Fátt nýtt í fámennu ráðuneyti Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar