Eyjólfur sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 14:40 Eyjólfur Gíslason. Aðsend Eyjólfur Gíslason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar. Í tilkynningu segir að framboðið sé til marks um þá sannfæringu hans að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu bestum árangri. „Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi,“ er haft eftir Eyjólfi. Eyjólfur er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem hann býr með syni sínum. „Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð,“ segir í tilkynningunni. Hann hefur áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og segist hafa fylgst með framgangi flokksins alla tíð. „Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði,“ segir Eyjólfur. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að framboðið sé til marks um þá sannfæringu hans að fólk með ólíkan bakgrunn og getu skili samfélaginu bestum árangri. „Ástæða framboðsins er einlæg löngun til að gera bæinn okkar framúrskarandi á öllum sviðum velferðar, menningar- og íþróttalífs, að ógleymdum umhverfismálum. Ég tala fyrir því að samhliða mikilvægi eflingar grunnstoða samfélags okkar má ekki gleyma að ekkert bæjarfélag er undanskilið þróun samtímans og við því verður að bregðast. Fegurðin býr í fjölbreytileikanum og öll eigum við að fá tækifæri til að blómstra í fjölmenningarsamfélagi,“ er haft eftir Eyjólfi. Eyjólfur er 35 ára, fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ, þar sem hann býr með syni sínum. „Ég er með háskólagráðu í miðlun og almannatengslum og stunda meistaranám í forystu og stjórnun. Undanfarin ár hef ég starfað á rekstrarsviði Icelandair Group sem stjórnandi innan Cabin Operations. Í öllum samfélögum viðgengst vanlíðan meðal ungs fólks sem sjá ekki eigin getu né kraftinn sem býr innra með þeim. Ég legg ríka áherslu á málefni á sviði geðheilbrigðismála, forvarnarstarfs og líðan bæjarbúa. Við þurfum að opna á umræðuna enn frekar og leggja áherslu á fjölbreytt skólakerfi, tala upp aðrar námsgreinar en þær sem taldar eru hefðbundnari. Horfast í augu við þá staðreynd að ekki eru allir steyptir í sama formið og fagna því fremur að við erum allskonar. Nýta kraft nýsköpunar hér á svæðinu og þá möguleika sem fólk hefur til að búa sér til gæfuríka framtíð,“ segir í tilkynningunni. Hann hefur áður tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins með setu í stjórn Heimis og segist hafa fylgst með framgangi flokksins alla tíð. „Ég kalla eftir breytingum með nýju fólki samhliða reynslunni. Ég óska eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 2. sæti af auðmýkt, ábyrgð og gleði,“ segir Eyjólfur.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira