„Já, við erum að fara á Super Bowl – bróðir minn er að fara að spila“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2022 12:01 Teresa og Judah i flugvélinni á leiðinni á Super Bowl þar sem Johnny Hekker, bróðir Judah, er að fara að spila. Samsett/E.Stefán og Getty Eins og gefur að skilja þá ríkir mikil spenna fyrir Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, sem fer fram í Los Angeles á sunnudag. Á flugvellinum í Seattle mátti sjá þó nokkuð af áhugafólki um NFL, klætt fatnaði merktu sínu liði. Super Bowl vikan er í augum margra í Bandaríkjunum hápunktur íþróttaársins hér vestanhafs, jafnvel þótt þeirra lið hafi helst úr lestinni á leiðinni. Það kom mér því ekkert sérstaklega á óvart að sjá að mér hafði verið úthlutað sæti í flugvélinni frá Seattle til Los Angeles við hliðina á pari sem var skilmerkilega merkt Los Angeles Rams – öðru liðanna sem keppir til úrslita í ár. Rams mætir Cincinnati Bengals í leiknum á sunnudag. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Reyndi að fela hversu hissa ég var „Góðan daginn,“ sagði konan og brosti fyrir aftan grímuna. Ég heilsaði á móti og spurði hvort þau væru nokkuð á leiðinni á leikinn. Ég átti satt best að segja ekki von á því enda ekki á allra færi að verða sér út um miða á þennan risavaxna viðburð. „Jú, við erum að fara. En þú?“ Ég reyndi að fela hversu hissa ég var að fá þetta svar og svaraði spurningunni játandi. Ég sagði þeim að ég væri fjölmiðlamaður frá Íslandi og færi á leikinn í þeim tilgangi að fjalla um leikinn. Ég laumaði þó að þeim að ég væri líka stuðningsmaður Cincinnati Bengals. „Oh. En allt í góðu,“ sagði hún og brosti. „Við höldum með hinu liðinu. Ég heiti Teresa og þetta er Judah.“ En var ekki erfitt að fá miða á leikinn, spyr ég. „Bróðir minn er að fara að spila í leiknum,“ sagði Judah þá. „Við erum að fara allir bræðurnir og foreldrar okkar.“ Þetta voru upplýsingar sem ég reiknaði ekki með að fá í fangið. Hver er bróðir þinn, spurði ég og reyndi að sýna sömu stillingu og hann gerði. „Hann er sparkarinn (e. punter) í Rams,“ sagði hann. „Johnny Hekker heitir hann.“ Einn sá besti í sinni stöðu Johnny Hekker er einn besti leikmaður deilarinnar í sinni stöðu. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið deildarinnar og er að fara í Super Bowl í annað sinn á ferlinum. Hekker hefur átt magnaðan feril og er á sínu tíunda ári í deildinni – öll sem leikmaður Rams. Hann á nokkur met, þar á meðal lengsta spark í sögu Super Bowl. Það afrekaði hann fyrir þremur árum, er Rams tapaði fyrir New England Patriots. Þeir eru alls fimm bræðurnir í fjölskyldunni. Johnny er yngstur en „hann er stærstur af þeim öllum,“ bendir Teresa á. Judah er í miðjunni og spilaði sjálfur fótbolta (þennan evrópska sem við þekkjum öllu betur) á sínum yngri áður, bæði í háskóla og sem hálfatvinnumaður heima í Seattle. Judah sagði að hann hefði verið fínasti sparkari og hefði örugglega náð langt ef hann hefði helgað sig íþróttinni. En hann valdi fótboltann og nýtur þess nú að horfa á litla bróður spila. Ekki síst þar sem að hann er nú á leiðinni í Super Bowl öðru sinni á síðastliðnum fjórum tímabilum. View this post on Instagram A post shared by Johnny Hekker (@jhekk) Ekkert leyndarmál að þeir eru ekki stærstu stjörnurnar Það er ekkert leyndarmál að sparkarar eru ekki stærstu stjörnurnar í deildinni. En Hekker er stjarna meðal sparkaranna. Hann hefur ósjaldan verið notaður sem vopn í blekkingarkerfum. Í stað þess að sparka boltanum til hins liðsins, sem er hlutverk „pöntarans“, kemur hann andstæðingnum á óvörum með því að kasta boltanum á samherja, ná endurnýjun og koma sókninni aftur inn í leikinn. Hann á meira að segja snertimarkssendingu á ferilsskránni. Það var sannarlega óvænt en afar skemmtileg ánægja að kynnast þeim Teresu og Judah. Ég óskaði þeirra manni að sjálfsögðu góðs gengis. „Vonandi fær hann að pönta í hverri einustu sókn Rams,“ bætti ég við og brosti. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld klukkan 23.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00 og verður fjallað um leikinn næstu daga á miðlum Sýnar. NFL Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Á flugvellinum í Seattle mátti sjá þó nokkuð af áhugafólki um NFL, klætt fatnaði merktu sínu liði. Super Bowl vikan er í augum margra í Bandaríkjunum hápunktur íþróttaársins hér vestanhafs, jafnvel þótt þeirra lið hafi helst úr lestinni á leiðinni. Það kom mér því ekkert sérstaklega á óvart að sjá að mér hafði verið úthlutað sæti í flugvélinni frá Seattle til Los Angeles við hliðina á pari sem var skilmerkilega merkt Los Angeles Rams – öðru liðanna sem keppir til úrslita í ár. Rams mætir Cincinnati Bengals í leiknum á sunnudag. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Reyndi að fela hversu hissa ég var „Góðan daginn,“ sagði konan og brosti fyrir aftan grímuna. Ég heilsaði á móti og spurði hvort þau væru nokkuð á leiðinni á leikinn. Ég átti satt best að segja ekki von á því enda ekki á allra færi að verða sér út um miða á þennan risavaxna viðburð. „Jú, við erum að fara. En þú?“ Ég reyndi að fela hversu hissa ég var að fá þetta svar og svaraði spurningunni játandi. Ég sagði þeim að ég væri fjölmiðlamaður frá Íslandi og færi á leikinn í þeim tilgangi að fjalla um leikinn. Ég laumaði þó að þeim að ég væri líka stuðningsmaður Cincinnati Bengals. „Oh. En allt í góðu,“ sagði hún og brosti. „Við höldum með hinu liðinu. Ég heiti Teresa og þetta er Judah.“ En var ekki erfitt að fá miða á leikinn, spyr ég. „Bróðir minn er að fara að spila í leiknum,“ sagði Judah þá. „Við erum að fara allir bræðurnir og foreldrar okkar.“ Þetta voru upplýsingar sem ég reiknaði ekki með að fá í fangið. Hver er bróðir þinn, spurði ég og reyndi að sýna sömu stillingu og hann gerði. „Hann er sparkarinn (e. punter) í Rams,“ sagði hann. „Johnny Hekker heitir hann.“ Einn sá besti í sinni stöðu Johnny Hekker er einn besti leikmaður deilarinnar í sinni stöðu. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið deildarinnar og er að fara í Super Bowl í annað sinn á ferlinum. Hekker hefur átt magnaðan feril og er á sínu tíunda ári í deildinni – öll sem leikmaður Rams. Hann á nokkur met, þar á meðal lengsta spark í sögu Super Bowl. Það afrekaði hann fyrir þremur árum, er Rams tapaði fyrir New England Patriots. Þeir eru alls fimm bræðurnir í fjölskyldunni. Johnny er yngstur en „hann er stærstur af þeim öllum,“ bendir Teresa á. Judah er í miðjunni og spilaði sjálfur fótbolta (þennan evrópska sem við þekkjum öllu betur) á sínum yngri áður, bæði í háskóla og sem hálfatvinnumaður heima í Seattle. Judah sagði að hann hefði verið fínasti sparkari og hefði örugglega náð langt ef hann hefði helgað sig íþróttinni. En hann valdi fótboltann og nýtur þess nú að horfa á litla bróður spila. Ekki síst þar sem að hann er nú á leiðinni í Super Bowl öðru sinni á síðastliðnum fjórum tímabilum. View this post on Instagram A post shared by Johnny Hekker (@jhekk) Ekkert leyndarmál að þeir eru ekki stærstu stjörnurnar Það er ekkert leyndarmál að sparkarar eru ekki stærstu stjörnurnar í deildinni. En Hekker er stjarna meðal sparkaranna. Hann hefur ósjaldan verið notaður sem vopn í blekkingarkerfum. Í stað þess að sparka boltanum til hins liðsins, sem er hlutverk „pöntarans“, kemur hann andstæðingnum á óvörum með því að kasta boltanum á samherja, ná endurnýjun og koma sókninni aftur inn í leikinn. Hann á meira að segja snertimarkssendingu á ferilsskránni. Það var sannarlega óvænt en afar skemmtileg ánægja að kynnast þeim Teresu og Judah. Ég óskaði þeirra manni að sjálfsögðu góðs gengis. „Vonandi fær hann að pönta í hverri einustu sókn Rams,“ bætti ég við og brosti. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld klukkan 23.30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00 og verður fjallað um leikinn næstu daga á miðlum Sýnar.
NFL Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira