Margfaldir verðlaunahundar en eru þó taldir heimskustu hundar í heimi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 20:03 Hálfsysturnar Stefanía Stella Baldursdóttir (t.v.) og Anna Dís Arnarsdóttir, sem hafa náð góðum árangri í ræktun sinna enda eru hundarnir þeim allt. Anna Dís heldur á Glowie. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann heitir Tinni og er alþjóðlegur meistari, Norðurlandameistari, íslenskur meistari og íslenskur ungliðameistari og hún heitir Nóra og er ungliðameistari í Bozniu&Herzegovinu, Króatíu, Slóveníu, Macedoniu og Rúmeníu. Hér erum við að tala um tvo hunda þar sem eigendur þeirra hafa ekki undan við að taka á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir þá. Það er gaman að koma inn á heimili hjá hálfsystrunum Stefaníu Stellu og Önnu Dís í Grafarvogi því þær eru að rækta mjög sérstaka hunda, sem eru stórir og með mikinn feld. Þá eru þær líka með tík, sem heitir Gloví, sem er með eitt íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow. Tíkin er innflutt frá Rússlandi en rakkinn er fæddur á Íslandi. Um 30 hundar af þessari tegund eru til víðs vegar um landið. „Þetta eru hundar ættaðir frá Afganistan og þeir eru mjög loðnir og stórir. Þeir eru í tegundahóp 10, sem eru mjóhundar, þannig að þeir hlaupa mjög hratt,“ segir Anna Dís og Stefanía Stella bætir strax við. Stefanía Stella með Tinna á hundasýningu.Einkasafn „Þeir eru taldir vera heimskustu hundar í heimi en þeir eru það ekki. Þeir eru með rökhugsun, sem er mjög sjaldgæft í hundum en þeir gera ekki bara alltaf allt fyrir manninn. Þetta er eins og ef þú myndir segja border collie hundi að hoppa fram af klett þá myndi hann gera það, en ef þú myndir segja Afgan hundi gera það þá myndi hann bara segja „hoppaðu sjálfur“.“ Frábær mynd, sem Anna Dís tók nýlega af Glowie og Nóru í göngutúr.Einkasafn Systurnar segja hundana mjög fyndnar týpur, þeir læðist t.d. um á nóttunni til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi innan dyra. Hundarnir eru báðir baðaðir og blásnir einu sinni í viku til að viðhalda þeim flækjufríum. Systurnar ætla að para hundana saman og fá undan þeim hvolpa. Tinni og Nóra, sem hafa unnið til fjölda, fjölda verðlauna.Aðsend „Það þarf svona ákveðið fólk til að taka við svona hundum. Þeir eru ekki mjög góðir, sem fyrsti hundur til að eiga en það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim erlendis,“ segir Stefanía Stella. Hillur og skápar á heimilinu eru fullir af verðlaunagripum, sem systurnar hafa fengið fyrir hundana og ræktunina sína. Falldurinn er einstaklega fallegur á hundunum. Hér er Nóra, sem hefur m.a. leikið í auglýsingum með góðum árangri.Einkasafn „Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel. Stefanía Stella sér um að sýna hundana, ég sé hins vegar um að gera þá tilbúna fyrir hringinn, þannig að þetta er algjör samvinna“, segir Anna Dís. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow Hundarnir eru baðaðir og blásnir einu sinni í viku. Þeir eru sponsaðir af K9 competition vörunumEinkasafn Reykjavík Hundar Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Það er gaman að koma inn á heimili hjá hálfsystrunum Stefaníu Stellu og Önnu Dís í Grafarvogi því þær eru að rækta mjög sérstaka hunda, sem eru stórir og með mikinn feld. Þá eru þær líka með tík, sem heitir Gloví, sem er með eitt íslenskt meistarastig og ungliðameistarastig. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow. Tíkin er innflutt frá Rússlandi en rakkinn er fæddur á Íslandi. Um 30 hundar af þessari tegund eru til víðs vegar um landið. „Þetta eru hundar ættaðir frá Afganistan og þeir eru mjög loðnir og stórir. Þeir eru í tegundahóp 10, sem eru mjóhundar, þannig að þeir hlaupa mjög hratt,“ segir Anna Dís og Stefanía Stella bætir strax við. Stefanía Stella með Tinna á hundasýningu.Einkasafn „Þeir eru taldir vera heimskustu hundar í heimi en þeir eru það ekki. Þeir eru með rökhugsun, sem er mjög sjaldgæft í hundum en þeir gera ekki bara alltaf allt fyrir manninn. Þetta er eins og ef þú myndir segja border collie hundi að hoppa fram af klett þá myndi hann gera það, en ef þú myndir segja Afgan hundi gera það þá myndi hann bara segja „hoppaðu sjálfur“.“ Frábær mynd, sem Anna Dís tók nýlega af Glowie og Nóru í göngutúr.Einkasafn Systurnar segja hundana mjög fyndnar týpur, þeir læðist t.d. um á nóttunni til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi innan dyra. Hundarnir eru báðir baðaðir og blásnir einu sinni í viku til að viðhalda þeim flækjufríum. Systurnar ætla að para hundana saman og fá undan þeim hvolpa. Tinni og Nóra, sem hafa unnið til fjölda, fjölda verðlauna.Aðsend „Það þarf svona ákveðið fólk til að taka við svona hundum. Þeir eru ekki mjög góðir, sem fyrsti hundur til að eiga en það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim erlendis,“ segir Stefanía Stella. Hillur og skápar á heimilinu eru fullir af verðlaunagripum, sem systurnar hafa fengið fyrir hundana og ræktunina sína. Falldurinn er einstaklega fallegur á hundunum. Hér er Nóra, sem hefur m.a. leikið í auglýsingum með góðum árangri.Einkasafn „Það er rosalega gaman þegar gengur svona vel. Stefanía Stella sér um að sýna hundana, ég sé hins vegar um að gera þá tilbúna fyrir hringinn, þannig að þetta er algjör samvinna“, segir Anna Dís. Systurnar rækta undir ræktunarnafninu Mystic Glow Hundarnir eru baðaðir og blásnir einu sinni í viku. Þeir eru sponsaðir af K9 competition vörunumEinkasafn
Reykjavík Hundar Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira