Álftamýri / Bólstaðarhlíð Birkir Ingibjartsson skrifar 8. febrúar 2022 07:30 Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Reykjavík Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar