Offramboð á sóknarþenkjandi mönnum í Víkinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 09:00 Víkingar eru ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að sóknarsinnuðum leikmönnum. Vísir/Hulda Margrét Einhverstaðar stendur „sókn er besta vörnin“ og það virðist sem nokkur lið í efstu deild karla í knattspyrnu stefni á að fara eftir þeirri hugmyndafræði í sumar. Íslandsmeistarar Víkings eru þar á meðal. Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistarar síðasta haust hafa Víkingar ákveðið að blása í herlúðrana og stefna á að keyra mótherja sína í kaf á komandi tímabili, allavega ef tekið er mið af fjölda sóknarþenkjandi leikmanna hjá félaginu. Það er ekki eins og Víkingar hafi verið á flæðiskeri staddir þegar kom að fjölda leikmanna sem líður best á vallarhelmingi andstæðinganna síðasta sumar. Kristall Máni Ingason var færður framar á völlinn og blómstraði. Erlingur Agnarsson vaknaði heldur betur til lífsins, Nikolaj Hansen var allt í einu orðinn besti framherji landsins og Pablo Punyed var eins og herforingi á miðri miðju Víkingsliðsins. Þó Kwame Quee sé samningslaus og Halldór Jón Sigurður Þórðarson sé farinn til ÍBV eru Víkingar enn með þá Helga Guðjónsson, Loga Tómasson, Adam Ægi Pálsson og Axel Frey Harðarson í sínum röðum. Helgi Guðjónsson skoraði nokkur mikilvæg mörk á síðustu leiktíð.Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir allan þennan mannskap skoraði Víkingur „aðeins“ 38 mörk í 22 deildarleikjum sumarið 2021. Það gerir 1,7 mark að meðaltali í leik. Mest skoruðu Víkingar þrjú mörk í leik en það gerðist alls fimm sinnum. Aðeins Breiðablik skoraði fleiri mörk en Víkingur síðasta sumar en Arnar Gunnlaugsson hefur samt ákveðið að auka sóknarþunga liðsins og hefur að undanförnu sótt hvern sóknarþenkjandi leikmanninn á fætur öðrum. Davíð Örn Atlason er kominn aftur heim í Fossvoginn eftir stutta dvöl í Kópavogi. Birnir Snær Ingason kom úr efri byggðum Kópavogs, Arnór Borg Guðjohnsen kom frá Fylki og þá var Ari Sigurpálsson sóttur alla leið til Ítalíu. Miðvörðurinn Kyle Douglas McLagan slysaðist í Víkina en hann kemur frá Fram. Að honum undanskyldum hafa Víkingar aðeins sótt sóknarsinnaða leikmenn frá því að liðið tryggði sér tvöfaldan sigur síðasta sumar. Ofan á allt þetta þá var færeyski vængmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu á reynslu hjá Víkingum á dögunum. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, telur að Víkingar gætu þrátt fyrir allt samið við leikmanninn. Ef það fer svo yrði Víkingur hans fjórða lið hér á landi en Kaj Leo hefur leikið með FH, ÍBV og Val undanfarin ár. Það verður að teljast líklegt að allavega einn af áðurnefndum leikmönnum Víkingsliðsins hverfi á braut áður en Íslandsmótið hefst. Axel Freyr er líklegastur en hann lék með Kórdrengjum í Lengjudeildinni síðari hluta tímabilsins 2021. Þá verður að teljast líklegt að fleiri leikmenn yfirgefi liðið en Axel Freyr var til að mynda á láni hjá Kórdrengjum síðari hluta síðasta sumar. Ómögulegt að stilla upp líklegu byrjunarliði Víkingur varð bikarmeistari í þriðja sinn í sögu félagsins síðasta sumar.Vísir/Vilhelm Erfitt er að setja fingurinn á líklegt byrjunarlið Víkings í sumar en ef við horfum á leikmannahóp liðsins má reikna með að Ari Sigurpálsson berjist við Helga Guðjónsson og að sjálfsögðu Nikolaj Hansen um stöðu fremsta manns. Að því sögðu getur Arnór Borg einnig spilað þar og verður forvitnilegt að sjá hvort einhver grípi tækifærið ef Hansen verður ekki jafn heitur og síðasta sumar. Það verður erfitt fyrir Arnar að bekkja Kristal Mána, Pablo eða Erling en Birnir Snær er ekki mættur í Víkina til að sitja á bekknum. Logi Tómasson mun að öllum líkindum fá fleiri mínútur í vinstri bakverði þar sem Atli Barkarson er farinn í atvinnumennsku til Danmerkur. Ef Kaj Leo semur þá er ljóst að samkeppnin um stöður verður gríðarleg. Júlíus er nýr fyrirliði Víkinga.Vísir/Bára Dröfn Hvað varðar aðrar stöður á vellinum þá gæti verið að Pablo færi sig neðar á völlinn og verði í baráttunni við Júlíus Magnússon, fyrirliða liðsins, og Viktor Örlyg Andrason á miðri miðjunni. Ef við færum okkur enn aftar á völlinn er Víkingsliðið orðið heldur fáliðað. Logi er sem stendur eini örvfætti bakvörður liðsins. Halldór Smári Sigurðsson og Kyle McLagan verða að öllum líkindum í miðvarðarstöðunum og Tómas Guðmundsson þeim til halds og trausts. Sagan segir þó að Arnar Gunnlaugsson sé að leita að miðverði til að styrkja varnarlínu liðsins enn frekar. Ef Davíð Örn er heill heilsu mun hann berjast við Karl Friðleif Gunnarsson um stöðu hægri bakvarðar og að lokum mun Ingvar Jónsson eða Þórður Ingason standa í marki liðsins. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið Víkings eins og staðan er í dag en það gæti margt breyst áður en Íslandsmótið hefst. Líklegt byrjunarlið Víkings sumarið 2022. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistarar síðasta haust hafa Víkingar ákveðið að blása í herlúðrana og stefna á að keyra mótherja sína í kaf á komandi tímabili, allavega ef tekið er mið af fjölda sóknarþenkjandi leikmanna hjá félaginu. Það er ekki eins og Víkingar hafi verið á flæðiskeri staddir þegar kom að fjölda leikmanna sem líður best á vallarhelmingi andstæðinganna síðasta sumar. Kristall Máni Ingason var færður framar á völlinn og blómstraði. Erlingur Agnarsson vaknaði heldur betur til lífsins, Nikolaj Hansen var allt í einu orðinn besti framherji landsins og Pablo Punyed var eins og herforingi á miðri miðju Víkingsliðsins. Þó Kwame Quee sé samningslaus og Halldór Jón Sigurður Þórðarson sé farinn til ÍBV eru Víkingar enn með þá Helga Guðjónsson, Loga Tómasson, Adam Ægi Pálsson og Axel Frey Harðarson í sínum röðum. Helgi Guðjónsson skoraði nokkur mikilvæg mörk á síðustu leiktíð.Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir allan þennan mannskap skoraði Víkingur „aðeins“ 38 mörk í 22 deildarleikjum sumarið 2021. Það gerir 1,7 mark að meðaltali í leik. Mest skoruðu Víkingar þrjú mörk í leik en það gerðist alls fimm sinnum. Aðeins Breiðablik skoraði fleiri mörk en Víkingur síðasta sumar en Arnar Gunnlaugsson hefur samt ákveðið að auka sóknarþunga liðsins og hefur að undanförnu sótt hvern sóknarþenkjandi leikmanninn á fætur öðrum. Davíð Örn Atlason er kominn aftur heim í Fossvoginn eftir stutta dvöl í Kópavogi. Birnir Snær Ingason kom úr efri byggðum Kópavogs, Arnór Borg Guðjohnsen kom frá Fylki og þá var Ari Sigurpálsson sóttur alla leið til Ítalíu. Miðvörðurinn Kyle Douglas McLagan slysaðist í Víkina en hann kemur frá Fram. Að honum undanskyldum hafa Víkingar aðeins sótt sóknarsinnaða leikmenn frá því að liðið tryggði sér tvöfaldan sigur síðasta sumar. Ofan á allt þetta þá var færeyski vængmaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu á reynslu hjá Víkingum á dögunum. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, telur að Víkingar gætu þrátt fyrir allt samið við leikmanninn. Ef það fer svo yrði Víkingur hans fjórða lið hér á landi en Kaj Leo hefur leikið með FH, ÍBV og Val undanfarin ár. Það verður að teljast líklegt að allavega einn af áðurnefndum leikmönnum Víkingsliðsins hverfi á braut áður en Íslandsmótið hefst. Axel Freyr er líklegastur en hann lék með Kórdrengjum í Lengjudeildinni síðari hluta tímabilsins 2021. Þá verður að teljast líklegt að fleiri leikmenn yfirgefi liðið en Axel Freyr var til að mynda á láni hjá Kórdrengjum síðari hluta síðasta sumar. Ómögulegt að stilla upp líklegu byrjunarliði Víkingur varð bikarmeistari í þriðja sinn í sögu félagsins síðasta sumar.Vísir/Vilhelm Erfitt er að setja fingurinn á líklegt byrjunarlið Víkings í sumar en ef við horfum á leikmannahóp liðsins má reikna með að Ari Sigurpálsson berjist við Helga Guðjónsson og að sjálfsögðu Nikolaj Hansen um stöðu fremsta manns. Að því sögðu getur Arnór Borg einnig spilað þar og verður forvitnilegt að sjá hvort einhver grípi tækifærið ef Hansen verður ekki jafn heitur og síðasta sumar. Það verður erfitt fyrir Arnar að bekkja Kristal Mána, Pablo eða Erling en Birnir Snær er ekki mættur í Víkina til að sitja á bekknum. Logi Tómasson mun að öllum líkindum fá fleiri mínútur í vinstri bakverði þar sem Atli Barkarson er farinn í atvinnumennsku til Danmerkur. Ef Kaj Leo semur þá er ljóst að samkeppnin um stöður verður gríðarleg. Júlíus er nýr fyrirliði Víkinga.Vísir/Bára Dröfn Hvað varðar aðrar stöður á vellinum þá gæti verið að Pablo færi sig neðar á völlinn og verði í baráttunni við Júlíus Magnússon, fyrirliða liðsins, og Viktor Örlyg Andrason á miðri miðjunni. Ef við færum okkur enn aftar á völlinn er Víkingsliðið orðið heldur fáliðað. Logi er sem stendur eini örvfætti bakvörður liðsins. Halldór Smári Sigurðsson og Kyle McLagan verða að öllum líkindum í miðvarðarstöðunum og Tómas Guðmundsson þeim til halds og trausts. Sagan segir þó að Arnar Gunnlaugsson sé að leita að miðverði til að styrkja varnarlínu liðsins enn frekar. Ef Davíð Örn er heill heilsu mun hann berjast við Karl Friðleif Gunnarsson um stöðu hægri bakvarðar og að lokum mun Ingvar Jónsson eða Þórður Ingason standa í marki liðsins. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið Víkings eins og staðan er í dag en það gæti margt breyst áður en Íslandsmótið hefst. Líklegt byrjunarlið Víkings sumarið 2022.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira