikerfinu. Endurnýjun loftlínudreifikerfisins með jarðstrengjum hefur verið langstærsta verkefni RARIK frá árinu 1992 og eru 70% kerfisins nú þegar komin í jörð. Sá hluti kerfisins sem er enn í loftlínum, er um 30% og er hann viðkvæmur fyrir þeim veðuráhrifum sem spáð er næstu daga og verður því vaktaður sérstaklega. Rafmagnsstaurar gætu brotnað í óveðrinu eins og gerst hefur í fyrri fárviðrum.Vísir/Egill Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður enda símarnir orkufrekir. Minnum einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. RARIK sendir út upplýsingar í SMS skilaboðum til þeirra viðskiptavina sem verða rafmagnslausir. Þeir sem eru í netsambandi geta fylgst með stöðu mála í rafdreifikerfinu í kortasjá á forsíðu www.rarik.is. RARIK starfrækir bilanavakt allan sólarhringinn: Bilanavakt Vesturlandi: 528 9390 Bilanavakt Norðurlandi.: 528 9690 Bilanavakt Austurlandi: 528 9790 Bilanavakt Suðurlandi: 528 9890 Vísir tekur fagnandi öllum ábendingum, myndum eða myndböndum á ritstjorn@visir.is.
Veður Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira