Eva skorar á Kára og Björn Inga að fara í mál við Eddu Falak Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2022 12:47 Eva segir dylgjur erfiðar viðfangs í réttarkerfinu en hún telur þó að Björn Ingi og Kári, sem hafa verið nefndir sem hugsanlega sá ónefndi sem braut lög um vændi og Edda Falak auglýsti eftir sögum um, gætu farið í skaðabótamál vegna þess óræða áburðar. Eva Hauksdóttir lögmaður segir að menn sem verði fyrir óljósum ásökunum um kynferðisbrot verði að hætta að senda frá sér moðvolgar játningar. Þá verði löggjafinn og dómsstólar að fara að bregðast við ófremdarástandi vegna rógs á netinu. Eva ritaði grein sem birtist á Vísi og hefur hún vakið mikla athygli en hún heitir „Aðdróttanir og dylgjur — auglýst eftir kjaftasögum“ en þar fjallar hún um auglýsingu Eddu Falak hlaðvarpsstjóra sem leitaði eftir sögum af ónefndum manni. Hann á að hafa tjáð sig mikið um Covid og fíknivanda; hún sé að aðstoða konu sem „varð fyrir vændi“ og hún sé að leita að sögum sem styðji hennar frásögn. Einhverjum upplýsingum sem geti komið að gagni. „Það sem gerist þarna er að fljótlega kemur komment,“ segir Eva sem var í viðtali vegna greinar sinnar í Bíti Bylgjunnar í morgun. Athugasemd á þessu sem á að vera „lokaður“ 6.800 manna hópi: „Er þetta Björn Ingi [Hrafnsson]? Svarið er: Það eru allir sem eru að spyrja hvort þetta sé Björn Ingi, en nei, þetta er miklu stærri maður.“ Telur einkarefsimál vel koma til greina Eva rekur þá atburðarásina, fólk fari umsvifalaust að tengja þessa lýsingu við tiltekna menn. Kári Stefánsson hafi verið nefndur en svör við því af hálfu Eddu, hvort sá sé maðurinn eru ýmist þau að slá í og úr. En ljóst er að fáeinir menn séu undir. „Við erum með þröngan hóp manna sem þessi lýsing á við og gætu komið til greina sem afbrotamenn vegna þess að vændiskaup eru hegningarlagabrot. Þetta þýðir það að þegar Björn Ingi eða Kári, eða hver annar sem þessi lýsing gæti átt við, fara út í búð að kaupa kartöflur og sjái fólk viti þeir hvað það er að hugsa: Ahh, við vitum hvað þessi maður var að gera. Misnota fórnarlömb mansals og níðast á konum.“ Orðsporið sé skaðað, dylgjur sé erfitt að ná utan um með lögum en Eva telur engu að síður að vísbendingar í þessu séu nægjanlega skýrar til að þessir menn geti farið í einkarefsimál. „Ég held að kominn sé tími til að taka þessi mál alvarlega. Þegar verið er verið að dylgja og taka menn niður á netinu. Það eru herferðir sem beinast gegn tilteknum einstaklingum. Það þarf að fara að taka þetta alvarlega.“ Þeir sem verða fyrir ásökunum verði að taka sig taki Þá segir lögmaðurinn löngu tímabært að fólk á Alþingi geri eitthvað í málinu. Það þurfi að setja lög gegn þessu því sem Eva telur óhæfu. Menn geti ekki komið ósæmilega fram og búist við því að komast upp með það. En þessi svermur á netinu þar sem verið er að taka undir ásakanir sem ekki er vitað hvort nokkur fótur sé fyrir sé erfitt að búa við. „Getur ekki einhver sparkað í rassinn á þessum Alþingismönnum? Hvað eru menn að gera þarna niðri á þingi? Af hverju er enginn að spá í þetta og af hverju er þessi ofboðslega meðvirkni með þessari Metoo-hreyfingu? Stjórnmálamenn virðast ekki telja sig bera neina ábyrgð á því sem er að gerast.“ Eva telur líklegt að herferðir gegn mönnum og krafa um útskúfun hafi byrjað sem einskonar örvænting en hún hafi breyst yfir í hugsjónastríð, og þar megi allt. Auk þess sem miklir hagsmunir séu undir; fólk fái greitt fyrir það að standa í þessu hugsjónastríði frá hinu opinbera. „Þarna eru hagsmunir líka. Þetta er ekki bara að það séu bara örvænting vegna þess að kerfið sé svo hræðilegt.“ Eva segir þessar aðferðir ekki tækar í siðmenntuðu samfélagi. Það er engin málsmeðferð í boði fyrir menn sem verða fyrir ásökunum. Hún varar slíka við því að stíga fram með hálfvolgar játningar. Eva segist ekki viss um hvort eða hvernig er hægt að stoppa þetta en nauðsynlegt sé að setja lög gegn neteinelti. „Þeir sem verða fyrir ásökunum, hvort sem eitthvað er til í því eða ekkert. Menn eiga ekki að setja fram hálfvolgar játningar, yfirlýsingar um að þeir hafi kannski einhvern tíma gengið yfir einhver mörk einhvers. Ef þú ætlar að segja eitthvað, segðu þá söguna alla. Eða farðu í gegnum dómskerfið með það, farðu í ærumeiðingamál eða eitthvað slíkt. Þú getur valið að þegja. Þú getur valið. Eða segja allan sannleikann en ekki segja eitthvað smávegis sem gefur internetinu tækifæri til að smella.“ Dómstólar verði að taka þessum málum alvarlega Þessi mál séu erfið fyrir réttarkerfið og hafi alltaf verið en þetta sé ekki leiðin, að efna til herferða gegn mönnum á netinu. „Jú, það er erfitt að fara í meiðyrðamál. Vandamálið er aðallega það að það er svo dýrt og miskabætur eru lágar. Dómsstólar verða líka að fara að taka þetta alvarlega og dæma almennilegar miskabætur. Það er ekki nógu gott ef menn fara í miskabótamál vegna ærumeiðinga, vinni þau og sitji uppi með stórtap. Löggjafinn þarf að gera eitthvað, dómsstóla þurfa að gera eitthvað og þeir sem verða fyrir þessum ásökunum þurfa sjálfir að bregðast öðru vísi við en en skríða undir sæng, stinga svo hausnum undan og segja: Já, kannski hef ég einhvern tíma verið svolítið dónalegur.“ Eva bætir því við að svo, þegar við bætist að ríkir menn stígi fram og bjóðist til að borga brúsann og verið sé að stofna einhverja sjóði til að standa straum af kostnaði vegna hugsanlegs málareksturs þá leggist allt á eitt: „Þá hafa menn engu að tapa með að orga með kórnum.“ Alþingi MeToo Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sögur um meint vændisviðskipti trufla Kára ekki en börnum hans er ekki skemmt Kára Stefánssyni þykir einkennilegt að þurfi að sverja af viðskipti við vændiskonu en engu slíku sé til að dreifa. 4. febrúar 2022 13:18 Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Arnþór Jónsson vildi vita hvort Kári væri vændiskaupandinn sem Edda Falak hyggst fjalla um Mikið uppnám ríkir nú innan herbúða SÁÁ en Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar dró framboð sitt til formanns óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn fyrrverandi formanns samtakanna, Arnþórs Jónssonar, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. 3. febrúar 2022 18:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Eva ritaði grein sem birtist á Vísi og hefur hún vakið mikla athygli en hún heitir „Aðdróttanir og dylgjur — auglýst eftir kjaftasögum“ en þar fjallar hún um auglýsingu Eddu Falak hlaðvarpsstjóra sem leitaði eftir sögum af ónefndum manni. Hann á að hafa tjáð sig mikið um Covid og fíknivanda; hún sé að aðstoða konu sem „varð fyrir vændi“ og hún sé að leita að sögum sem styðji hennar frásögn. Einhverjum upplýsingum sem geti komið að gagni. „Það sem gerist þarna er að fljótlega kemur komment,“ segir Eva sem var í viðtali vegna greinar sinnar í Bíti Bylgjunnar í morgun. Athugasemd á þessu sem á að vera „lokaður“ 6.800 manna hópi: „Er þetta Björn Ingi [Hrafnsson]? Svarið er: Það eru allir sem eru að spyrja hvort þetta sé Björn Ingi, en nei, þetta er miklu stærri maður.“ Telur einkarefsimál vel koma til greina Eva rekur þá atburðarásina, fólk fari umsvifalaust að tengja þessa lýsingu við tiltekna menn. Kári Stefánsson hafi verið nefndur en svör við því af hálfu Eddu, hvort sá sé maðurinn eru ýmist þau að slá í og úr. En ljóst er að fáeinir menn séu undir. „Við erum með þröngan hóp manna sem þessi lýsing á við og gætu komið til greina sem afbrotamenn vegna þess að vændiskaup eru hegningarlagabrot. Þetta þýðir það að þegar Björn Ingi eða Kári, eða hver annar sem þessi lýsing gæti átt við, fara út í búð að kaupa kartöflur og sjái fólk viti þeir hvað það er að hugsa: Ahh, við vitum hvað þessi maður var að gera. Misnota fórnarlömb mansals og níðast á konum.“ Orðsporið sé skaðað, dylgjur sé erfitt að ná utan um með lögum en Eva telur engu að síður að vísbendingar í þessu séu nægjanlega skýrar til að þessir menn geti farið í einkarefsimál. „Ég held að kominn sé tími til að taka þessi mál alvarlega. Þegar verið er verið að dylgja og taka menn niður á netinu. Það eru herferðir sem beinast gegn tilteknum einstaklingum. Það þarf að fara að taka þetta alvarlega.“ Þeir sem verða fyrir ásökunum verði að taka sig taki Þá segir lögmaðurinn löngu tímabært að fólk á Alþingi geri eitthvað í málinu. Það þurfi að setja lög gegn þessu því sem Eva telur óhæfu. Menn geti ekki komið ósæmilega fram og búist við því að komast upp með það. En þessi svermur á netinu þar sem verið er að taka undir ásakanir sem ekki er vitað hvort nokkur fótur sé fyrir sé erfitt að búa við. „Getur ekki einhver sparkað í rassinn á þessum Alþingismönnum? Hvað eru menn að gera þarna niðri á þingi? Af hverju er enginn að spá í þetta og af hverju er þessi ofboðslega meðvirkni með þessari Metoo-hreyfingu? Stjórnmálamenn virðast ekki telja sig bera neina ábyrgð á því sem er að gerast.“ Eva telur líklegt að herferðir gegn mönnum og krafa um útskúfun hafi byrjað sem einskonar örvænting en hún hafi breyst yfir í hugsjónastríð, og þar megi allt. Auk þess sem miklir hagsmunir séu undir; fólk fái greitt fyrir það að standa í þessu hugsjónastríði frá hinu opinbera. „Þarna eru hagsmunir líka. Þetta er ekki bara að það séu bara örvænting vegna þess að kerfið sé svo hræðilegt.“ Eva segir þessar aðferðir ekki tækar í siðmenntuðu samfélagi. Það er engin málsmeðferð í boði fyrir menn sem verða fyrir ásökunum. Hún varar slíka við því að stíga fram með hálfvolgar játningar. Eva segist ekki viss um hvort eða hvernig er hægt að stoppa þetta en nauðsynlegt sé að setja lög gegn neteinelti. „Þeir sem verða fyrir ásökunum, hvort sem eitthvað er til í því eða ekkert. Menn eiga ekki að setja fram hálfvolgar játningar, yfirlýsingar um að þeir hafi kannski einhvern tíma gengið yfir einhver mörk einhvers. Ef þú ætlar að segja eitthvað, segðu þá söguna alla. Eða farðu í gegnum dómskerfið með það, farðu í ærumeiðingamál eða eitthvað slíkt. Þú getur valið að þegja. Þú getur valið. Eða segja allan sannleikann en ekki segja eitthvað smávegis sem gefur internetinu tækifæri til að smella.“ Dómstólar verði að taka þessum málum alvarlega Þessi mál séu erfið fyrir réttarkerfið og hafi alltaf verið en þetta sé ekki leiðin, að efna til herferða gegn mönnum á netinu. „Jú, það er erfitt að fara í meiðyrðamál. Vandamálið er aðallega það að það er svo dýrt og miskabætur eru lágar. Dómsstólar verða líka að fara að taka þetta alvarlega og dæma almennilegar miskabætur. Það er ekki nógu gott ef menn fara í miskabótamál vegna ærumeiðinga, vinni þau og sitji uppi með stórtap. Löggjafinn þarf að gera eitthvað, dómsstóla þurfa að gera eitthvað og þeir sem verða fyrir þessum ásökunum þurfa sjálfir að bregðast öðru vísi við en en skríða undir sæng, stinga svo hausnum undan og segja: Já, kannski hef ég einhvern tíma verið svolítið dónalegur.“ Eva bætir því við að svo, þegar við bætist að ríkir menn stígi fram og bjóðist til að borga brúsann og verið sé að stofna einhverja sjóði til að standa straum af kostnaði vegna hugsanlegs málareksturs þá leggist allt á eitt: „Þá hafa menn engu að tapa með að orga með kórnum.“
Alþingi MeToo Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sögur um meint vændisviðskipti trufla Kára ekki en börnum hans er ekki skemmt Kára Stefánssyni þykir einkennilegt að þurfi að sverja af viðskipti við vændiskonu en engu slíku sé til að dreifa. 4. febrúar 2022 13:18 Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Arnþór Jónsson vildi vita hvort Kári væri vændiskaupandinn sem Edda Falak hyggst fjalla um Mikið uppnám ríkir nú innan herbúða SÁÁ en Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar dró framboð sitt til formanns óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn fyrrverandi formanns samtakanna, Arnþórs Jónssonar, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. 3. febrúar 2022 18:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sögur um meint vændisviðskipti trufla Kára ekki en börnum hans er ekki skemmt Kára Stefánssyni þykir einkennilegt að þurfi að sverja af viðskipti við vændiskonu en engu slíku sé til að dreifa. 4. febrúar 2022 13:18
Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21
Arnþór Jónsson vildi vita hvort Kári væri vændiskaupandinn sem Edda Falak hyggst fjalla um Mikið uppnám ríkir nú innan herbúða SÁÁ en Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar dró framboð sitt til formanns óvænt til baka. Eftir því sem Vísir kemst næst var það óvenjuleg fyrirspurn fyrrverandi formanns samtakanna, Arnþórs Jónssonar, sem leiddi til þeirrar ákvörðunar. 3. febrúar 2022 18:18