Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2022 23:53 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. AP/Jacquelyn Martin Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. Þar er um að ræða þau Liz Cheney og Adam Kinzinger en bæði hafa verið mjög gagnrýnina á Donald Trump, fyrrverandi forseta. Hann og bandamenn hans innan flokksins hafa beitt sér af nokkurri hörku gegn þingmönnunum tveimur. Landsnefnd Repúblikanaflokksins ávítti þingmennina á síðastliðin föstudag vegna aðkomu þeirrar að rannsókninni. Í ályktun nefndarinnar segir að þau taki þátt í aðför Demókrata að hefðbundnum borgurum sem hefðu „tekið þátt í lögmætri pólitískri umræðu“. Vert er að taka fram að þann 6. janúar 2021 ruddi stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sér leið í gegnum tálma lögreglunnar við þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Fimm létu lífið þennan dag og í kjölfar hans og tugir lögregluþjóna særðust í átökum við múginn. Þegar McConnell var spurður út í ályktun Landsnefndarinnar sagði hann ekki rétt að meðlimir hennar ættu að beita sér gegn stökum þingmönnum flokksins sem hafa ekki sama sjónarmið og meirihlutinn. Hann sagðist þó bera fullt traust til Ronnu McDaniel, formanns Landsnefndarinnar, samkvæmt frétt Washington Post. Nokkrir aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins slógu á svipaða strengi í dag og þar á meðal Susan Collins, frá Maine, sem sagði „fáránlegt“ að kalla það sem gerðist þennan dag sem „lögmæta pólitíska umræðu“. Sjá einnig: Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Repúblikanar í öldungadeildinni komu í fyrra í veg fyrir að stofnuð yrði óháð nefnd sem ætti að rannsaka árásina á þinghúsið eftir að 35 þingmenn flokksins greiddu atkvæði með frumvarpi þar að lútandi í fulltrúadeildinni. Þá sagði McConnell meðal annars að fella ætti frumvarpið í öldungadeildinni því Demókratar gætu notað rannsóknina og árásina til að herja á Repúblikana í komandi kosningum. Undir miklu álagi Eins og áður segir hafa bandamenn Trumps innan Repúblikanaflokksins beitt sér harkalega gegn Cheney og Kinzinger. Sá síðarnefndi hefur ákveðið að hætta á þingi eftir núverandi kjörtímabil en hann segist ætla að halda áfram að berjast gegn Trump og áhrifum hans á flokkinn. Cheney er að bjóða sig aftur fram í kosningunum í nóvember á þessu ári en Trump hefur lýst yfir stuðningi við mótframbjóðenda hennar. Hún er frá Wyoming en forsvarsmenn Repúblikanaflokksins þar samþykktu í fyrra ályktun um að hún væri ekki lengur viðurkennd sem Repúblikani. Þegar fréttakona ABC News reyndi að spyrja Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, að því í kvöld hvað honum þætti um að kalla árásina á þinghúsið lögmæta pólitíska umræðu, vildi hann ekki svara. Við það gekk hann hratt á brott. I tried to ask @GOPLeader about the RNC s resolution describing Jan. 6 as legitimate political discourse He told me to make an appointment with his office insisting it s not good to answer questions in hallways. pic.twitter.com/yaL8opl6Pf— Rachel Scott (@rachelvscott) February 8, 2022 Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þar er um að ræða þau Liz Cheney og Adam Kinzinger en bæði hafa verið mjög gagnrýnina á Donald Trump, fyrrverandi forseta. Hann og bandamenn hans innan flokksins hafa beitt sér af nokkurri hörku gegn þingmönnunum tveimur. Landsnefnd Repúblikanaflokksins ávítti þingmennina á síðastliðin föstudag vegna aðkomu þeirrar að rannsókninni. Í ályktun nefndarinnar segir að þau taki þátt í aðför Demókrata að hefðbundnum borgurum sem hefðu „tekið þátt í lögmætri pólitískri umræðu“. Vert er að taka fram að þann 6. janúar 2021 ruddi stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sér leið í gegnum tálma lögreglunnar við þinghúsið og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Fimm létu lífið þennan dag og í kjölfar hans og tugir lögregluþjóna særðust í átökum við múginn. Þegar McConnell var spurður út í ályktun Landsnefndarinnar sagði hann ekki rétt að meðlimir hennar ættu að beita sér gegn stökum þingmönnum flokksins sem hafa ekki sama sjónarmið og meirihlutinn. Hann sagðist þó bera fullt traust til Ronnu McDaniel, formanns Landsnefndarinnar, samkvæmt frétt Washington Post. Nokkrir aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins slógu á svipaða strengi í dag og þar á meðal Susan Collins, frá Maine, sem sagði „fáránlegt“ að kalla það sem gerðist þennan dag sem „lögmæta pólitíska umræðu“. Sjá einnig: Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Repúblikanar í öldungadeildinni komu í fyrra í veg fyrir að stofnuð yrði óháð nefnd sem ætti að rannsaka árásina á þinghúsið eftir að 35 þingmenn flokksins greiddu atkvæði með frumvarpi þar að lútandi í fulltrúadeildinni. Þá sagði McConnell meðal annars að fella ætti frumvarpið í öldungadeildinni því Demókratar gætu notað rannsóknina og árásina til að herja á Repúblikana í komandi kosningum. Undir miklu álagi Eins og áður segir hafa bandamenn Trumps innan Repúblikanaflokksins beitt sér harkalega gegn Cheney og Kinzinger. Sá síðarnefndi hefur ákveðið að hætta á þingi eftir núverandi kjörtímabil en hann segist ætla að halda áfram að berjast gegn Trump og áhrifum hans á flokkinn. Cheney er að bjóða sig aftur fram í kosningunum í nóvember á þessu ári en Trump hefur lýst yfir stuðningi við mótframbjóðenda hennar. Hún er frá Wyoming en forsvarsmenn Repúblikanaflokksins þar samþykktu í fyrra ályktun um að hún væri ekki lengur viðurkennd sem Repúblikani. Þegar fréttakona ABC News reyndi að spyrja Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, að því í kvöld hvað honum þætti um að kalla árásina á þinghúsið lögmæta pólitíska umræðu, vildi hann ekki svara. Við það gekk hann hratt á brott. I tried to ask @GOPLeader about the RNC s resolution describing Jan. 6 as legitimate political discourse He told me to make an appointment with his office insisting it s not good to answer questions in hallways. pic.twitter.com/yaL8opl6Pf— Rachel Scott (@rachelvscott) February 8, 2022
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00
Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01
Pláss að losna í Hæstarétti Bandaríkjanna fyrir Biden að skipa í Hæstaréttardómarinn Stephen Breyer stefnir á að hætta störfum við Hæstarétt Bandaríkjanna í sumar. Þar með mun skapast pláss í Hæstarétti sem Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skipa í. 26. janúar 2022 17:51
Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48
„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59
Kallaði McConnell heimskan tíkarson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, jós úr skálum reiði sinnar yfir Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um helgina. Það gerði Trump í ræðu á ráðstefnu íhaldsmanna í sveitaklúbbi hans í Flórída á laugardagskvöldið. 12. apríl 2021 11:35