N1 Rafmagn endurgreiðir viðskiptavinum fyrir mismun á taxta frá upphafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 09:31 N1 Rafmagn hefur ákveðið að endurgreiða viðskiptavinum mismun á auglýstum taxta og þrautavarataxta frá upphafi. Vísir/Rakel Ósk N1 Rafmagn hefur ákveðið að endurgreiða viðskiptavinum, sem komu til félagsins í gegn um þrautavaraleið stjórnvalda, þann mismun sem var á auglýstum taxta og þrautavarataxta frá upphafi. Stjórnendur N1 hafa verið gagnrýndir fyrir að rukka fólk, sem kom í viðskipti í gegn um áðurnefnda þrautavaraleið, mun hærri taxta en fyrirtækið hefur auglýst og boðið öðrum viðskiptavinum. Fyrirtækið tilkynnti í janúar að það hygðist breyta til og selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022 auk þess sem viðskiptavinir fyrirtækisins fengju endurgreiddan mismun á uppgefnum taxta og þrautavarataxta frá 1. nóvember síðastliðnum. Nú hefur þó verið ákveðið að endurgreiða mismuninn frá upphafi. Þegar hafði verið tilkynnt að endurgreitt yrði fyrir mismuninn á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. desember 2021 en nú munu viðskiptavinir fá endurgreiðslu fyrir tímabilið 1. mars til 31 október 2021. Fram kemur í tilkynningu frá N1 að heildarupphæðin geti numið allt að 40 milljónum króna. „Það hefur verið ósk N1 Rafmagns að finna sanngjarna niðurstöðu í máli félagsins sem söluaðili til þrautavara, hratt og örugglega. Leitað var til Orkustofnunar, sem hefur umsjón og eftirlit með þrautavaraleiðinni, um leiðsögn hvað það varðar,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem Orkustofnun hefur ekki enn birt félaginu niðurstöður sínar eða gefið svör við þeim spurningum sem lúta að stöðu N1 Rafmagns sem orkusali til þrautavara, þykir nauðsynlegt að koma til móts við þrautavaraviðskiptavini félagsins eins fljótt og kostur er með endurgreiðslu á uppgefnu tímabili.“ Kalla eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur Þá segir að allir viðskiptavinir sem komi í gegn um þrautavaraleið muni færast á lægsta taxta félagsins hér eftir. N1 Rafmagn var fyrsta sölufyrirtækið til að sinna hlutverki orkusala til þrautavaraleiðar stjórnvalda. Í tilkynningunni segir að frá byrjun hafi reynst erfitt að átta sig á umfangi og kostnaði sem fylgdi því að afla orku fyrir þennan hóp viðskiptavina og því hafi þurft að kaupa dýrari raforku á skammtímamarkaði til að mæta eftirspurninni. Í mars 2021 hfi félagið brugðið á það ráð að hækka þrautavarataxta í samræmi við verð á skammtímamarkaði og túlkun N1 Rafmgans á reglugerð um sölufyrirtæki til þrautavara. „Frá því að N1 Rafmagn var fyrst valið sölufyrirtæki til þrautavara, hefur meðalverð á skammtímamarkaði hækkað um 75%. Frjáls raforkumarkaður fyrir neytendur er enn að mótast eins og ljóst er af því að íslenskir neytendur skipta síður um raforkufyrirtæki en neytendur í löndum sem við berum okkur saman við,“ er haft eftir Hinriki Erni Bjarnasyni, framkvæmdastjóra N1 í tilkynningunni. Hann segir fyrirtækið hafa gert mistök, sem það axli ábyrgð á og muni læra af. Þá kallar N1 eftir því frá stjórnvöldum að reglugerð varðandi þrautavaraleið verði skýrð enn frekar og endurskoðuð sem fyrst með það að markmiði að fleiri neytendur velji sér orkusala sjálfir með upplýstari og gagnsærri hætti en nú er og mistök sem þessi endurtaki sig ekki. Orkumál Neytendur Verðlag Tengdar fréttir N1 Rafmagn biðst velvirðingar og endurgreiðir viðskiptavinum N1 Rafmagn hefur ákveðið að selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022, hvort sem viðskiptavinir hafi skráð sig sjálfir í viðskipti eða komið í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. 20. janúar 2022 18:20 Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. 20. janúar 2022 14:31 Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. 19. janúar 2022 22:47 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Stjórnendur N1 hafa verið gagnrýndir fyrir að rukka fólk, sem kom í viðskipti í gegn um áðurnefnda þrautavaraleið, mun hærri taxta en fyrirtækið hefur auglýst og boðið öðrum viðskiptavinum. Fyrirtækið tilkynnti í janúar að það hygðist breyta til og selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022 auk þess sem viðskiptavinir fyrirtækisins fengju endurgreiddan mismun á uppgefnum taxta og þrautavarataxta frá 1. nóvember síðastliðnum. Nú hefur þó verið ákveðið að endurgreiða mismuninn frá upphafi. Þegar hafði verið tilkynnt að endurgreitt yrði fyrir mismuninn á tímabilinu 1. nóvember 2021 til 31. desember 2021 en nú munu viðskiptavinir fá endurgreiðslu fyrir tímabilið 1. mars til 31 október 2021. Fram kemur í tilkynningu frá N1 að heildarupphæðin geti numið allt að 40 milljónum króna. „Það hefur verið ósk N1 Rafmagns að finna sanngjarna niðurstöðu í máli félagsins sem söluaðili til þrautavara, hratt og örugglega. Leitað var til Orkustofnunar, sem hefur umsjón og eftirlit með þrautavaraleiðinni, um leiðsögn hvað það varðar,“ segir í tilkynningunni. „Þar sem Orkustofnun hefur ekki enn birt félaginu niðurstöður sínar eða gefið svör við þeim spurningum sem lúta að stöðu N1 Rafmagns sem orkusali til þrautavara, þykir nauðsynlegt að koma til móts við þrautavaraviðskiptavini félagsins eins fljótt og kostur er með endurgreiðslu á uppgefnu tímabili.“ Kalla eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur Þá segir að allir viðskiptavinir sem komi í gegn um þrautavaraleið muni færast á lægsta taxta félagsins hér eftir. N1 Rafmagn var fyrsta sölufyrirtækið til að sinna hlutverki orkusala til þrautavaraleiðar stjórnvalda. Í tilkynningunni segir að frá byrjun hafi reynst erfitt að átta sig á umfangi og kostnaði sem fylgdi því að afla orku fyrir þennan hóp viðskiptavina og því hafi þurft að kaupa dýrari raforku á skammtímamarkaði til að mæta eftirspurninni. Í mars 2021 hfi félagið brugðið á það ráð að hækka þrautavarataxta í samræmi við verð á skammtímamarkaði og túlkun N1 Rafmgans á reglugerð um sölufyrirtæki til þrautavara. „Frá því að N1 Rafmagn var fyrst valið sölufyrirtæki til þrautavara, hefur meðalverð á skammtímamarkaði hækkað um 75%. Frjáls raforkumarkaður fyrir neytendur er enn að mótast eins og ljóst er af því að íslenskir neytendur skipta síður um raforkufyrirtæki en neytendur í löndum sem við berum okkur saman við,“ er haft eftir Hinriki Erni Bjarnasyni, framkvæmdastjóra N1 í tilkynningunni. Hann segir fyrirtækið hafa gert mistök, sem það axli ábyrgð á og muni læra af. Þá kallar N1 eftir því frá stjórnvöldum að reglugerð varðandi þrautavaraleið verði skýrð enn frekar og endurskoðuð sem fyrst með það að markmiði að fleiri neytendur velji sér orkusala sjálfir með upplýstari og gagnsærri hætti en nú er og mistök sem þessi endurtaki sig ekki.
Orkumál Neytendur Verðlag Tengdar fréttir N1 Rafmagn biðst velvirðingar og endurgreiðir viðskiptavinum N1 Rafmagn hefur ákveðið að selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022, hvort sem viðskiptavinir hafi skráð sig sjálfir í viðskipti eða komið í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. 20. janúar 2022 18:20 Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. 20. janúar 2022 14:31 Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. 19. janúar 2022 22:47 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og endurgreiðir viðskiptavinum N1 Rafmagn hefur ákveðið að selja alla raforku á sama verðtaxta til heimila frá og með 1. janúar 2022, hvort sem viðskiptavinir hafi skráð sig sjálfir í viðskipti eða komið í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda. 20. janúar 2022 18:20
Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar. 20. janúar 2022 14:31
Með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala Orkustofnun er nú með til skoðunar kvartanir vegna meintra blekkinga raforkusala. Samkeppnisaðilar eru ósáttir við að eitt fyrirtæki fái þúsundir viðskiptavina á fölskum forsendum. 19. janúar 2022 22:47