Öllum lögfræðingum Rauða krossins sagt upp störfum Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2022 18:41 Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Baldur Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess. Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Guðríður Lára segist ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið sjái fyrir sér framhaldið og því geti hún ekki staðfest að Rauði krossinn muni taka þátt í hugsanlegu útboði á lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. „Já, það stendur til. En auðvitað veltur það á skilmálunum í útboðinu.“ segir hún. Óvíst hvort starfsemin verði boðin út Að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði boðið út yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld og unnið sé að útfærslu í samstarfi við ríkisstjórnina. Guðríður Lára segir Rauða krossinn hins vegar hafa fengið þær fregnir frá ráðuneytinu að ráðist yrði í útboð. „Við ætlum að taka þátt í útboðinu ef við mögulega getum,“ segir hún. Í samningnum var að finna ákvæði um eins árs framlengingu en ráðuneytið ákvað að framlengja ekki og því mun hann renna út 30. apríl næstkomandi. Að sögn Jóns eru miklar breytingar í vændum á starfsemi í tengslum við málefni útlendinga og því hafi verið ákveðið að framlengja ekki. „Hluti af verkefnum þessa samnings er að flytjast til annars ráðuneytis. Þeir hafa sem sagt verið bæði með félagsþjónustu við hælisleitendur, sem fer nú til annarra, félagsmálaráðuneytisins, og líka talsmannaþjónustuna sem heyrir undir okkur. Þannig það var ákveðið að endurskoða hlutina núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki hægt að greiða lögfræðingum laun án samnings Sem áður segir hefur öllum lögfræðingum á skrifstofu Rauða krossins verið sagt upp störfum vegna þess að samningurinn rennur út að tveimur mánuðum liðnum. „Það þurfti náttúrulega að gera það af því við erum ekki með neinn samning eftir 30. apríl. Þannig að ef einhver annar fær verkefnið í útboðinu, þá hættir Rauði krossinn með þessa þjónustu 30. apríl og þar með er ekki hægt að greiða lögfræðingunum laun,“ segir Guðríður Lára. Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri teymis um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum, í samtali við Vísi. Guðríður Lára segist ekki vita hvernig dómsmálaráðuneytið sjái fyrir sér framhaldið og því geti hún ekki staðfest að Rauði krossinn muni taka þátt í hugsanlegu útboði á lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. „Já, það stendur til. En auðvitað veltur það á skilmálunum í útboðinu.“ segir hún. Óvíst hvort starfsemin verði boðin út Að sögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort verkefnið verði boðið út yfir höfuð. Þjónustan sé ekki útboðsskyld og unnið sé að útfærslu í samstarfi við ríkisstjórnina. Guðríður Lára segir Rauða krossinn hins vegar hafa fengið þær fregnir frá ráðuneytinu að ráðist yrði í útboð. „Við ætlum að taka þátt í útboðinu ef við mögulega getum,“ segir hún. Í samningnum var að finna ákvæði um eins árs framlengingu en ráðuneytið ákvað að framlengja ekki og því mun hann renna út 30. apríl næstkomandi. Að sögn Jóns eru miklar breytingar í vændum á starfsemi í tengslum við málefni útlendinga og því hafi verið ákveðið að framlengja ekki. „Hluti af verkefnum þessa samnings er að flytjast til annars ráðuneytis. Þeir hafa sem sagt verið bæði með félagsþjónustu við hælisleitendur, sem fer nú til annarra, félagsmálaráðuneytisins, og líka talsmannaþjónustuna sem heyrir undir okkur. Þannig það var ákveðið að endurskoða hlutina núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki hægt að greiða lögfræðingum laun án samnings Sem áður segir hefur öllum lögfræðingum á skrifstofu Rauða krossins verið sagt upp störfum vegna þess að samningurinn rennur út að tveimur mánuðum liðnum. „Það þurfti náttúrulega að gera það af því við erum ekki með neinn samning eftir 30. apríl. Þannig að ef einhver annar fær verkefnið í útboðinu, þá hættir Rauði krossinn með þessa þjónustu 30. apríl og þar með er ekki hægt að greiða lögfræðingunum laun,“ segir Guðríður Lára.
Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira