Gígja stefnir á 4. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 09:22 Gígja Sigríður Guðjónsdóttir er uppeldis- og menntunarfræðingur að mennt og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Aðsend Gígja Sigríður Guðjónsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu frá Gígju segir að með því að bjóða sig fram til þátttöku vilji hún leggja sitt af mörkum til að skapa samfélag þar sem sé gott að búa, lifandi bæ þar sem fjölskyldufólk sé sett í forgang og menningar- og íþróttalífið blómstri. „Ég er 32 ára gömul, uppeldis- og menntunarfræðingur aðmennt og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair, ásamt því að deila mataruppskriftum á vef Gott í matinn. Ég er gift Ásgeiri Elvari Garðarssyni og við eigum tvö börn á leikskólaaldri. Ég hef fylgst vel með bæjarmálunum í Reykjanesbæ frá því ég flutti hingað fyrir meira en áratug og var á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitastjórnakosningunum árið 2014. Ég hef tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, sat í stjórn Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ um tíma og var í 10. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Reykjanesbær er ört vaxandi bæjarfélag með stórkostleg tækifæri til þess að verða framúrskarandi á öllum sviðum. Til þess þarf margt að fara saman - ímynd samfélagsins og rekstrarumhverfið í bænum þarf að vera aðlaðandi. Sem móðir tveggja barna á leikskólaaldri þekki ég vel raunveruleika ungs fjölskyldufólks og mun leggja mikla áherslu á málefni fjölskyldunnar, leikskólamál og betri heilsugæslu. Eflingu heilsugæslunnar þarf að setja í forgang í samstarfi ríkis og sveitarfélagsins, þar sem þjónustan við íbúana verði útgangspunkturinn og miðuð að okkar þörfum. Ég vil að í Reykjanesbæverði hægt að tryggja börnum öruggt pláss í dagvistun að loknu fæðingarorlofi og að settir verði á fót ungbarnaleikskólar í bæjarfélaginu. Hér er gott að vera og hér vil ég búa. Ég nýt þess að takast á við áskoranir og ég er sannfærð um að ég hafi margt til málanna að leggja til að gera Reykjanesbæ að enn betri bæ til að búa í,“ segir í tilkynningunni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Í tilkynningu frá Gígju segir að með því að bjóða sig fram til þátttöku vilji hún leggja sitt af mörkum til að skapa samfélag þar sem sé gott að búa, lifandi bæ þar sem fjölskyldufólk sé sett í forgang og menningar- og íþróttalífið blómstri. „Ég er 32 ára gömul, uppeldis- og menntunarfræðingur aðmennt og starfa sem flugfreyja hjá Icelandair, ásamt því að deila mataruppskriftum á vef Gott í matinn. Ég er gift Ásgeiri Elvari Garðarssyni og við eigum tvö börn á leikskólaaldri. Ég hef fylgst vel með bæjarmálunum í Reykjanesbæ frá því ég flutti hingað fyrir meira en áratug og var á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitastjórnakosningunum árið 2014. Ég hef tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, sat í stjórn Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ um tíma og var í 10. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Reykjanesbær er ört vaxandi bæjarfélag með stórkostleg tækifæri til þess að verða framúrskarandi á öllum sviðum. Til þess þarf margt að fara saman - ímynd samfélagsins og rekstrarumhverfið í bænum þarf að vera aðlaðandi. Sem móðir tveggja barna á leikskólaaldri þekki ég vel raunveruleika ungs fjölskyldufólks og mun leggja mikla áherslu á málefni fjölskyldunnar, leikskólamál og betri heilsugæslu. Eflingu heilsugæslunnar þarf að setja í forgang í samstarfi ríkis og sveitarfélagsins, þar sem þjónustan við íbúana verði útgangspunkturinn og miðuð að okkar þörfum. Ég vil að í Reykjanesbæverði hægt að tryggja börnum öruggt pláss í dagvistun að loknu fæðingarorlofi og að settir verði á fót ungbarnaleikskólar í bæjarfélaginu. Hér er gott að vera og hér vil ég búa. Ég nýt þess að takast á við áskoranir og ég er sannfærð um að ég hafi margt til málanna að leggja til að gera Reykjanesbæ að enn betri bæ til að búa í,“ segir í tilkynningunni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira