Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2022 13:40 Notkun hraðprófa hefur minnkað til muna að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Þetta kemur fram í svari heilsugæslunnar við fyrirspurn Félags atvinnurekenda sem hefur gert athugasemdir við að HH hafi ítrekað keypt hraðpróf án þess að bjóða kaupin út. Fram kom um miðjan janúar að Sjúkratryggingar Íslands hafi verið búnar að greiða tæpar 900 milljónir vegna hraðprófa sem tekin voru hjá heilsugæslunni og einkaaðilum. Heilsugæslan segir að bein innkaup sín hafi verið gerð á grundvelli ákvæðis í lögum um opinber innkaup sem heimili samningskaup án opinberrar birtingar útboðsauglýsingar þegar innkaup eru „algerlega nauðsynleg vegna aðkallandi neyðarástands sem stafar af ófyrirsjáanlegum atburðum.“ Kveðst heilsugæslan því hafa fylgt meginreglum innkaupalaga við kaupin. Fram kemur í svari heilsugæslunnar að fyrstu innkaup á hraðprófum hafi farið fram í maí síðastliðnum í kjölfar breyttrar stefnu yfirvalda um notkun hraðprófa í stað PCR-prófa vegna brottfarar frá landinu. „Voru kaupin ákveðin á fjarfundi fulltrúa HH, Heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands þann 18. maí sl. Ákvörðun um kaupin var tekin á grundvelli verðupplýsinga er bárust í kjölfar verðfyrirspurnar HH til þeirra þriggja fyrirtækja sem á þeim tíma seldu hraðpróf sem samþykkt höfðu verið af heilbrigðisráðuneytinu en við matið var aðeins litið til nefstrokuprófa.“ Yfirlit yfir kaup heilsugæslunnar á hraðprófum.HH Þurftu að bregðast skjótt við aðgerðum stjórnvalda Í ágúst tóku heilbrigðisyfirvöld þá ákvörðun að hefja notkun hraðprófa innanlands í sóttvarnaskyni og þurfti heilsugæslan þá að bregðast skjótt við. „Sendi HH í lok ágúst verðfyrirspurn til þeirra sex fyrirtækja sem seldu hraðpróf sem á þeim tíma höfðu verið samþykkt af heilbrigðisráðuneytinu en um 300.000 stk. var að ræða sem afhenda skyldi um miðjan september. Bárust stofnuninni í kjölfarið verðupplýsingar frá sex fyrirtækjum um sjö tegundir hraðprófa. Var ákvörðun um kaup tekin á grundvelli þeirra upplýsinga og niðurstaðna Veirufræðideildar Landspítala um gæði.“ Að sögn HH hófst undirbúningur gagnvirks innkaupakerfis fyrir hraðpróf í september en þegar lagerstaða var komin undir hættumörk í lok síðasta árs var aftur farið í bein innkaup í nóvember, desember og síðast 6. janúar. Var ákvörðunin byggð á því mati að afhendingartíminn yrði um tvöfalt lengri ef ákveðið væri að auglýsa innkaupin. Byggt var á sömu upplýsingum og forsendum sem notaðar voru við kaupin í ágúst. Að mati HH er ekki þörf á frekari innkaupum á hraðprófum eins og stendur en staðan verður endurmetin í samræmi við þróun faraldurs og ákvarðanir stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16 Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8. febrúar 2022 22:16
Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. 15. janúar 2022 12:30