Er eitt stig af karlrembu í lagi? Anna Þorsteinsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 22:31 „Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Jafnréttismál KSÍ Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
„Já það má segja það, við erum ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, við erum að mæta karlrembu á hæsta stigi.“ Á þessum orðum Kristrúnar Heimisdóttur hefst greinin „Konur í knattspyrnu þurfa að berjast fyrir lífi sínu“ sem birtist í 2. tölublaði Skinfaxa árið 1991. Kristrún var á þessum tíma ritari Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna sem stofnað var árið 1990. Verkefni þessara samtaka voru svo sannarlega stór. Eitt af fyrstu baráttumálum samtakanna var að endurvekja íslenska kvennalandsliðið sem hafði verið lagt niður, einungis nokkrum árum eftir stofnun þess í kringum 1980. Baráttumál samtakanna voru mörg og sum þeirra eiga sem betur fer ekki við í dag. Á þessum tíma var föstum deildarleikjum kvenna frestað skyndilega vegna óvæntra heimaleikja karlaliðs í bikarkeppni eða vegna þess að það gleymdist hreinlega að boða dómara á kvennaleiki. Svo þurfti einnig að berjast fyrir því að mega nota eins takkaskó og karlarnir þegar spilað var á grasi. Í dag eru 31 ár síðan greinin kom út og það er ljóst að margt hefur áunnist í málefnum kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Það veit ég af eigin raun þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil ári eftir að samtökin voru stofnuð og ákveðið var að snúa vörn í sókn eins og Kristrún segir í greininni. Það var gaman að alast upp í kvennafótbolta þegar við vorum í sókn en stundum getur verið erfitt að vera alltaf í sókn, sérstaklega þegar andstæðingurinn er hæsta stig af karlrembu. Smám saman dró því úr starfsemi samtakanna sem hefur nú ekki verið starfandi seinustu áratugi. Kannski ekki hæsta stig af karlrembu í dag en er eitt stig af karlrembu í lagi?Það var sláandi að lesa greinina og átta sig á því að allt of mörg baráttumál samtakanna árið 1991 eru að einhverju leyti enn baráttumál í dag. Í greininni er fjallað um skort á konum í stjórnum og þjálfun, orðræðu í kringum knattspyrnuna, dómaramál, leik- og æfingatíma, fjölmiðla, virðingu og mismunandi mat á árangri karla og kvennaliða. Þó svo að margt hafi breyst í þessum málum þá er potturinn enn brotinn á mörgum stöðum. Reyndar er potturinn svo brotinn að ég þurfti ekki að lesa þessa grein til að komast að því að við þurfum að gera betur. Við vorum nú þegar nokkrar konur úr ólíkum áttum fótboltans búnar að hópa okkur saman og komast að því að það er kominn tími. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin sem hófu baráttuna fyrir þremur áratugum. Ekki vegna þess að við séum í vörn í dag heldur vegna þess að nú er meðbyr í samfélaginu. Nú er meðbyr með jafnrétti, nú er tækifæri til að stíga næstu skref og fara í sókn með öllu fótboltasamfélaginu. Það er kominn tími til að endurvekja samtökin en nú með öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti. Samtök þar sem núverandi og fyrrverandi knattspyrnukonur, foreldrar og annað áhugafólk um jafnrétti og knattspyrnu sameinast um að klára verkið sem knattspyrnukonurnar byrjuðu á fyrir 32 árum. Við þurfum hagsmunasamtök fyrir konur í knattspyrnu sem hafa það markmið að auka samstöðu, sýnileika, jafnrétti og virðingu kvenna innan íþróttarinnar. Samtök sem eru hugsuð sem sameiningarafl í jafnréttisbaráttunni, jafnt innan knattspyrnuliðanna sem og hreyfingarinnar. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna verða formlega endurvakinn í Iðnó 25. febrúar 2022. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og jafnréttissinni.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun