Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 9. febrúar 2022 16:36 Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Egill Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir. Um sextán kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins taka þátt í verkefninu á morgun ásamt fólki frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða flókna og umfangsmikla aðgerð en lík farþeganna sem fórust um borð í flugvélinni TF-ABB eru nú á minnst 35 metra dýpi og flugvélaflakið á tæplega 50 metra dýpi. Um er að ræða einu umfangsmestu aðgerð sem lögreglan á Suðurlandi hefur átt aðkomu að.Vísir/Egill „Veðrið er ekki búið að leika við okkur síðan þetta gerðist. Það er búið að vera allt fullt af snjó hérna og við höfum verið að hreinsa og sandbera brekkurnar þannig að það sé hægt að koma bátum og öðru hættulaust að vatninu,“ segir Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður eru stödd við Þingvallavatn. Klippa: Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi um aðgerðir við Þingvallavatn Unnið er að því að setja upp þrjú tjöld upp við vatnið, hvert þeirra 38 fermetrar að stærð, rafstöðvar, lendingarstað fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar og afþrýstiklefa fyrir kafara. Fréttastofa ræddi við vakthafandi veðurfræðing sem sagði að veðurútlitið fyrir morgundaginn væri ágætt við vatnið en þó afar kalt. Fyrir hádegi á að vera ágætis veðurgluggi en um hádegisbil sé von á snjómuggu. Rúnar segir að þunnur ís nái nú langt út á vatnið sem gæti mögulega verið til trafala á morgun. Stórvirkar vinnuvélar eru að störfum við vatnið.Vísir/Egill Hvað áætlið þið að aðgerðin taki langan tíma? „Það fer náttúrlega allt eftir veðri og hvernig þetta gengur en vonandi næst þetta fyrir helgi. Annars er veðurglugginn örlítið lengri, það á að vera gott hérna á laugardaginn líka en það er kuldinn sem skiptir máli, að það verði ekki ís eða of mikið hröngl á vatninu,“ segir Rúnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Lögreglumál Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. 9. febrúar 2022 11:07 Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37 Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Um sextán kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins taka þátt í verkefninu á morgun ásamt fólki frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og lögreglunni á Suðurlandi. Um er að ræða flókna og umfangsmikla aðgerð en lík farþeganna sem fórust um borð í flugvélinni TF-ABB eru nú á minnst 35 metra dýpi og flugvélaflakið á tæplega 50 metra dýpi. Um er að ræða einu umfangsmestu aðgerð sem lögreglan á Suðurlandi hefur átt aðkomu að.Vísir/Egill „Veðrið er ekki búið að leika við okkur síðan þetta gerðist. Það er búið að vera allt fullt af snjó hérna og við höfum verið að hreinsa og sandbera brekkurnar þannig að það sé hægt að koma bátum og öðru hættulaust að vatninu,“ segir Rúnar Steingrímsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður eru stödd við Þingvallavatn. Klippa: Rúnar Steingrímsson lögreglufulltrúi um aðgerðir við Þingvallavatn Unnið er að því að setja upp þrjú tjöld upp við vatnið, hvert þeirra 38 fermetrar að stærð, rafstöðvar, lendingarstað fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar og afþrýstiklefa fyrir kafara. Fréttastofa ræddi við vakthafandi veðurfræðing sem sagði að veðurútlitið fyrir morgundaginn væri ágætt við vatnið en þó afar kalt. Fyrir hádegi á að vera ágætis veðurgluggi en um hádegisbil sé von á snjómuggu. Rúnar segir að þunnur ís nái nú langt út á vatnið sem gæti mögulega verið til trafala á morgun. Stórvirkar vinnuvélar eru að störfum við vatnið.Vísir/Egill Hvað áætlið þið að aðgerðin taki langan tíma? „Það fer náttúrlega allt eftir veðri og hvernig þetta gengur en vonandi næst þetta fyrir helgi. Annars er veðurglugginn örlítið lengri, það á að vera gott hérna á laugardaginn líka en það er kuldinn sem skiptir máli, að það verði ekki ís eða of mikið hröngl á vatninu,“ segir Rúnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Lögreglumál Slökkvilið Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. 9. febrúar 2022 11:07 Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37 Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Íslandsferðin var efst á óskalista eins þeirra sem lést Íslandsferð Hollendingsins Tim Alings, eins af þeim sem lést í flugslysinu við Þingvallavatn í síðustu viku, var efst á óskalista hans yfir hluti til að gera. Belginn Nicola Bellavia, sem lést einnig, talaði við sambýliskonu sína í síma rétt fyrir flugtak. 9. febrúar 2022 11:07
Freista þess að koma öllum nauðsynlegum búnaði að vatninu Til stendur að ryðja aðstöðuplan við Ölfusvatnsvík og slóða að planinu nú fyrir hádegi, til að koma búnaði á staðinn sem verður notaður til að heimta flugvélina sem fórst á fimmtudag og farþegana sem voru innanborðs upp úr Þingvallavatni. 9. febrúar 2022 06:37
Segir gríðarlega mikilvægt að komast sem fyrst að flugvélinni Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 7. febrúar 2022 20:16