Klifurfélag Reykjavíkur - 20 ára Hilmar Ingimundarson skrifar 12. febrúar 2022 21:31 Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins. Fimm einstaklingar hafa síðan leitt félagið í gegnum mikinn vöxt og uppbyggingarstarf (frekari upplýsingar um stjórn: https://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/stjorn/ ). En saga klifurs á sér lengri sögu hér á landi og er gaman að líta yfir farinn veg á tímamótum sem þessum og meta allt það sem hefur áunnist áður en lengra er haldið og hugað að framtíðinni. Klifur hefur þróast mjög mikið undanfarna áratugi. Í hugum margra er klifur lífsstíll og getur tekið á sig mörg form. Það er hægt að stunda klifur innandyra, á þar til gerðum veggjum með festum til að líkja sem mest eftir fjölbreytileika náttúrunnar eða utandyra í klettum og fjalllendi. Það er stundað allan ársins hring þar sem klifrað er í klettum, ís eða snjó. Allt eftir áhuga, metnaði og dirfsku viðkomandi. Klifur er einstaklingsíþrótt en oftast stunduð í hóp, og skiptir félagskapurinn oft á tíðum meira máli heldur en afrekin hverju sinni. Fyrsta vísi að skipulögðu starfi tengdu klifri má rekja til stofnunar Ísalp (Íslenska Alpaklúbbsins: www.isalp.is ) árið 1977, sem er starfrækt enn í dag sem félag áhugamanna um fjallamennsku, og var mikill vöxtur í klifri hér á landi í framhaldi af stofnun klúbbsins. Um miðjan níunda áratuginn var fyrsta skipulagða keppnin í klifri haldin á Ítalíu á sérsmíðuðum keppnisvegg og það var síðan 1991 sem fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Frankfurt í Þýskalandi. Klifur þróaðist sem íþrótt á þessum tíma og á heimsvísu var skipulögð keppni og utanumhald að mótast eftir reglum og stöðlum alþjóðlegu íþróttahreyfinganna. Á sama tíma voru sterkir klifrarar hér á landi að hasla sér völl á erlendri grundu og áhuginn á því að keppa var aldrei langt undan. Úr varð að Sportklifurfélag Reykjavíkur (SKFR) var stofnað árið 1994 til að geta skráð keppendur á mót erlendis, en jafnframt til að standa að keppnismótum hér á landi. Markmiðið var einnig að koma upp viðunandi æfingar- og keppnisaðstöðu, en raunin varð síðan sú að brautryðjendur í sportklifri hér á landi opnuðu fyrstu æfingaraðstöðuna árið 1997 á eigin kostnað. Þeir ráku hana undir nafni Vektor í Borgartúni þar til það rann inn í nýstofnað Klifurfélag Reykjavíkur, sem hélt utan um rekstur og byggingu á nýrri aðstöðu. Úr varð að Klifurhúsið opnaði 300 m² aðstöðu í Skútuvogi 1 i Reykjavík og hélt þar úti öflugri æfingaaðstöðu, námskeiðum og keppnum ásamt því að halda uppi frekari uppbyggingu og kynningu klifurs á Íslandi. Um fimm þúsund manns nýttu sér aðstöðuna á ári þegar mest lét og þar af voru 300 manns í reglubundnum æfingum, rúmlega þúsund manns voru með aðgangskort og 3.500 manns komu í stök skipti. Klifurfélagið gerðist aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur í júní 2004 og var það mikil viðurkenning á öllu því uppbyggingarstarfi, sem hafði verið lagt upp með fram að því. Árið 2013 missti Klifurfélagið húsnæðið í Skútuvogi og í annað sinn á rúmum 10 árum var félagið húsnæðislaust. Eftir mikla þrautagöngu og elju náðist að opna nýja aðstöðu í Ármúla 23, eftir tæpt ár í rekstrarstoppi, og nú þá í tvöfalt stærra rými. Þá reyndist stuðningur Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur mikilvægur á ögurstundu í rekstri félagsins. Klifurfélag Reykjavíkur, sem rekur Klifurhúsið, stendur nú enn og aftur á tímamótum eins og áður sagði. Rúmlega 1400 iðkendur stunda reglubundnar æfingar í Klifurhúsinu og yfir árið eru yfir 8000 heimsóknir seldar í stök skipti. Klifurfélagið heldur að jafnaði 5 klifurmót, sem hluti af Íslandsmótaröðinni og Bikarmót, en undanfarin 3 ár hefur félagið einnig haldið utan um klifurmót fyrir Reykjavík International Games. Mikil gróska er í klifri hér á landi, bæði í barna- og unglingastarfi sem og afreksstarfinu. Margir vilja stunda klifur sem líkamsrækt, en félagskapurinn er það sem flestir sækjast í. Við erum með iðkendur sem hafa staðið sig vel á Norðurlandamótum undanfarin ár og stefnan er að komast að með keppendur á alþjóðlegum mótum, þegar farið verður að keppa aftur reglulega. Það má því til sanns vegar færa að klifuríþróttin hafi vaxið hratt hér á landi undanfarin ár og er gaman að geta þess í því sambandi að á nýliðnu ári fékk Klifurfélag Reykjavíkur aðild að nýstofnuðu Klifursambandi Íslands. Klifurnefnd ÍSÍ var sett á laggirnar árið 2018, en slíkt er undanfari þess að verða sérsamband. Nú er klifur stundað í sex íþróttafélögum innan sex héraðssambanda ÍSÍ og er von á því að fleiri sambönd taki klifuríþróttina upp á næstu misserum. Klifur var í fyrsta sinn keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar og þótti klifurkeppnin heppnast ákaflega vel Stefnt að því að klifur verði áfram keppnisíþrótt á næstu Ólympíuleikum í París 2024 og er því að miklu að keppa fyrir íslenska klifrara. Í tilefni af 20 ára afmæli Klifurfélags Reykjavíkur er opið hús í æfingaaðstöðu félagsins í Armúla 23 í Reykjavík á afmælisdagin, 13. febrúar, kl. 14-16. Félagar og velunnarar eru boðnir hjartanlega velkomnir. Höfundur er formaður Klifurfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Klifur Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 13. febrúar næstkomandi eru 20 ár liðin frá stofnun Klifurfélags Reykjavíkur. Stofnfelagar voru 19 og var skipuð 5 manna stjórn, sem skipti með sér verkum, og var Hallgrímur Örn Arngrímsson skipaður fyrsti formaður félagins. Fimm einstaklingar hafa síðan leitt félagið í gegnum mikinn vöxt og uppbyggingarstarf (frekari upplýsingar um stjórn: https://klifurhusid.is/klifurfelag-reykjavikur/stjorn/ ). En saga klifurs á sér lengri sögu hér á landi og er gaman að líta yfir farinn veg á tímamótum sem þessum og meta allt það sem hefur áunnist áður en lengra er haldið og hugað að framtíðinni. Klifur hefur þróast mjög mikið undanfarna áratugi. Í hugum margra er klifur lífsstíll og getur tekið á sig mörg form. Það er hægt að stunda klifur innandyra, á þar til gerðum veggjum með festum til að líkja sem mest eftir fjölbreytileika náttúrunnar eða utandyra í klettum og fjalllendi. Það er stundað allan ársins hring þar sem klifrað er í klettum, ís eða snjó. Allt eftir áhuga, metnaði og dirfsku viðkomandi. Klifur er einstaklingsíþrótt en oftast stunduð í hóp, og skiptir félagskapurinn oft á tíðum meira máli heldur en afrekin hverju sinni. Fyrsta vísi að skipulögðu starfi tengdu klifri má rekja til stofnunar Ísalp (Íslenska Alpaklúbbsins: www.isalp.is ) árið 1977, sem er starfrækt enn í dag sem félag áhugamanna um fjallamennsku, og var mikill vöxtur í klifri hér á landi í framhaldi af stofnun klúbbsins. Um miðjan níunda áratuginn var fyrsta skipulagða keppnin í klifri haldin á Ítalíu á sérsmíðuðum keppnisvegg og það var síðan 1991 sem fyrsta heimsmeistaramótið var haldið í Frankfurt í Þýskalandi. Klifur þróaðist sem íþrótt á þessum tíma og á heimsvísu var skipulögð keppni og utanumhald að mótast eftir reglum og stöðlum alþjóðlegu íþróttahreyfinganna. Á sama tíma voru sterkir klifrarar hér á landi að hasla sér völl á erlendri grundu og áhuginn á því að keppa var aldrei langt undan. Úr varð að Sportklifurfélag Reykjavíkur (SKFR) var stofnað árið 1994 til að geta skráð keppendur á mót erlendis, en jafnframt til að standa að keppnismótum hér á landi. Markmiðið var einnig að koma upp viðunandi æfingar- og keppnisaðstöðu, en raunin varð síðan sú að brautryðjendur í sportklifri hér á landi opnuðu fyrstu æfingaraðstöðuna árið 1997 á eigin kostnað. Þeir ráku hana undir nafni Vektor í Borgartúni þar til það rann inn í nýstofnað Klifurfélag Reykjavíkur, sem hélt utan um rekstur og byggingu á nýrri aðstöðu. Úr varð að Klifurhúsið opnaði 300 m² aðstöðu í Skútuvogi 1 i Reykjavík og hélt þar úti öflugri æfingaaðstöðu, námskeiðum og keppnum ásamt því að halda uppi frekari uppbyggingu og kynningu klifurs á Íslandi. Um fimm þúsund manns nýttu sér aðstöðuna á ári þegar mest lét og þar af voru 300 manns í reglubundnum æfingum, rúmlega þúsund manns voru með aðgangskort og 3.500 manns komu í stök skipti. Klifurfélagið gerðist aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur í júní 2004 og var það mikil viðurkenning á öllu því uppbyggingarstarfi, sem hafði verið lagt upp með fram að því. Árið 2013 missti Klifurfélagið húsnæðið í Skútuvogi og í annað sinn á rúmum 10 árum var félagið húsnæðislaust. Eftir mikla þrautagöngu og elju náðist að opna nýja aðstöðu í Ármúla 23, eftir tæpt ár í rekstrarstoppi, og nú þá í tvöfalt stærra rými. Þá reyndist stuðningur Íþrótta- og Tómstundaráðs Reykjavíkur mikilvægur á ögurstundu í rekstri félagsins. Klifurfélag Reykjavíkur, sem rekur Klifurhúsið, stendur nú enn og aftur á tímamótum eins og áður sagði. Rúmlega 1400 iðkendur stunda reglubundnar æfingar í Klifurhúsinu og yfir árið eru yfir 8000 heimsóknir seldar í stök skipti. Klifurfélagið heldur að jafnaði 5 klifurmót, sem hluti af Íslandsmótaröðinni og Bikarmót, en undanfarin 3 ár hefur félagið einnig haldið utan um klifurmót fyrir Reykjavík International Games. Mikil gróska er í klifri hér á landi, bæði í barna- og unglingastarfi sem og afreksstarfinu. Margir vilja stunda klifur sem líkamsrækt, en félagskapurinn er það sem flestir sækjast í. Við erum með iðkendur sem hafa staðið sig vel á Norðurlandamótum undanfarin ár og stefnan er að komast að með keppendur á alþjóðlegum mótum, þegar farið verður að keppa aftur reglulega. Það má því til sanns vegar færa að klifuríþróttin hafi vaxið hratt hér á landi undanfarin ár og er gaman að geta þess í því sambandi að á nýliðnu ári fékk Klifurfélag Reykjavíkur aðild að nýstofnuðu Klifursambandi Íslands. Klifurnefnd ÍSÍ var sett á laggirnar árið 2018, en slíkt er undanfari þess að verða sérsamband. Nú er klifur stundað í sex íþróttafélögum innan sex héraðssambanda ÍSÍ og er von á því að fleiri sambönd taki klifuríþróttina upp á næstu misserum. Klifur var í fyrsta sinn keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum síðastliðið sumar og þótti klifurkeppnin heppnast ákaflega vel Stefnt að því að klifur verði áfram keppnisíþrótt á næstu Ólympíuleikum í París 2024 og er því að miklu að keppa fyrir íslenska klifrara. Í tilefni af 20 ára afmæli Klifurfélags Reykjavíkur er opið hús í æfingaaðstöðu félagsins í Armúla 23 í Reykjavík á afmælisdagin, 13. febrúar, kl. 14-16. Félagar og velunnarar eru boðnir hjartanlega velkomnir. Höfundur er formaður Klifurfélags Reykjavíkur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun