Ríkisstjórnin fundar um afléttingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2022 09:55 Ráðherra hefur talað þannig að ætla má að nokkrar vonir séu bundnar við töluverðar afléttingar. Vísir/Vilhelm Nú stendur yfir ríkisstjórnarfundur þar sem meðal annars er rætt um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. Fregna af fundinum er beðið með mikilli eftirvæntingu en sóttvarnalæknir skilaði nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra í gær. Vísir greindi frá því í gær að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra væru sammála um að það væri ekki tímabært að hætta einangrun þeirra sem greinast með Covid-19. Þórólfur vildi ekki, frekar en fyrri daginn, greina frá innihaldi minnisblaðsins áður en um það væri fjallað í ríkisstjórn en sagði tillögur sínar í stórum dráttum til samræmis við við þær afléttingar sem tilkynnt var að tækju gildi 24. febrúar næstkomandi. Willum hafði áður boðað að það skref yrði tekið tíu dögum fyrr en áætlað var. Uppfært: Ríkisstjórnarfundi er lokið. Þetta eru afléttingarnar sem voru samþykktar. Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Vísir greindi frá því í gær að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra væru sammála um að það væri ekki tímabært að hætta einangrun þeirra sem greinast með Covid-19. Þórólfur vildi ekki, frekar en fyrri daginn, greina frá innihaldi minnisblaðsins áður en um það væri fjallað í ríkisstjórn en sagði tillögur sínar í stórum dráttum til samræmis við við þær afléttingar sem tilkynnt var að tækju gildi 24. febrúar næstkomandi. Willum hafði áður boðað að það skref yrði tekið tíu dögum fyrr en áætlað var. Uppfært: Ríkisstjórnarfundi er lokið. Þetta eru afléttingarnar sem voru samþykktar. Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira