Ingvar vill leiða Garðabæjarlistann Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 11:32 Ingvar Arnarson. Aðsend Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, býður sig fram til að leiða Garðabæjarlistann í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ingvari. Þar segir að hann hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2018 og hafi verið varabæjarfulltrúi frá 2014 til 2018. „Ég er kennari að mennt og kenndi náttúrufræði og íþróttir við Garðaskóla 2003-2006 og eftir það hef ég starfað við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennt þar við íþróttabraut skólans. Í haust hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, námið hefur verið fræðandi og mun tvímælalaust efla mig í störfum mínum. Ég legg mikla áherslu á að Garðabær verði í fremstu röð sveitarfélaga þegar að kemur að þjónustu við íbúa. Ég vil sjá gjaldtöku á barnafjölskyldur lækka til muna, efla félagsþjónustu en frekar og auka framboð íþrótta og tómstunda fyrir jafnt unga sem aldna. Huga þarf vel að stígakerfi og almenningssamgöngum innan bæjarins og gæta þarf að því að haldið sé í sérstöðu hverfa bæjarins, skipulag og framkvæmdir eiga að vera gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Að mínu mati er einnig mikilvægt að tryggja að uppbygging grunn- og leikskóla fylgi íbúaþróun bæjarins og nauðsynlegt er að bæta starfskjör þeirra sem þar vinna til að tryggja mönnun. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Ég hef sterkar taugar til íþróttafélaga bæjarins. Hef spilað leiki með nánast öllum deildum Stjörnunnar ásamt því að þjálfa fyrir félagið. Einnig hef ég þjálfað öldungablak á Álftanesi og veit að þar er verið að vinna flott starf í þágu íbúa. Það er mikilvægt að hlúa vel að öllu félagsstarfi í bænum og tryggja aðgang íbúa að því starfi óháð efnahag ásamt því að tryggja félögum aðstöðu við hæfi. Ég er uppalinn Garðbæingur og fjögurra barna faðir og hef kynnst vel þeirri þjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Það er mikilvægt að sveitarfélögin sem hafa það hlutverk að þjónusta íbúa sína gera það sem allra best. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á íbúana og taka mið af þeirra þörfum. Hlutverk þess sem leiðir Garðabæjarlistans er að samstilla hópa af fólki sem kemur úr ýmsum áttum og leiða til góðra verka. Ég hef töluverða reynslu af slíku starfi og hef trú á okkar fólki. Í Garðabæjarlistanum er mikill mannauður og reynsla sem kemur til með að nýtast okkur vel til að ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans auglýsir nú eftir framboðum og tilnefningum á lista. Nefndin mun svo leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ingvari. Þar segir að hann hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2018 og hafi verið varabæjarfulltrúi frá 2014 til 2018. „Ég er kennari að mennt og kenndi náttúrufræði og íþróttir við Garðaskóla 2003-2006 og eftir það hef ég starfað við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennt þar við íþróttabraut skólans. Í haust hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, námið hefur verið fræðandi og mun tvímælalaust efla mig í störfum mínum. Ég legg mikla áherslu á að Garðabær verði í fremstu röð sveitarfélaga þegar að kemur að þjónustu við íbúa. Ég vil sjá gjaldtöku á barnafjölskyldur lækka til muna, efla félagsþjónustu en frekar og auka framboð íþrótta og tómstunda fyrir jafnt unga sem aldna. Huga þarf vel að stígakerfi og almenningssamgöngum innan bæjarins og gæta þarf að því að haldið sé í sérstöðu hverfa bæjarins, skipulag og framkvæmdir eiga að vera gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Að mínu mati er einnig mikilvægt að tryggja að uppbygging grunn- og leikskóla fylgi íbúaþróun bæjarins og nauðsynlegt er að bæta starfskjör þeirra sem þar vinna til að tryggja mönnun. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Ég hef sterkar taugar til íþróttafélaga bæjarins. Hef spilað leiki með nánast öllum deildum Stjörnunnar ásamt því að þjálfa fyrir félagið. Einnig hef ég þjálfað öldungablak á Álftanesi og veit að þar er verið að vinna flott starf í þágu íbúa. Það er mikilvægt að hlúa vel að öllu félagsstarfi í bænum og tryggja aðgang íbúa að því starfi óháð efnahag ásamt því að tryggja félögum aðstöðu við hæfi. Ég er uppalinn Garðbæingur og fjögurra barna faðir og hef kynnst vel þeirri þjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Það er mikilvægt að sveitarfélögin sem hafa það hlutverk að þjónusta íbúa sína gera það sem allra best. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á íbúana og taka mið af þeirra þörfum. Hlutverk þess sem leiðir Garðabæjarlistans er að samstilla hópa af fólki sem kemur úr ýmsum áttum og leiða til góðra verka. Ég hef töluverða reynslu af slíku starfi og hef trú á okkar fólki. Í Garðabæjarlistanum er mikill mannauður og reynsla sem kemur til með að nýtast okkur vel til að ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans auglýsir nú eftir framboðum og tilnefningum á lista. Nefndin mun svo leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira