Verbúðin er enn okkar saga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 07:00 Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Sjávarútvegur Viðreisn Alþingi Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Umræðuefni dagsins verða sennilega lokaorð sjávarútvegsráðherrans sem þakkaði þeim sem hlýddu. En Verbúðin er ekki bara saga tímans sem var. Hún gerir miklu meira en að kveikja umræður um útlit níunda áratugarins. Verbúðin er um leið spegill tímans sem er. Enn vantar heilbrigðar reglur um sjávarútveginn. Kvótakerfinu var komið á vegna alvarlegs ástands fiskistofna við landið. Það varð til þess að ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Það er í þágu þjóðfélagsins alls. Um fyrirkomulag veiða á forsendum vísinda er ekki auðvitað ekki deilt. Á hinum pólitíska vettvangi og af hálfu hagsmunaaðila er stunduð gaslýsing með því að tala eins og ákall þjóðarinnar um réttlæti snúist um afstöðu til sjálfbærra veiða. Ágreiningurinn snýst um hvað þjóðin fær fyrir að veita útgerðinni aðgang að sjávarauðlindinni. Þetta vita þau vel sem stunda gaslýsinguna. Hvar er réttlætið? Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja um 77% þjóðarinnar að útgerðir landsins greiði markaðsgjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Um fá mál er þjóðin jafn einhuga. Samkvæmt sömu könnun er 7,1% þjóðarinnar á móti því að útgerðirnar greiði markaðsgjald. Þrátt fyrir það er þetta er leiðin sem valin er, leiðin sem fámennur minnihluti styður. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír standa núna saman um að verja óbreytt ástand. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá 2016 til 2020 voru meira en 70 milljarðar króna. Útgerðir hafa á sama tíma greitt tæpa 35 milljarða í veiðigjöld. Á þessu sést að veiðigjöldin eru helmingur þess sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna fengu í arð. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá 2011 til 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30% í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Eðlilega spyr þjóðin sig hvar skynsemin og réttlætið sé þegar þetta er staðan. Og svör við grundvallarspurningum um réttlæti og sanngirni verða að vera önnur en afvegaleiðing og gaslýsing. Skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá Orð skipta máli. Til þess að orðið „þjóðareign“ fái raunverulega merkingu verður að vera alveg skýrt að nýting á sam eiginlegri auðlind sé tímabundin og um leið að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Þetta vantaði í frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um auðlindaákvæði. Í stjórnarskrá þarf að ramma þessi atriði skýrt inn. Með því að verja þjóðareignina í stjórnarskrá myndi ekki skipta máli hvaða flokkar væru við völd því ríkisstjórnin væri bundin af stjórnarskrá. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir. Hagsmunir hinna fáu Það er meginregla að tímabinda réttindi þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Í öllum lýðræðisríkjum gildir þessi sama aðalregla, enda þjónar hún almannahagsmunum. Dæmin úr okkar löggjöf eru víða: Í lögum um fiskeldi er talað um rekstrarleyfi til 16 ára. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð var talað um tímabindingu atvinnuleyfa í náttúruauðlind hálendisins. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um fiskinn í sjónum. Eftir síðasta þátt Verbúðarinnar hljótum við að spyrja hvers vegna aðrar reglur gilda um nýtingu fiskimiðanna. Hagsmunum hverra þjónar það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar