Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 11:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira