„Ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til ráðherra á næstu dögum. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun ekki leggja til að öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt nú í vikunni en boðar þó tillögur að afléttingum í minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum, fyrr en áætlað var. Hann metur stöðu faraldursins nokkuð góða. 1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira