Fólk stundum feimið við að taka niður grímuna Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 12. febrúar 2022 22:03 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir enn marga feimna við að taka grímuna af sér eftir að slakað var á samkomutakmörkunum í gær. Hún telur að afnám grímuskyldu eigi eftir að ganga vel og segir það ekki síst létti fyrir starfsfólk. Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Í gær tóku gildi tilslakanir á samkomutakmörkunum sem fólu meðal annars í sér að grímuskylda var afnumin þar sem hægt er að viðhafa eins metra reglu. Frá og með miðnætti í gær var þannig grímuskylda afnumin í ýmsum verslunum, þar á meðal Krónunni. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir þó ekki þar með sagt að fólk sé alfarið hætt að nota grímu. „Það er ótrúlegt hvað fólk er tiltölulega feimið við að taka grímuna af sér,“ segir Ásta. „Það kemur hérna gangandi inn, lítur aðeins í kringum sig og áttar sig á því að sumir eru með grímu og aðrir ekki, og spyr jafnvel,“ segir hún enn fremur. Þá segir Ásta að um sé að ræða stórt skref og segir tilmæli heilbrigðisráðherra hafa verið skýr, að grímuskylda væri einungis þar sem ekki væri hægt að viðhalda eins metra reglu. „Við erum auðvitað með gríðarlega stórar verslanir sem hlaupa á þúsundum fermetra og við sjáum það bara eftir reynslu þessara tveggja ára að þetta mun ganga vel, eins og það hefur gert fram að þessu,“ segir Ásta. Aðspurð um hvort það sé ekki léttir fyrir starfsmenn að geta fellt grímuna segir hún svo vera. „Auðvitað eru einhverjir sem vilja bera grímu áfram og þeim er öllum velkomið að gera það, við gefum þeim grímu að kostnaðarlausu, sem og Covid prófi og öðru.“ „En það að vinna allan daginn stanslaust með grímu, það er álag,“ segir Ásta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þrenur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti Nú á miðnætti tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Með nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman innandyra og fjöldatakmarkanir utandyra falla alfarið á brott. 12. febrúar 2022 00:02