Álftamýri / Bólstaðarhlíð Birkir Ingibjartsson skrifar 8. febrúar 2022 07:30 Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Reykjavík Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun