Vinnumarkaður í þroti Sólveig Anna Jónsdóttir og Sæþór Benjamín Randalsson skrifa 12. febrúar 2022 08:00 Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sú mynd sem dregin er upp af lífi fiskverkafólks í sjónvarpsþáttunum Verbúðin hefur rifjað upp þann veruleika var lengi við lýði. Öryggi á vinnustöðum og húsakostur fiskverkafólks var á þessum árum óásættanlegur. Sem betur fer er þetta ekki lengur svo fyrir þennan hóp, sem er fyrst og fremst baráttu verkafólks sjálfs að þakka. Þó er það svo að nákvæmlega jafn slæm, ef ekki verri, meðferð á verkafólki og lýst er í Verbúðinni hefur á síðustu árum fest sig í sessi þegar aðrir á hópar á vinnumarkaði eiga í hlut. Er þar um að ræða aðflutt verkafólk, til að mynda í þjónustustörfum tengdum ferðaiðnaðinum og hjá starfsmannaleigum í byggingargeiranum. Aðbúnaður þessa fólks er sannkallað verbúðarlíf, jafnvel þótt fólkið búi og vinni ekki á afskekktum eða fáförnum stöðum heldur innan marka höfuðborgarsvæðisins. Alþjóð fékk að sjá myndbandsupptökur af þeim húsakosti sem rúmenskt verkafólk sem flutt var inn til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Menn í vinnu fékk að búa við. Fjölda fólks var staflað í kojur í einu og sama rýminu, þar sem þau samnýttu jafnframt eldunaraðstöðu. Rúmenska verkafólkið hjá Mönnum í vinnu var þó ekki í uppgripa- eða árstíðabundinni vinnu, heldur voru sum þeirra í reglulegri dagvinnu, til dæmis hjá matvælafyrirtækinu Eldum rétt. Hvernig má það vera, að þrátt fyrir fjölda eftirlitsstofnana og margar reglugerðir sé ástandi svona? Svarið er einfalt: Hópar íslenskra atvinnurekenda, með samþykki valdastéttarinnar, hafa ákveðið að stofna nýjan, umfangsmikinn og arðvænlegan skugga-vinnumarkað erlends verkafólks þar sem reglum - hvorki skrifuðum né óskrifuðum – er einfaldlega ekki hlítt. Það er grafalvarlegur misskilningur að halda að hinn löglausi skugga-vinnumarkaður sé einangraður frá hinum löglega íslenska vinnumarkaði. Aðgangur vissra aðila að skugga-vinnuamarkaðinum gerir þeim kleift að stunda undirboð gagnvart þeim atvinnurekendum sem kjósa að starfa á löglega vinnumarkaðinum. Skuggavinnumarkaðurinn hefur því þau áhrif að grafa undan kjörum og aðstæðum alls verka og láglaunafólks. Reynslan sýnir að það að treysta á heiðursmannasamkomulög og þá veiku vernd sem núverandi lagaumhverfi veitir dugar ekki til. Efling hefur nú í mörg ár barist fyrir því að leiddar verði í lög heimildir til sekta eða refsinga vegna brota á kjarasamningum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gaf út vilyrði í tengslum við undirritun lífskjarasamninganna vorið 2018 um slík viðurlög. Af einhverjum ástæðum leyfði Ásmundur Einar Daðason þáverandi félagsmálaráðherra Samtökum atvinnulífsins að þvæla málinu út í eitt, þannig að engin árangur náðist. Að tala fjálglega um “vinnubrögð” í samskiptum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á meðan SA stendur í vegi fyrir úrlausn stórhættulegs bráðavanda nær ekki nokkurri átt. Það þarf án tafa og skilyrða að taka á lögleysu á vinnumarkaðnum áður en ástandið versnar enn. Tækifærið er núna, áður en allt fer aftur í sama farið þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Undir núverandi ástandi mun kreppa íslenska vinnumarkaðsmódelsins aðeins dýpka og versna. Hagsmunir og réttindi alls launafólks eru í húfi. Við ásamt félögum okkar á B-listanum til stjórnar Eflingar gerum það að kröfu okkar að brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði verði upprætt í eitt skipti fyrir öll, með heimildum í lögum eða kjarasamningum til harðra viðurlaga gegn brotum.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun