Bjarni og félagar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og fóru inn í hléið með fjögurra marka forystu í stöðunni 14-10.
Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en að lokum voru það gestirnir sem höfðu betur 25-21.
Bjarni Ófeigur var sem áður segir markahæsti maður vallarins með sjö mörk fyrir Skövde, en liðið situr nú í öðru sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki, þremur stigum minna en topplið Savehof.