Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. febrúar 2022 23:30 Stefán Árni Pálsson og Guðjón Guðmundsson ræddu við landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í EM-þætti Seinni bylgjunnar í kvöld. Stöð 2 Sport Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. Stefán Árni Pálsson og Guðjón Guðmundsson, oftast kallaður Gaupi, settust niður með þjálfaranum í sérstökum EM-þætti Seinni bylgjunnar í dag og ræddu þessi mál. „Nú hlýtur þetta Guðmundur, að snúa svolítið að þér líka,“ sagði Gaupi. „Það ert þú sem segir já eða nei við HSÍ því ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir bjóði þér nýjan samning. Þannig að þetta er svolítið í þínum höndum. Hvað viltu sjá og hvað viltu gera? Treystirðu þér til þess að fara með liðið alla leið á næsta Heimsmeistaramóti?“ spurði Gaupi. Guðmundur var þó ekki alveg tilbúinn að svara þeirri spurningu fyrr en að sæti á HM væri tryggt, en sagðist þó vera spenntur fyrir komandi verkefni með Íslenska landsliðinu. „Ég bara vill ekki tala um HM fyrr en að við erum búnir að komast þangað inn. En ég auðvitað hlakka til að takast á við næsta verkefni,“ sagði Guðmundur. „Varðandi samninginn minn þá er það ekkert í mínum höndum þannig lagað. Þeir eru ekki búnir að bjóða mér samning þannig að ég hef ekkert um það að segja eins og staðan er í dag.“ Stefán Árni spurði Guðmund þá að því hvort að hann hefði áhuga á því að halda áfram með liðið. „Já, ég gæti vel hugsað mér það. Mér finnst liðið á mjög góðri leið,“ svaraði Guðmundur. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um áframhaldandi samning Guðmundar hefst eftir rétt tæpar tvær mínútur. Klippa: Guðmundur Guðmundsson í EM-þætti Seinni bylgjunnar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og Guðjón Guðmundsson, oftast kallaður Gaupi, settust niður með þjálfaranum í sérstökum EM-þætti Seinni bylgjunnar í dag og ræddu þessi mál. „Nú hlýtur þetta Guðmundur, að snúa svolítið að þér líka,“ sagði Gaupi. „Það ert þú sem segir já eða nei við HSÍ því ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir bjóði þér nýjan samning. Þannig að þetta er svolítið í þínum höndum. Hvað viltu sjá og hvað viltu gera? Treystirðu þér til þess að fara með liðið alla leið á næsta Heimsmeistaramóti?“ spurði Gaupi. Guðmundur var þó ekki alveg tilbúinn að svara þeirri spurningu fyrr en að sæti á HM væri tryggt, en sagðist þó vera spenntur fyrir komandi verkefni með Íslenska landsliðinu. „Ég bara vill ekki tala um HM fyrr en að við erum búnir að komast þangað inn. En ég auðvitað hlakka til að takast á við næsta verkefni,“ sagði Guðmundur. „Varðandi samninginn minn þá er það ekkert í mínum höndum þannig lagað. Þeir eru ekki búnir að bjóða mér samning þannig að ég hef ekkert um það að segja eins og staðan er í dag.“ Stefán Árni spurði Guðmund þá að því hvort að hann hefði áhuga á því að halda áfram með liðið. „Já, ég gæti vel hugsað mér það. Mér finnst liðið á mjög góðri leið,“ svaraði Guðmundur. Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um áframhaldandi samning Guðmundar hefst eftir rétt tæpar tvær mínútur. Klippa: Guðmundur Guðmundsson í EM-þætti Seinni bylgjunnar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira