Í tilefni umræðu um skólasund Salvör Nordal skrifar 16. febrúar 2022 14:31 Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Börn og uppeldi Grunnskólar Sund Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári sendi umboðsmaður barna bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum. Í bréfinu vísaði umboðsmaður barna í fjölmörg samtöl við börn um allt land, en meðal þess sem börn hafa greint frá, er að ákveðinn hópur nemenda upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum, m.a. þar sem þeir telja sig eiga erfitt með að uppfylla þær miklu kröfur sem gerðar eru til þeirra. Þá hafa margir nemendur og þá sérstaklega hinsegin börn, lýst upplifunum sínum af sínum af einelti og áreitni í sundkennslu. Í aðalnámsskrá segir að auðvelt sé að tengja umræðu um kynímyndir, einelti og ofbeldi við sundkennslu, en í framkvæmd virðist lítið vera um slíka umræðu. Því hvatti umboðsmaður barna þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra til að taka til skoðunar fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum og að leita með virkum hætti eftir skoðunum grunnskólanema á því málefni eins og ákvæði Barnasáttmálans gera kröfu um. Í svarbréfi ráðuneytisins kom fram að miður sé að hópur barna upplifi óöryggi og vanlíðan í sundtímum og þá sé það áhyggjuefni ef námskrá er ekki uppfyllt líkt og fram kemur í þeim umkvörtunum sem umboðsmaður barna kom á framfæri í bréfinu. Þá vísaði ráðuneytið í bréfinu til þess að grunnskólar hafi mikið svigrúm innan aðalnámskrár til að útfæra skólanámskrár og kennsluáætlanir í samræmi við hæfniviðmið einstakra námssviða. Loks greindi ráðuneytið frá því að framundan sé endurskoðun aðalnámskrár og að tryggja eigi markvissa og raunhæfa aðkomu barna og ungmenna á öllum stigum endurskoðunarferlisins, en þar yrðu ábendingar umboðsmanns barna hafðar til hliðsjónar. Engar fréttir hafa borist af áðurnefndri endurskoðun en fram hefur komið að tekin hafi verið ákvörðun um að gera sund að valfagi á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur, hafi nemendur uppfyllt hæfniviðmið skólasunds í upphafi 9. bekkjar. Tillagan kom upphaflega frá ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, en samkvæmt ákvæðum æskulýðslaga er hlutverk ungmennaráða einmitt að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Þessi tillaga ungmennaráðanna og ákvörðun Reykjavíkurborgar hefur sætt ákveðinni gagnrýni, en í innsendri grein bentu fulltrúar ungmennaráðsins á þá einföldu staðreynd, að þau hafi með tillögu sinni einfaldlega verið að benda á það sem þau telja vera þeim og öðrum börnum fyrir bestu, en það sjónarmið á samkvæmt Barnasáttmálanum að vera ráðandi í allri ákvarðanatöku sem varðar börn. Ásamt fulltrúum ungmennaráðsins hafa fjölmörg börn komið þeirri skoðun á framfæri að fyrirkomulag sundkennslu þarfnist endurskoðunar og endurnýjunar. Það er því ekki nóg að tiltekin sveitarfélög bregðist við, heldur þarf hið nýja ráðuneyti mennta- og barnamála að taka forystu, og tryggja að boðuð endurskoðun aðalnámskrár fari fram og að þar sé með virkum hætti leitað eftir og tekið tillit til skoðana barna, um fyrirkomulag sundkennslu sem og aðra þætti menntunar þeirra. Sund er góð hreyfing og um það er ekki deilt. Það að gera sundkennslu aðgengilega, inngildandi, valdeflandi og jákvæða upplifun fyrir sem flest börn, er verkefni sem kallar á aðkomu barna, foreldra, starfsfólks skóla, aðila sem vinna að hagsmunum barna og stjórnvalda. Nýir tímar kalla á nýja nálgun og það er kannski tímabært að breyta því hæfniviðmiði aðalnámsskrár sem gerir kröfu um að börn í 10. bekk geti sýnt leikni og synt viðstöðulaust í öllum tegundum sunds, þ.m.t. flugsundi. Þess í stað mætti leggja aukna áherslu á önnur hæfniviðmið aðalnámsskrár fyrir sund- og íþróttakennslu sem minna hefur farið fyrir í opinberri umræðu. Þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur læri að sýna virðingu og góða framkomu, að viðhafa jákvæð og árangursrík samskipti, og að fram fari umræða um andlegt og líkamlegt heilbrigði, fjölbreytni valkosta í hreyfingu, líkamsvitund, kynheilbrigði og ofbeldi. Bréf umboðsmanns barna og svarbréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins má sjá hér: https://www.barn.is/frettir/bref-um-sundkennslu Höfundur er Umboðsmaður barna.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar