Vaxtaverkir í leikskólamálum í Urriðaholti Vera Rut Ragnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:01 Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt skilgreiningu orðabókar þýðir „vaxtaverkur“ meðal annars stundarörðuleikar tengdir örri þróun. Um 70% íbúa í Urriðaholti eru undir fertugu og um 16% íbúa hverfisins eru börn á leikskólaaldri. Þess má geta að meðaltal leikskólabarna er almennt um 7% í sveitarfélögum. Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir tveimur leikskólum auk grunnskóla. Við skipulag Urriðaholts var ekki gert ráð fyrir jafn ungri íbúasamsetningu og úr varð, hvað þá svona mörgum leikskólabörnum. Þar spila fjölmargir þættir inn í en skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, lágir vextir og aðdráttarafl hverfisins hafa gert það að einum vinsælasta kosti síðustu ára. Fleiri börn á leikskóla en ætlað var 212 leikskólabörn eru í leikskóladeild Urriðaholtsskóla og ekki er hægt að taka við fleirum, enda leikskólinn ekki ætlaður nema 140 börnum á sex deildum. Stjórnendur skólans hafa unnið gott starf og reynt eftir fremsta megni að vinna lausnamiðað svo öllum líði vel. Þá hefur elstu börnum á leikskólanum verið komið fyrir í skólastofum grunnskólans, dóttir mín er á meðal þeirra barna. Aðstaðan sem leikskólabörn nota tímabundið verður ætluð frístund og tónment. Ekki þrengt að grunnskólabörnum Á grunnskólastigi Urriðaholsskóla eru 150 börn, elsti bekkurinn núna er 7. bekkur en verður 10. bekkur. Elstu börn skólans byrjuðu í 4. bekk og skólinn vex með þeim og því verða þau alltaf elsti bekkur skólans. Þar sem nemendur á grunnskólastigi eru ekki fleiri fleiri þrengir það ekki að grunnskólabörnum að leikskólinn fái tímabundið rými að láni til að mæta tímabundnum vexti. Það er mikilvægt að taka það fram að list- og verkgreinar eru kenndar í skólanum, ég las nýlega grein þar sem þar var sagt að svo væri ekki en mér finnst mikilvægt að leiðrétta. Ábyrgar framkvæmdir Bærinn fór ábyrgt í framkvæmdir í Urriðaholti og byggði hraða uppbyggingarinnar á fyrirliggjandi gögnum um líklega íbúasamsetningu miðað við fyrri uppbyggingu hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því um margt óvenjuleg staða sem upp hefur komið í Urriðaholtinu, enda fjöldi leikskólabarna langt umfram það sem nokkrar spár gerðu ráð fyrir. Við erum góðu vön og viljum það besta Hér í Garðabæ erum við góðu vön og viljum hafa það þannig áfram. Börn komast enn um 12 mánaða á leikskóla þó að það sé ekki endilega í hverfinu sem við búum í í fyrstu. Garðabær fór í það að byggja leikskólann Mánahvol, sem verður átta deilda leikskóli úr færanlegum einingum til að mæta þeirri tímabundnu þörf sem til staðar er í Urriðaholti meðal annars, en skólinn mun einnig nýtast þegar uppbygging hefst í Hnoðraholti á komandi árum. Til stendur að koma færanlegum einingum einnig fyrir á Holtsvegi á meðan leikskólin þar er í byggingu og börnin sem færu þangað myndu færast í varnalegt húsnæði þegar það er tilbúið. Það verður þó að nefna að húsnæði er ekki allt sem þarf til að reka leikskóla, stór hluti vandamála leikskólanna í landinu er mannekla og Garðabær er því ekki undanskilin. Nú þegar hefur verið farið í mikið markaðsátak til þess að laða að starfsfólk auk þess sem Garðabær hvetur starfsfólks leikskóla til náms og styður það. Hverfin eldast og breytast Ég minnist þess þegar ég var 6 ára í Flataskóla árið 1996, þá var húsnæði skólans sprungið og færanlegum húsum var komið fyrir á skólalóðinni. Fyrsta árið mitt í grunnskóla var ég í færanlegu húsnæði en í þá daga voru vaxtaverkirnir í Flataskóla. Byggt var við skólann til að mæta þeirri þörf en síðan þá hefur hverfið elst, foreldrar jafnaldra minna búa enn þá í grennd við skólann en við erum fullorðin og farin að heiman. Í dag eru færanlegu húsin farin og leikskóladeild komin í skólann þar sem barnafjöldi dróst saman. Til framtíðar má gera ráð fyrir að Flatirnar yngist upp aftur og Flataskóli verði aftur fullnýttur, en sú staða er einmitt uppi nú um stundir í Garðaskóla, þar sem nemendafjöldi hefur aftur náð miklum hæðum eftir að mikil fækkun varð þegar Álftanesskóli tók unglingadeild inn og 7. bekkur færðist aftur í hina hefðbundnu grunnskóla. Það er ekki sjálfgefið að allir innviðir séu komnir til á undan byggð, þó þess væri óskandi. Sem foreldri í Urriðaholtsskóla er ég þakklát því góða starfi sem þar á sér stað og þakklát einstaklega lausnamiðaðri hugsun skólastjórnenda. Höfundur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og ánægt foreldri í Urriðaholti.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar